Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. nóvember 2024 07:02 Vilborg Ása Guðjónsdóttir fjallaði um alþjóðastarf Alþingis í doktorsverkefninu sínu. Vísir Þingmenn og embættismenn segja alþjóðastarf ekki nægilega samræmt störfum Alþingis. Ferðalög í þágu alþjóðastarfs séu álitnar „fyllerís- og fríferðir“ í stað vinnuferða. Neikvætt álit almennings og þingmanna á alþjóðastarfi hefur áhrif á hvata alþingismanna að taka þátt. „Þetta er alls ekki ofið inn í störf þingsins með neinum hætti, þú tekur þér bara frí frá þínum daglegu störfum, frá þinginu, ef þú ætlar að sinna þessu og sinnir þar af leiðandi ekki raunverulega aðalstarfi þingmannsins sem er að starfa í nefndum þingsins, þú þarft að kalla inn varamann fyrir þig og stundum færðu ekki að kalla inn varamanninn ef ferðin er stutt og þá ertu ekki að sinna því starfi,“ segir viðmælandi í doktorsverkefni Vilborgar Ásu Guðjónsdóttir í alþjóðastjórnmálum. Vilborg ræddi við tvo embættismenn, sex fyrrverandi alþingismenn og átta sitjandi alþingismenn, þar af tvo ráðherra um alþjóðastarf á Alþingi. Hún hefur áður starfað sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis. Viðmælendurnir sögðu yfirstjórn þingsins líta á alþjóðastarf sem eins konar áhugamál þingmanna. Ferðalögin á fundi alþjóðlegra þingmannasamtaka séu álitnar „fyllerís- og fríferðir.“ Árangur af alþjóðastarfi færi því einungis eftir framtaki hvers og eins þingmanns. „Það er ennþá stemning gagnvart alþjóðastarfi, ennþá fullyrðingar að þetta séu bara fríferðir þingmanna og þar af leiðandi má ekki leyfa okkur að fara of mikið eða vera of dugleg í að taka þátt, þess vegna er okkur skammtaðir kvótar, hversu mikið við megum fara út.“ Neikvæð áhrif á pólitískan frama Álit almennings á alþjóðastarfi sé neikvætt og ýmsar ranghugmyndir séu uppi. Litið sé á ferðalög í þágu alþjóðastarfs sem lúxus og forréttindi. Almenningsálitið hefur samt sem áður mikil áhrif á starf á alþjóðavettvangi. „Ef þú ert bara að hugsa um kjörfylgi þitt fyrir næsta prófkjör að þá velurðu það að vera ekki í alþjóðastarfi, það mun aðeins taka athygli þína frá verkum sem fá athygli á Íslandi og er þar af leiðandi ekki gott fyrir þinn pólitíska frama,“ segir viðmælandi Vilborgar. Kjósendur á landsbyggðinni séu neikvæðari gagnvart alþjóðastarfinu en þeir sem kjósa á höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðarkjósendur vilja frekar að þingmennirnir sínir einbeiti sér alfarið að málefnum kjördæmisins í stað þess að taka þátt í alþjóðastarfi. Þingmennirnir sjá því engan pólitískan ávinning af því að taka þátt í starfinu og segja það hafa neikvæð áhrif á pólitískan frama. Viðmælendurnir bentu einnig á lítinn áhuga fjölmiðla á starfinu. „Umfjöllun og þekking á utanríkismálum skortir því miður dýpt á Íslandi,“ segir viðmælandi. Þarf að endurskoða starfið Flestir viðmælendur Vilborgar voru sammála um að endurskoða þyrfti alþjóðastarf Alþingis. Nú eru átta alþjóðanefndir starfandi en voru flestir sammála um að stofna þurfi eins konar yfiralþjóðanefnd sem yfir alþjóðastarfinu. „Einhver veginn getur maður tekið undir að sumir fundir eru algjör óþarfi, þú veist, maður hefur farið út og heyrðu ég fékk ekkert út úr þessum fundi,“ segir viðmælandi Vilborgar. Önnur lykilatriði væru aukið samstarf á milli löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins ásamt aukins samstarfs milli alþjóðanefnda og fastanefnda. Vilborg kynnti doktorsverkefnið á ráðstefnunni Þjóðarspegilinn. Yfirskrift erindisins var „Þú ert alltaf í fríi í útlöndum í staðinn fyrir að vera heima að vinna.“ Vísindi Alþingi Utanríkismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
„Þetta er alls ekki ofið inn í störf þingsins með neinum hætti, þú tekur þér bara frí frá þínum daglegu störfum, frá þinginu, ef þú ætlar að sinna þessu og sinnir þar af leiðandi ekki raunverulega aðalstarfi þingmannsins sem er að starfa í nefndum þingsins, þú þarft að kalla inn varamann fyrir þig og stundum færðu ekki að kalla inn varamanninn ef ferðin er stutt og þá ertu ekki að sinna því starfi,“ segir viðmælandi í doktorsverkefni Vilborgar Ásu Guðjónsdóttir í alþjóðastjórnmálum. Vilborg ræddi við tvo embættismenn, sex fyrrverandi alþingismenn og átta sitjandi alþingismenn, þar af tvo ráðherra um alþjóðastarf á Alþingi. Hún hefur áður starfað sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis. Viðmælendurnir sögðu yfirstjórn þingsins líta á alþjóðastarf sem eins konar áhugamál þingmanna. Ferðalögin á fundi alþjóðlegra þingmannasamtaka séu álitnar „fyllerís- og fríferðir.“ Árangur af alþjóðastarfi færi því einungis eftir framtaki hvers og eins þingmanns. „Það er ennþá stemning gagnvart alþjóðastarfi, ennþá fullyrðingar að þetta séu bara fríferðir þingmanna og þar af leiðandi má ekki leyfa okkur að fara of mikið eða vera of dugleg í að taka þátt, þess vegna er okkur skammtaðir kvótar, hversu mikið við megum fara út.“ Neikvæð áhrif á pólitískan frama Álit almennings á alþjóðastarfi sé neikvætt og ýmsar ranghugmyndir séu uppi. Litið sé á ferðalög í þágu alþjóðastarfs sem lúxus og forréttindi. Almenningsálitið hefur samt sem áður mikil áhrif á starf á alþjóðavettvangi. „Ef þú ert bara að hugsa um kjörfylgi þitt fyrir næsta prófkjör að þá velurðu það að vera ekki í alþjóðastarfi, það mun aðeins taka athygli þína frá verkum sem fá athygli á Íslandi og er þar af leiðandi ekki gott fyrir þinn pólitíska frama,“ segir viðmælandi Vilborgar. Kjósendur á landsbyggðinni séu neikvæðari gagnvart alþjóðastarfinu en þeir sem kjósa á höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðarkjósendur vilja frekar að þingmennirnir sínir einbeiti sér alfarið að málefnum kjördæmisins í stað þess að taka þátt í alþjóðastarfi. Þingmennirnir sjá því engan pólitískan ávinning af því að taka þátt í starfinu og segja það hafa neikvæð áhrif á pólitískan frama. Viðmælendurnir bentu einnig á lítinn áhuga fjölmiðla á starfinu. „Umfjöllun og þekking á utanríkismálum skortir því miður dýpt á Íslandi,“ segir viðmælandi. Þarf að endurskoða starfið Flestir viðmælendur Vilborgar voru sammála um að endurskoða þyrfti alþjóðastarf Alþingis. Nú eru átta alþjóðanefndir starfandi en voru flestir sammála um að stofna þurfi eins konar yfiralþjóðanefnd sem yfir alþjóðastarfinu. „Einhver veginn getur maður tekið undir að sumir fundir eru algjör óþarfi, þú veist, maður hefur farið út og heyrðu ég fékk ekkert út úr þessum fundi,“ segir viðmælandi Vilborgar. Önnur lykilatriði væru aukið samstarf á milli löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins ásamt aukins samstarfs milli alþjóðanefnda og fastanefnda. Vilborg kynnti doktorsverkefnið á ráðstefnunni Þjóðarspegilinn. Yfirskrift erindisins var „Þú ert alltaf í fríi í útlöndum í staðinn fyrir að vera heima að vinna.“
Vísindi Alþingi Utanríkismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira