Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar 1. nóvember 2024 20:30 Ég vil taka það fram strax í upphafi að ég skrifa þessa grein sem áhugamaður en ekki fjármálasérfræðingur. Þetta er ekki fjármálaráðgjöf. Áður en við vindum okkur í svarið við spurningunni þá þurfum við fyrst að átta okkur á því hvað veldislögmál (“power law”) er. Veldislögmál Veldislögmál í eðlisfræði segir til um ólínulegtengsl tveggja breyta þar sem önnur breytan breytist í veldisvísi af hinni. Með öðrum orðum þá lýsir það hlutfallslegu samhengi breytanna, þ.e. hvernig þær skalast með tilliti til hvor annarrar. Veldislögmál hafa fundist víða, sem dæmi í náttúrunni sem og netkerfum (“networks”). Veldislögmál myndast vegna einhverra ákveðinna undirliggjandi þátta svo þegar slíkt finnst á milli tveggja breyta er það ólíklega tilviljun, sérstaklega ef það hefur verið til staðar yfir margar stærðargráður (“orders of magnitude”). Dæmi um veldislögmál Dæmi um veldislögmál eru tengslin á milli stærðar borgar og fjölda bensínstöðva í henni. Ef gefin er stærð á einhverri ákveðinni borg er hægt með aðstoð lögmálsins að áætla hversu margar bensínstöðvar eru í borginni. Tengslin lýsa sér þannig að ef stærð borgar tvöfaldast þá aukast bensínstöðvar hennar um c.a. 80%. Þessi tengsl eru þau sömu í borgum um allan heim, óháð stærð þeirra. Þetta er mjög merkilegt því það er ekki eins og byggingafulltrúar víðsvegar um heiminn endilega viti af þessu lögmáli og til þess að fylgja því, auki bensínstöðvar meðvitað um 80% þegar stærð borgar tvöfaldast. Veldislögmálið er einfaldlega sjálfsprottið vegna einhverra undirliggjandi ferla og virðist það ná að fanga það hvernig flókið kerfi líkt og borg skipuleggur sjálft sig. Annað dæmi um veldislögmál er þriðja lögmál Keplers sem lýsir tengslunum á milli fjarlægð reikistjarna frá sólu í sólkerfinu okkar og tímans sem það tekur þær að fara hringinn í kringum sólina. Tengslin lýsa sér þannig að þegar fjarlægð reikistjörnu frá sólu tvöfaldast, þá tæplega þrefaldast tíminn sem það tekur hana að fara einn hring í kringum hana. Þetta veldislögmál kemur af náttúrunnar hendi. Enn eitt dæmið og það sem tengist Bitcoin hvað mest er veldislögmál sem lýsir vexti internetsins. Tengslin eru á milli fjölda ára frá upphafi internetsins og fjölda notenda þess. Þeim má lýsa þannig að þegar fjöldi ára frá upphafi tvöfaldast, þá c.a. 24 faldast fjöldi notenda. Þar sem veldislögmál er til staðar fyrir vöxt internetsins ætti það svosem ekki að koma á óvart að það sé einnig til staðar fyrir vöxt Bitcoin, þar sem internetið og Bitcoin eru að mörgu leyti svipuð netkerfi. Internetið er netkerfi fyrir óhindrað flæði upplýsinga, á meðan Bitcoin er netkerfi fyrir óhindrað flæði verðgildis (“value”). Veldislögmál Bitcoin Hvað Bitcoin varðar er semsagt að finna veldislögmál á milli tímans frá upphafi (í dögum) og verðsins. Það virðist vera til staðar sökum tveggja annarra undirliggjandi notkunar (“adoption”) veldislögmála sem við skulum fyrst skoða aðeins nánar. Fyrra veldislögmálið er á milli tímans frá upphafi Bitcoin og fjölda Bitcoin addressa (svipar til bankareikninga) í kerfinu. Tengslunum má lýsa þannig að þegar tíminn frá upphafi tvöfaldast, þá c.a. áttfaldast fjöldi Bitcoin addressa. Nákvæm orsök fyrir þessu veldislögmáli er óljós, en merkilegt er þó að veirusýkingar á borð við t.d. HIV og Ebólu hafa dreifst með svipuðu veldislögmáli. Bitcoin notendur líkja Bitcoin gjarnan við ákveðinn “mind virus”, sem er kannski ekki svo fjarri lagi eftir allt saman. Seinna veldislögmálið er á milli fjölda Bitcoin addressa og Bitcoin verðsins. Tengslunum má lýsa þannig að þegar fjöldi addressa tvöfaldast, þá c.a. fjórfaldast verðið. Þetta þekkist sem “Metcalfe’s Law”, sem segir einmitt að virði netkerfis sé í hlutfallslegu samhengi við fjölda notenda þess í öðru veldi. Tökum nú þessi tvö notkunar veldislögmál saman: Þegar tíminn frá upphafi tvöfaldast þá áttfaldast fjöldi addressa, og þegar fjöldi addressa áttfaldast þá 8*8 = 64 faldast verðið. Með öðrum orðum þá fáum við veldislögmál á milli tímans frá upphafi Bitcoin og Bitcoin verðsins þar sem tengslunum má lýsa þannig að þegar tíminn frá upphafi tvöfaldast þá c.a. 64 faldast verðið. Þar sem Bitcoin kerfið er núna 15 ára þá þýðir það sem dæmi að ef þú kaupir Bitcoin í dag og ef Bitcoin verðið heldur áfram að fylgja þessu lögmáli, þá ættirðu að c.a. 64 falda peninginn þinn næstu 15 árin. Frá upphafi Bitcoin hefur verðið fylgt þessu veldislögmáli með mjög hárri 95% fylgni. Hvenær nær Bitcoin $1.000.000? Nú getum við þá loksins svarað upphaflegu spurningunni. Ef verðið á Bitcoin heldur áfram að fylgja þessu veldislögmáli, þá verður það komið í $1.000.000 árið 2032. Þó það séu enn mögulega miklar verðhækkanir framundan þá sjáum við samt einnig út frá þessu veldislögmáli að það er að hægjast á hækkununum. Sem dæmi tekur það talsvert lengri tíma í dag fyrir verðið að tvöfaldast heldur en það gerði fyrir 10 árum síðan. Þetta er lógískt þar sem markaðurinn fer stækkandi og það þarf alltaf sífellt meira fjármagn til þess að hreyfa við honum. Hin hliðin á peningnum er sú að sveiflurnar fara minnkandi. Því stærri sem markaðurinn verður, því stöðugri og öruggari verður hann. Náttúruafl Að lokum vil ég nefna að enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér, en á sama tíma vil ég leggja áherslu á hversu mikið stórmál þetta veldislögmál er. Þetta útskýrir vöxt Bitcoin síðan verðið var minna en $0.001 svo það hefur gert það í gegnum c.a. átta stærðargráður (“orders of magnitude”), sem setur líkurnar á því að þetta sé tilviljun nálægt núlli. $1.000.000 er svo sem dæmi bara c.a. ein stærðargráða í viðbót frá núverandi verði. Ég vil einnig benda á að þetta veldislögmál var uppgötvað árið 2018 svo síðustu sex ár hefur Bitcoin haldið áfram að fylgja því með ótrúlegri nákvæmni, líkt og eins konar náttúruafl. Höfundur er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rafmyntir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vil taka það fram strax í upphafi að ég skrifa þessa grein sem áhugamaður en ekki fjármálasérfræðingur. Þetta er ekki fjármálaráðgjöf. Áður en við vindum okkur í svarið við spurningunni þá þurfum við fyrst að átta okkur á því hvað veldislögmál (“power law”) er. Veldislögmál Veldislögmál í eðlisfræði segir til um ólínulegtengsl tveggja breyta þar sem önnur breytan breytist í veldisvísi af hinni. Með öðrum orðum þá lýsir það hlutfallslegu samhengi breytanna, þ.e. hvernig þær skalast með tilliti til hvor annarrar. Veldislögmál hafa fundist víða, sem dæmi í náttúrunni sem og netkerfum (“networks”). Veldislögmál myndast vegna einhverra ákveðinna undirliggjandi þátta svo þegar slíkt finnst á milli tveggja breyta er það ólíklega tilviljun, sérstaklega ef það hefur verið til staðar yfir margar stærðargráður (“orders of magnitude”). Dæmi um veldislögmál Dæmi um veldislögmál eru tengslin á milli stærðar borgar og fjölda bensínstöðva í henni. Ef gefin er stærð á einhverri ákveðinni borg er hægt með aðstoð lögmálsins að áætla hversu margar bensínstöðvar eru í borginni. Tengslin lýsa sér þannig að ef stærð borgar tvöfaldast þá aukast bensínstöðvar hennar um c.a. 80%. Þessi tengsl eru þau sömu í borgum um allan heim, óháð stærð þeirra. Þetta er mjög merkilegt því það er ekki eins og byggingafulltrúar víðsvegar um heiminn endilega viti af þessu lögmáli og til þess að fylgja því, auki bensínstöðvar meðvitað um 80% þegar stærð borgar tvöfaldast. Veldislögmálið er einfaldlega sjálfsprottið vegna einhverra undirliggjandi ferla og virðist það ná að fanga það hvernig flókið kerfi líkt og borg skipuleggur sjálft sig. Annað dæmi um veldislögmál er þriðja lögmál Keplers sem lýsir tengslunum á milli fjarlægð reikistjarna frá sólu í sólkerfinu okkar og tímans sem það tekur þær að fara hringinn í kringum sólina. Tengslin lýsa sér þannig að þegar fjarlægð reikistjörnu frá sólu tvöfaldast, þá tæplega þrefaldast tíminn sem það tekur hana að fara einn hring í kringum hana. Þetta veldislögmál kemur af náttúrunnar hendi. Enn eitt dæmið og það sem tengist Bitcoin hvað mest er veldislögmál sem lýsir vexti internetsins. Tengslin eru á milli fjölda ára frá upphafi internetsins og fjölda notenda þess. Þeim má lýsa þannig að þegar fjöldi ára frá upphafi tvöfaldast, þá c.a. 24 faldast fjöldi notenda. Þar sem veldislögmál er til staðar fyrir vöxt internetsins ætti það svosem ekki að koma á óvart að það sé einnig til staðar fyrir vöxt Bitcoin, þar sem internetið og Bitcoin eru að mörgu leyti svipuð netkerfi. Internetið er netkerfi fyrir óhindrað flæði upplýsinga, á meðan Bitcoin er netkerfi fyrir óhindrað flæði verðgildis (“value”). Veldislögmál Bitcoin Hvað Bitcoin varðar er semsagt að finna veldislögmál á milli tímans frá upphafi (í dögum) og verðsins. Það virðist vera til staðar sökum tveggja annarra undirliggjandi notkunar (“adoption”) veldislögmála sem við skulum fyrst skoða aðeins nánar. Fyrra veldislögmálið er á milli tímans frá upphafi Bitcoin og fjölda Bitcoin addressa (svipar til bankareikninga) í kerfinu. Tengslunum má lýsa þannig að þegar tíminn frá upphafi tvöfaldast, þá c.a. áttfaldast fjöldi Bitcoin addressa. Nákvæm orsök fyrir þessu veldislögmáli er óljós, en merkilegt er þó að veirusýkingar á borð við t.d. HIV og Ebólu hafa dreifst með svipuðu veldislögmáli. Bitcoin notendur líkja Bitcoin gjarnan við ákveðinn “mind virus”, sem er kannski ekki svo fjarri lagi eftir allt saman. Seinna veldislögmálið er á milli fjölda Bitcoin addressa og Bitcoin verðsins. Tengslunum má lýsa þannig að þegar fjöldi addressa tvöfaldast, þá c.a. fjórfaldast verðið. Þetta þekkist sem “Metcalfe’s Law”, sem segir einmitt að virði netkerfis sé í hlutfallslegu samhengi við fjölda notenda þess í öðru veldi. Tökum nú þessi tvö notkunar veldislögmál saman: Þegar tíminn frá upphafi tvöfaldast þá áttfaldast fjöldi addressa, og þegar fjöldi addressa áttfaldast þá 8*8 = 64 faldast verðið. Með öðrum orðum þá fáum við veldislögmál á milli tímans frá upphafi Bitcoin og Bitcoin verðsins þar sem tengslunum má lýsa þannig að þegar tíminn frá upphafi tvöfaldast þá c.a. 64 faldast verðið. Þar sem Bitcoin kerfið er núna 15 ára þá þýðir það sem dæmi að ef þú kaupir Bitcoin í dag og ef Bitcoin verðið heldur áfram að fylgja þessu lögmáli, þá ættirðu að c.a. 64 falda peninginn þinn næstu 15 árin. Frá upphafi Bitcoin hefur verðið fylgt þessu veldislögmáli með mjög hárri 95% fylgni. Hvenær nær Bitcoin $1.000.000? Nú getum við þá loksins svarað upphaflegu spurningunni. Ef verðið á Bitcoin heldur áfram að fylgja þessu veldislögmáli, þá verður það komið í $1.000.000 árið 2032. Þó það séu enn mögulega miklar verðhækkanir framundan þá sjáum við samt einnig út frá þessu veldislögmáli að það er að hægjast á hækkununum. Sem dæmi tekur það talsvert lengri tíma í dag fyrir verðið að tvöfaldast heldur en það gerði fyrir 10 árum síðan. Þetta er lógískt þar sem markaðurinn fer stækkandi og það þarf alltaf sífellt meira fjármagn til þess að hreyfa við honum. Hin hliðin á peningnum er sú að sveiflurnar fara minnkandi. Því stærri sem markaðurinn verður, því stöðugri og öruggari verður hann. Náttúruafl Að lokum vil ég nefna að enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér, en á sama tíma vil ég leggja áherslu á hversu mikið stórmál þetta veldislögmál er. Þetta útskýrir vöxt Bitcoin síðan verðið var minna en $0.001 svo það hefur gert það í gegnum c.a. átta stærðargráður (“orders of magnitude”), sem setur líkurnar á því að þetta sé tilviljun nálægt núlli. $1.000.000 er svo sem dæmi bara c.a. ein stærðargráða í viðbót frá núverandi verði. Ég vil einnig benda á að þetta veldislögmál var uppgötvað árið 2018 svo síðustu sex ár hefur Bitcoin haldið áfram að fylgja því með ótrúlegri nákvæmni, líkt og eins konar náttúruafl. Höfundur er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun