Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 1. nóvember 2024 13:45 Opinber umfjöllun um kennarastarfið einkennist þessa dagana mest af sleggjudómum og fáfræði. Svo virðist sem stjórnmálamenn telji það sér til tekna að tala niður störf kennara og fólkið sem gegnir þeim. Verklaust fólk sem gerir kröfu um milljón krónur á mánuði! Kennarar hafa að sjálfsögðu svarað fyrir sig í fjölmiðlum en það er dapurlegt að verða svona rækilega vör við virðingarleysið sem grasserar í garð kennarastéttanna, allt frá leikskóla upp í framhaldsskóla. Eitt af því sem KÍ hefur bent á er krafan um jöfnun launa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins en þá er miðað við sambærileg kjör háskólamenntaðs fólks á almenna vinnumarkaðnum. Sú krafa byggir á samkomulagi um lífeyriskerfi opinberra starfsmanna frá árinu 2016. Það gerðu fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkisins, Sambandið fyrir hönd sveitarfélaganna, BSRB, BHM og Kennarasambandið. Með samkomulagi voru lífeyriskjör jöfnuð á milli markaða en ríki og sveitarfélög skuldbundu sig til að jafna launamuninn á milli þessara sömu markaða. Það hefur enn ekki verið gert átta árum síðar. Góð vinkona mín, sem er grunnskólakennari með 35 ára starfsreynslu, deildi launaseðlinum sínum með mér á dögunum. Hún er umsjónarkennari í 1. bekk grunnskóla. Heildarlaun hennar fyrir fulla vinnu eru 758.048 krónur á mánuði. Hvorki meira né minna. Strípað þingfararkaup er 1.459.841 króna á mánuði. Ég leyfi lesendum að leggja mat á það hvor okkar sé verðugri launanna. Sem þingkona og fyrrverandi forystukona bandalags stéttarfélaga geri ég mér fulla grein fyrir því að launahækkanir eru sjaldnast teknar í stórum stökkum en aðilar vinnumarkaðarins og viðsemjendur kennara geta ekki hunsað kröfur kennara um jöfnun launa á milli markaða. Þeim þarf að svara og þær þarf að ræða við samningsborðið. Í þetta sinn búa opinberir starfsmenn meira að segja svo vel að félagar þeirra innan ASÍ sýn kröfunum skilning og stuðning. Það veit á gott, því að aðilar vinnumarkaðarins geta, ef þeir vilja, verið samtaka um að bæta laun og kjör kennara á Íslandi. Höfundur situr á þingi fyrir Samfylkinguna – jafnaðarflokk Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Opinber umfjöllun um kennarastarfið einkennist þessa dagana mest af sleggjudómum og fáfræði. Svo virðist sem stjórnmálamenn telji það sér til tekna að tala niður störf kennara og fólkið sem gegnir þeim. Verklaust fólk sem gerir kröfu um milljón krónur á mánuði! Kennarar hafa að sjálfsögðu svarað fyrir sig í fjölmiðlum en það er dapurlegt að verða svona rækilega vör við virðingarleysið sem grasserar í garð kennarastéttanna, allt frá leikskóla upp í framhaldsskóla. Eitt af því sem KÍ hefur bent á er krafan um jöfnun launa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins en þá er miðað við sambærileg kjör háskólamenntaðs fólks á almenna vinnumarkaðnum. Sú krafa byggir á samkomulagi um lífeyriskerfi opinberra starfsmanna frá árinu 2016. Það gerðu fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkisins, Sambandið fyrir hönd sveitarfélaganna, BSRB, BHM og Kennarasambandið. Með samkomulagi voru lífeyriskjör jöfnuð á milli markaða en ríki og sveitarfélög skuldbundu sig til að jafna launamuninn á milli þessara sömu markaða. Það hefur enn ekki verið gert átta árum síðar. Góð vinkona mín, sem er grunnskólakennari með 35 ára starfsreynslu, deildi launaseðlinum sínum með mér á dögunum. Hún er umsjónarkennari í 1. bekk grunnskóla. Heildarlaun hennar fyrir fulla vinnu eru 758.048 krónur á mánuði. Hvorki meira né minna. Strípað þingfararkaup er 1.459.841 króna á mánuði. Ég leyfi lesendum að leggja mat á það hvor okkar sé verðugri launanna. Sem þingkona og fyrrverandi forystukona bandalags stéttarfélaga geri ég mér fulla grein fyrir því að launahækkanir eru sjaldnast teknar í stórum stökkum en aðilar vinnumarkaðarins og viðsemjendur kennara geta ekki hunsað kröfur kennara um jöfnun launa á milli markaða. Þeim þarf að svara og þær þarf að ræða við samningsborðið. Í þetta sinn búa opinberir starfsmenn meira að segja svo vel að félagar þeirra innan ASÍ sýn kröfunum skilning og stuðning. Það veit á gott, því að aðilar vinnumarkaðarins geta, ef þeir vilja, verið samtaka um að bæta laun og kjör kennara á Íslandi. Höfundur situr á þingi fyrir Samfylkinguna – jafnaðarflokk Íslands.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun