Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2024 12:02 Mótmælendur veifa georgíska fánanum á mótmælum gegn kosningaúrslitunum í Tblisi. AP/Zurab Tsertsvadze Rannsóknafyrirtæki sem gerði útgönguspá fyrir þingkosningarnar í Georgíu um síðustu helgi segir opinber úrslit sem voru gefin út „tölfræðilega ómöguleg“. Stjórnarandstaðan hvetur til frekari mótmæla gegn kosningaúrslitanna. Georgíski draumurinn, sitjandi stjórnarflokkur Georgíu, var sagður hafa hlotið 54 prósent atkvæða í þingkosningunum þrátt fyrir að útgönguspár bentu til sigurs stjórnarandstöðunnar. Þrír stjórnarandstöðuflokkar og forseti landsins hafa síðan fullyrt að úrslitunum hafi verið hagrætt. Alþjóðalega rannsóknafyrirtækið HarrisX sem gerði útgönguspá fyrir kosningarnar fyrir sjónvarpsstöð stjórnarandstöðunnar segist hafa fundið misræmi í opinberum niðurstöðum þeirra sem eigi sér ekki tölfræðilegar skýringar og gæti bent til kosningasvindls, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Misræmið náði til um átta prósent atkvæða í kosningunum, hátt á annað hundruð þúsunda í að minnsta kosti 27 kjördæmum. Eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) greindu frá því að borið hefði á ýmis konar ógnunum, mútum og fölsuðum atkvæðum í kosningunum. Vestræn ríki hafa krafist þess að ásakanirnar verði rannsakaðar til hlítar. Ríkissaksóknari Georgíu sagðist í vikunni ætla að rannsaka málið. Stjórnarandstöðuflokkarnir þrír hafa boðað til frekari mótmæla á mánudagskvöld. Tíð mótmæli hafa orðið í Georgíu á þessu ári. Fjöldamótmæli voru haldin í fleiri vikur fyrr á þessu ári gegn lögum sem Georgíski draumurinn kom á endanum í gegn um fjölmiðla og frjáls félagasamtök. Lögin eru mjög í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að þagga niður í andófsröddum með því að skilgreina fjölmiðla og samtök sem útsendrara erlendra ríkja. Kosningunum um síðustu helgi hafði verið stillt upp sem baráttu um framtíð Georgíu og hvort hún halli sér frekar til austurs eða vesturs. Stjórnarandstaðan segir Georgíska drauminn vilja leita aftur í faðm Rússlands á sama tíma og landið hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Umsóknin var fryst eftir að georgíska þingið samþykkti rússnesku lögin svonefndu. Georgía Evrópusambandið Rússland Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Georgíski draumurinn, sitjandi stjórnarflokkur Georgíu, var sagður hafa hlotið 54 prósent atkvæða í þingkosningunum þrátt fyrir að útgönguspár bentu til sigurs stjórnarandstöðunnar. Þrír stjórnarandstöðuflokkar og forseti landsins hafa síðan fullyrt að úrslitunum hafi verið hagrætt. Alþjóðalega rannsóknafyrirtækið HarrisX sem gerði útgönguspá fyrir kosningarnar fyrir sjónvarpsstöð stjórnarandstöðunnar segist hafa fundið misræmi í opinberum niðurstöðum þeirra sem eigi sér ekki tölfræðilegar skýringar og gæti bent til kosningasvindls, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Misræmið náði til um átta prósent atkvæða í kosningunum, hátt á annað hundruð þúsunda í að minnsta kosti 27 kjördæmum. Eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) greindu frá því að borið hefði á ýmis konar ógnunum, mútum og fölsuðum atkvæðum í kosningunum. Vestræn ríki hafa krafist þess að ásakanirnar verði rannsakaðar til hlítar. Ríkissaksóknari Georgíu sagðist í vikunni ætla að rannsaka málið. Stjórnarandstöðuflokkarnir þrír hafa boðað til frekari mótmæla á mánudagskvöld. Tíð mótmæli hafa orðið í Georgíu á þessu ári. Fjöldamótmæli voru haldin í fleiri vikur fyrr á þessu ári gegn lögum sem Georgíski draumurinn kom á endanum í gegn um fjölmiðla og frjáls félagasamtök. Lögin eru mjög í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að þagga niður í andófsröddum með því að skilgreina fjölmiðla og samtök sem útsendrara erlendra ríkja. Kosningunum um síðustu helgi hafði verið stillt upp sem baráttu um framtíð Georgíu og hvort hún halli sér frekar til austurs eða vesturs. Stjórnarandstaðan segir Georgíska drauminn vilja leita aftur í faðm Rússlands á sama tíma og landið hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Umsóknin var fryst eftir að georgíska þingið samþykkti rússnesku lögin svonefndu.
Georgía Evrópusambandið Rússland Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira