Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2024 20:21 Logi Tómasson í leik með Strömsgodset. godset.no Fjöldi Íslendinga var á ferðinni í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Titilbaráttan er hnífjöfn nú þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu. Logi Tómasson var að vanda í liði Strömsgodset sem varð að sætta sig við dramatískt 1-0 tap gegn Rosenborg á útivelli, í lokaleik dagsins. Sigurmarkið kom á fjórðu mínútu uppbótartíma, þegar fyrirliðinn Erlend Dahl Reitan skoraði. Logi hafði fengið gult spjald fyrir mótmæli þegar skammt var eftir af leiknum og þar með er hann kominn í eins leiks bann vegna uppsafnaðra spjalda, og missir af leik við KFUM um næstu helgi. Strömsgodset er nú með 33 stig í 9. sæti deildarinnar, eftir sex leiki í röð án taps. Rosenborg náði með sigrinum að komast upp fyrir Júlíus Magnússon og félaga í Fredrikstad, í 5. sæti. Júlíus var á sínum stað í liði Fredrikstad sem gerði 1-1 jafntefli við Kristiansund á heimavelli fyrr í dag, og hans lið er sem fyrr efst Íslendingaliðanna í deildinni eða í 6. sæti. Hilmir Rafn Mikaelsson var hins vegar á varamannabekknum hjá Kristiansund sem er í 11. sæti af 16 liðum deildarinnar. Haugesund vann fallslaginn Haugesund, lið Antons Loga Lúðvíkssonar, vann afar dýrmætan 1-0 útisigur gegn Lilleström í svakalegum fallslag. Anton Logi kom þó ekkert við sögu. Haugesund, sem hóf tímabilið undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar, er nú í þriðja neðsta sæti með 27 stig, en liðið sem endar þar fer í umspil við lið úr næstefstu deild, og er stigi á eftir næsta liði, Sandefjord. Lilleström er með 24 stig í næstneðsta sæti. Tvö neðstu liðin falla beint niður um deild. Brynjar Ingi Bjarnason lék svo allan leikinn fyrir HamKam í 3-3 jafntefli við Tromsö á útivelli. HamKam er í þægilegri stöðu í 8. sæti deildarinnar með 33 stig, þremur stigum meira en Tromsö sem er í 12. sæti. Tvö lið jöfn á toppnum Enginn Íslendingur er í allra efstu liðum deildarinnar en þar er baráttan orðin hnífjöfn um meistaratitilinn. BodöGlimt hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu þremur leikjum sínum á meðan að Brann vinnur alla leiki, og nú eru liðin með 55 stig hvort þegar þrjár umferðir eru eftir. Bodö/Glimt er þó með mikið betri markatölu og situr enn á toppnum, þrátt fyrir 3-3 jafnteflið við Molde í dag. Á sama tíma vann Brann 3-0 útisigur gegn botnliði Odd. Norski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Logi Tómasson var að vanda í liði Strömsgodset sem varð að sætta sig við dramatískt 1-0 tap gegn Rosenborg á útivelli, í lokaleik dagsins. Sigurmarkið kom á fjórðu mínútu uppbótartíma, þegar fyrirliðinn Erlend Dahl Reitan skoraði. Logi hafði fengið gult spjald fyrir mótmæli þegar skammt var eftir af leiknum og þar með er hann kominn í eins leiks bann vegna uppsafnaðra spjalda, og missir af leik við KFUM um næstu helgi. Strömsgodset er nú með 33 stig í 9. sæti deildarinnar, eftir sex leiki í röð án taps. Rosenborg náði með sigrinum að komast upp fyrir Júlíus Magnússon og félaga í Fredrikstad, í 5. sæti. Júlíus var á sínum stað í liði Fredrikstad sem gerði 1-1 jafntefli við Kristiansund á heimavelli fyrr í dag, og hans lið er sem fyrr efst Íslendingaliðanna í deildinni eða í 6. sæti. Hilmir Rafn Mikaelsson var hins vegar á varamannabekknum hjá Kristiansund sem er í 11. sæti af 16 liðum deildarinnar. Haugesund vann fallslaginn Haugesund, lið Antons Loga Lúðvíkssonar, vann afar dýrmætan 1-0 útisigur gegn Lilleström í svakalegum fallslag. Anton Logi kom þó ekkert við sögu. Haugesund, sem hóf tímabilið undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar, er nú í þriðja neðsta sæti með 27 stig, en liðið sem endar þar fer í umspil við lið úr næstefstu deild, og er stigi á eftir næsta liði, Sandefjord. Lilleström er með 24 stig í næstneðsta sæti. Tvö neðstu liðin falla beint niður um deild. Brynjar Ingi Bjarnason lék svo allan leikinn fyrir HamKam í 3-3 jafntefli við Tromsö á útivelli. HamKam er í þægilegri stöðu í 8. sæti deildarinnar með 33 stig, þremur stigum meira en Tromsö sem er í 12. sæti. Tvö lið jöfn á toppnum Enginn Íslendingur er í allra efstu liðum deildarinnar en þar er baráttan orðin hnífjöfn um meistaratitilinn. BodöGlimt hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu þremur leikjum sínum á meðan að Brann vinnur alla leiki, og nú eru liðin með 55 stig hvort þegar þrjár umferðir eru eftir. Bodö/Glimt er þó með mikið betri markatölu og situr enn á toppnum, þrátt fyrir 3-3 jafnteflið við Molde í dag. Á sama tíma vann Brann 3-0 útisigur gegn botnliði Odd.
Norski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira