Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson og Rósa Líf Darradóttir skrifa 1. nóvember 2024 13:17 Svín eru með greindustu dýrum og sýnt hefur verið fram á að þau hafi vitsmuni á við þriggja ára börn og eru greindari en hundar. Þau er mannelsk og leikglöð. Í vísindalegri samantekt Lori Marino og Christina Colvin “Thinking Pigs: A Comperative Review of Cognition, Emotion and Personality in Sus domesticus” kemur fram að svín búa yfir eiginleikum sem sýna fram á mikla og flókna vitsmunagreind. Svín þekkja spegilmynd sína, geta leyst þrautir og nýtt sér spegla til að finna hluti. Þau eru mjög minnug og fljót að læra. Hægt er að kenna svínum tákn og þýðingu þeirra í ákveðnu samhengi. Þau eru félagsverur með mismunandi persónuleika og viðhalda félagslegum virðingaröðum innan hópa. Svín mynda tengsl, sýna samkennd og spegla tilfinningar annarra svína í góðum eða slæmum aðstæðum. Svín eru afar hreinlát þrátt fyrir algengan misskilning um hið gagnstæða. Misskilningur þessi byggir á þeim hræðilegu aðstæðum sem svínum er boðið í matvælaiðnaði. Þeim er haldið í þröngum stíum, sumum hverjum svo þröngum að þau geta ekki snúið sér við. Svín eru látin dúsa í úrgangi sínum og fá aldrei að fara út. Þegar þau eiga þess kost þá gera þau þarfir sínar fjarri vistarverum sínum. Halar grísa eru klipptir án deyfingar í verksmiðjubúum landsins. Halaklipping er sársaukafull limlesting þar sem bein eru klippt af dýrinu. Þetta er gert þvert á reglugerð um velferð svína sem hefur verið í gildi hér á landi síðan 2015. Matvælastofnun fer með eftirlit um velferð dýra í landinu hefur því miður ekki tryggt að svínaframleiðendur fari eftir fyrrnefndri reglugerð, ár eftir ár. Tennur grísa eru líka klipptar. Þessar sársaukafullu aðgerðir eru framkvæmdar kerfisbundið í matvælaiðnaði. Svín eru síðan kæfð til meðvitundarleysis í gasklefa áður en að þeim er slátrað. Við hvetjum fólk til að huga að því hvers konar framleiðslu það styður þegar valið er ofan í matarkörfuna.Einhverjum kann að þykja þetta frekleg afskipti af jólahefðum fjölskyldunnar. Það er ekki ætlunin heldur vekja fólk til umhugsunar um meðferð dýra og benda á að kaup á hamborgarahrygg er stuðningur við hræðilega meðferð svína. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum þessi jól. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú þriðja árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki svínakjöt í jólamatinn. Í nóvember og desember er áætlunin að fjalla um svín, fræða fólk um þessi dásamlegu dýr og eiginleikana sem þau búa yfir. Við viljum einnig vekja athygli á slæmum aðbúnaði þeirra. Fylgist með á Instagram, Facebook og Tiktok aðgangi samtakanna á @dyravelferd. Öll dýr eiga skilið líf sem er þessi virði að lifa! Höfundar eru Darri Gunnarsson, verkfræðingur og félagi í Samtökum um dýravelferð á Íslandi, og Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Svín eru með greindustu dýrum og sýnt hefur verið fram á að þau hafi vitsmuni á við þriggja ára börn og eru greindari en hundar. Þau er mannelsk og leikglöð. Í vísindalegri samantekt Lori Marino og Christina Colvin “Thinking Pigs: A Comperative Review of Cognition, Emotion and Personality in Sus domesticus” kemur fram að svín búa yfir eiginleikum sem sýna fram á mikla og flókna vitsmunagreind. Svín þekkja spegilmynd sína, geta leyst þrautir og nýtt sér spegla til að finna hluti. Þau eru mjög minnug og fljót að læra. Hægt er að kenna svínum tákn og þýðingu þeirra í ákveðnu samhengi. Þau eru félagsverur með mismunandi persónuleika og viðhalda félagslegum virðingaröðum innan hópa. Svín mynda tengsl, sýna samkennd og spegla tilfinningar annarra svína í góðum eða slæmum aðstæðum. Svín eru afar hreinlát þrátt fyrir algengan misskilning um hið gagnstæða. Misskilningur þessi byggir á þeim hræðilegu aðstæðum sem svínum er boðið í matvælaiðnaði. Þeim er haldið í þröngum stíum, sumum hverjum svo þröngum að þau geta ekki snúið sér við. Svín eru látin dúsa í úrgangi sínum og fá aldrei að fara út. Þegar þau eiga þess kost þá gera þau þarfir sínar fjarri vistarverum sínum. Halar grísa eru klipptir án deyfingar í verksmiðjubúum landsins. Halaklipping er sársaukafull limlesting þar sem bein eru klippt af dýrinu. Þetta er gert þvert á reglugerð um velferð svína sem hefur verið í gildi hér á landi síðan 2015. Matvælastofnun fer með eftirlit um velferð dýra í landinu hefur því miður ekki tryggt að svínaframleiðendur fari eftir fyrrnefndri reglugerð, ár eftir ár. Tennur grísa eru líka klipptar. Þessar sársaukafullu aðgerðir eru framkvæmdar kerfisbundið í matvælaiðnaði. Svín eru síðan kæfð til meðvitundarleysis í gasklefa áður en að þeim er slátrað. Við hvetjum fólk til að huga að því hvers konar framleiðslu það styður þegar valið er ofan í matarkörfuna.Einhverjum kann að þykja þetta frekleg afskipti af jólahefðum fjölskyldunnar. Það er ekki ætlunin heldur vekja fólk til umhugsunar um meðferð dýra og benda á að kaup á hamborgarahrygg er stuðningur við hræðilega meðferð svína. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum þessi jól. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú þriðja árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki svínakjöt í jólamatinn. Í nóvember og desember er áætlunin að fjalla um svín, fræða fólk um þessi dásamlegu dýr og eiginleikana sem þau búa yfir. Við viljum einnig vekja athygli á slæmum aðbúnaði þeirra. Fylgist með á Instagram, Facebook og Tiktok aðgangi samtakanna á @dyravelferd. Öll dýr eiga skilið líf sem er þessi virði að lifa! Höfundar eru Darri Gunnarsson, verkfræðingur og félagi í Samtökum um dýravelferð á Íslandi, og Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun