„Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 19:23 Allir framboðslistar Sósíalistaflokksins voru samþykktir í öllum kjördæmum. Vilhelm/Golli Skrifstofustjóri Sósíalistaflokksins segir að frambjóðendurnir þrír sem fengu framboð sín á lista flokksins ógild hafi lagt sig alla fram við að skila inn staðfestingu á samþykki með lögmætum hætti. Knappur tími og tæknileg vandræði hafi valdið því að samþykki þeirra fékkst ekki staðfest. Framboð þriggja á listum Sósíalistaflokksins voru gerð ógild af Landskjörstjórn vegna þess að samþykki þeirra uppfyllti ekki skilyrði kosningalaga um að vera undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift. Þetta kom fram í úrskurði Landskjörstjórnar sem var kynntur í dag. Sara Stef. Hildardóttir er skrifstofustjóri Sósíalistaflokksins og situr í kosningastjórn flokksins. Hún segir í samtali við fréttastofu að frambjóðendurnir þrír hafi samþykkt að vera á listum flokksins en vegna knapps tímaramma hafi ekki verið hægt að skila inn handskrifuðum undirskriftum. Þá hafi tæknileg vandræði valdið því að ekki gekk upp að skila inn samþykki með rafrænum skilríkjum. Frambjóðendurnir hafi lagt sig alla fram við að staðfesta samþykki sitt en þær aðferðir hafi ekki verið teknar gildar. „Það sem gerðist er dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi, þrátt fyrir að þau geta verið mjög hagræðandi og hentug,“ segir Sara í samtali við fréttastofu. Tímaramminn hafi verið þannig að rafræn skilríki reyndust útilokandi. „Það var það sem vann gegn þeim,“ segir Sara. Frambjóðendurnir þrír sem um ræðir eru hin 63 ára Hildur Vera Sæmundsdóttir sem er sjálfstætt starfandi og sat í 15. sæti í Suðurkjördæmi, hinn 65 ára Stefán Helgi Helgason sem er öryrki og sat í 17. sæti í sama kjördæmi og loks Guðjón Gauti Arnþórsson Jensen, læknir og ellilífeyrisþegi, sem sat í 27. sæti í Suðvesturkjördæmi. Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Framboð þriggja á listum Sósíalistaflokksins voru gerð ógild af Landskjörstjórn vegna þess að samþykki þeirra uppfyllti ekki skilyrði kosningalaga um að vera undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift. Þetta kom fram í úrskurði Landskjörstjórnar sem var kynntur í dag. Sara Stef. Hildardóttir er skrifstofustjóri Sósíalistaflokksins og situr í kosningastjórn flokksins. Hún segir í samtali við fréttastofu að frambjóðendurnir þrír hafi samþykkt að vera á listum flokksins en vegna knapps tímaramma hafi ekki verið hægt að skila inn handskrifuðum undirskriftum. Þá hafi tæknileg vandræði valdið því að ekki gekk upp að skila inn samþykki með rafrænum skilríkjum. Frambjóðendurnir hafi lagt sig alla fram við að staðfesta samþykki sitt en þær aðferðir hafi ekki verið teknar gildar. „Það sem gerðist er dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi, þrátt fyrir að þau geta verið mjög hagræðandi og hentug,“ segir Sara í samtali við fréttastofu. Tímaramminn hafi verið þannig að rafræn skilríki reyndust útilokandi. „Það var það sem vann gegn þeim,“ segir Sara. Frambjóðendurnir þrír sem um ræðir eru hin 63 ára Hildur Vera Sæmundsdóttir sem er sjálfstætt starfandi og sat í 15. sæti í Suðurkjördæmi, hinn 65 ára Stefán Helgi Helgason sem er öryrki og sat í 17. sæti í sama kjördæmi og loks Guðjón Gauti Arnþórsson Jensen, læknir og ellilífeyrisþegi, sem sat í 27. sæti í Suðvesturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira