Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar 4. nóvember 2024 07:47 Örugg og öflug heilbrigðisþjónusta er grundvallaforsenda fyrir sjálfbærni hinna dreifðu byggða um land allt. Það er jafnframt réttur allra íbúa landsins að hafa heilsugæslu í nærumhverfi sínu enda er það sjálfsagður liður í byggðaþróun. Árið 2018 var lögð fram skýrsla Ríkisendurskoðunar um Heilsugæslu á landsbyggðinni í kjölfar stjórnsýsluúttektar stofnunarinnar. Í niðurstöðum skýrslunnar kom m.a. fram að grípa verði til markvissra aðgerða til að bregðast við læknaskorti á landsbyggðinni en einnig mikilvægi þess að gengið væri sem fyrst frá heildstæðri heilbrigðisstefnu þar sem þjónusta heilsugæslustöðva á landsbyggðinni yrði skilgreind. Það er þó staðreynd að gengið hafi brösuglega að tryggja fastráðningu heimilislækna á starfsstöðvum heilbrigðisstofnana víða um land. Þessi mönnunarvandi heilbrigðisþjónustu er ein stærsta áskorun íslensks samfélags. Það er áhugaverð staðreynd sem kom fram í framangreindri skýrslu Ríkisendurskoðunar að rétt rúmlega helmingur stöðugilda heimilislækna á landsbyggðinni er mannaður af fastráðnum læknum en verktakar manna rúmlega fjórðung stöðugilda og um fimmtungur stöðugilda er ekki mannaður. Eins og kom fram í grein sem birtist í Læknablaðinu árið 2022 þá er fyrirséð að á árinu 2032 verði um 32 fastráðnir læknar komnir á eftirlaun, eða um 33% og að ljóst sé að ef ekkert er gert muni staðan á landsbyggðinni versna þar sem endurnýjunin er ekki nægjanleg.[1] Auk þess er ljóst að sífellt fleiri læknar velji að starfa erlendis í stað þess að flytja heim að námi loknu. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að fólk vill geta sótt sem mesta heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð.[2] Mönnunarvanda á Íslandi er svo mætt af ríkisstjórninni með því að draga úr nærþjónustu – fjarheilbrigðisþjónusta er þróuð og heilbrigðisþjónusta flutt í síauknum mæli til höfuðborgarsvæðisins. Flokkur fólksins vill hins vegar tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Úti á landi eru heimilislæknar í dagvinnu á virkum dögum og á gæsluvöktum frá lokum starfsdags til næsta morguns.[3] Þá þurfa þeir gjarnan að mæta til vinnu næsta morgun óháð því hvort þeir hafi þurft að sinna útköllum nóttina áður. Slíkt vinnuálag dregur úr vilja lækna til að starfa á landsbyggðinni. Ef tekst að manna stöðugildi lækna á landsbyggðinni með viðhlítandi hætti er mögulegt að hægt verði að draga úr því mikla vinnuálagi sem hefur skapast í þeirri manneklu sem nú ríkir. Yfir 800 íslenskir læknar starfa erlendis og eflaust myndu margir þeirra vilja flytja aftur í sína heimabyggð ef kjör og vinnuaðstæður væru viðunandi. Það er fullkomlega ljóst að ef ekkert er gert þá muni staðan á landsbyggðinni versna þar sem endurnýjun á fastráðnum læknum er ekki nægjanleg og heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni neyðast til að ráða til sín lækna í verktöku síauknum mæli. Við í Flokki fólksins viljum auka fastráðnum læknum með jákvæðum hvötum. Sveitarfélög í landsbyggðinni hafa kallað eftir samstarfi við heilbrigðisstofnanir til að tryggja mönnun læknisþjónustu til að koma í veg fyrir að fólk þurfi að ferðast langar vegalengdir til að fá læknisþjónustu. Ljóst er að sveitarfélög í sama landshluta eða héraði geta unnið saman að því að laða til sín lækna og ráða þá í fullt starf. Til þess að auglýst læknisstörf á landsbyggðinni verði eftirsóknarverðari þarf að koma á samstarfi milli heilbrigðisstofnana og sveitarfélaga, en það þarf aðkomu stjórnvalda til að koma á slíku samstarfi með formlegum hætti. Eins og greint hefur verið að framan þá eru ríkar ástæður til að hafa áhyggjur af þróun læknisþjónustu á landsbyggðinni. Heilbrigðisyfirvöld geta tryggt læknisstörf með góðum launum, samkeppnishæfum vinnuskilyrðum og öðrum hvötum svo að læknar kjósi að starfa á landsbyggðinni. Af þessari ástæðu lögðum við fram þingsályktunartillögu á síðustu tveimur löggjafarþingum um að heilbrigðisstjórnvöld hefji samstarfsverkefni við valin sveitarfélög á landsbyggðinni með það að markmiði að tryggja að við hverja starfsstöð heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni starfi fastráðnir heimilislæknar. Samstarfsverkefnið gæti orðið fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög á landsbyggðinni og verið í stöðugri þróun. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. [1] Mönnun lækna á landsbyggðinni. Ingvar Freyr Ingvarsson, Steinunn Þórðardóttir og Súsanna Björg Ástvaldsdóttir. Læknablaðið, 6. tölublað, 108. árangur. [2] Byggðastefna og heilbrigðisþjónusta. Orri Þór Ormarsson. Læknablaðið, 11. tölublað, 101. árgangur. [3] Ómannaðar vaktir lækna. Dögg Pálsdóttir. Læknablaðið, 8. tölublað, 109. árgangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Heilbrigðismál Byggðamál Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Örugg og öflug heilbrigðisþjónusta er grundvallaforsenda fyrir sjálfbærni hinna dreifðu byggða um land allt. Það er jafnframt réttur allra íbúa landsins að hafa heilsugæslu í nærumhverfi sínu enda er það sjálfsagður liður í byggðaþróun. Árið 2018 var lögð fram skýrsla Ríkisendurskoðunar um Heilsugæslu á landsbyggðinni í kjölfar stjórnsýsluúttektar stofnunarinnar. Í niðurstöðum skýrslunnar kom m.a. fram að grípa verði til markvissra aðgerða til að bregðast við læknaskorti á landsbyggðinni en einnig mikilvægi þess að gengið væri sem fyrst frá heildstæðri heilbrigðisstefnu þar sem þjónusta heilsugæslustöðva á landsbyggðinni yrði skilgreind. Það er þó staðreynd að gengið hafi brösuglega að tryggja fastráðningu heimilislækna á starfsstöðvum heilbrigðisstofnana víða um land. Þessi mönnunarvandi heilbrigðisþjónustu er ein stærsta áskorun íslensks samfélags. Það er áhugaverð staðreynd sem kom fram í framangreindri skýrslu Ríkisendurskoðunar að rétt rúmlega helmingur stöðugilda heimilislækna á landsbyggðinni er mannaður af fastráðnum læknum en verktakar manna rúmlega fjórðung stöðugilda og um fimmtungur stöðugilda er ekki mannaður. Eins og kom fram í grein sem birtist í Læknablaðinu árið 2022 þá er fyrirséð að á árinu 2032 verði um 32 fastráðnir læknar komnir á eftirlaun, eða um 33% og að ljóst sé að ef ekkert er gert muni staðan á landsbyggðinni versna þar sem endurnýjunin er ekki nægjanleg.[1] Auk þess er ljóst að sífellt fleiri læknar velji að starfa erlendis í stað þess að flytja heim að námi loknu. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að fólk vill geta sótt sem mesta heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð.[2] Mönnunarvanda á Íslandi er svo mætt af ríkisstjórninni með því að draga úr nærþjónustu – fjarheilbrigðisþjónusta er þróuð og heilbrigðisþjónusta flutt í síauknum mæli til höfuðborgarsvæðisins. Flokkur fólksins vill hins vegar tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Úti á landi eru heimilislæknar í dagvinnu á virkum dögum og á gæsluvöktum frá lokum starfsdags til næsta morguns.[3] Þá þurfa þeir gjarnan að mæta til vinnu næsta morgun óháð því hvort þeir hafi þurft að sinna útköllum nóttina áður. Slíkt vinnuálag dregur úr vilja lækna til að starfa á landsbyggðinni. Ef tekst að manna stöðugildi lækna á landsbyggðinni með viðhlítandi hætti er mögulegt að hægt verði að draga úr því mikla vinnuálagi sem hefur skapast í þeirri manneklu sem nú ríkir. Yfir 800 íslenskir læknar starfa erlendis og eflaust myndu margir þeirra vilja flytja aftur í sína heimabyggð ef kjör og vinnuaðstæður væru viðunandi. Það er fullkomlega ljóst að ef ekkert er gert þá muni staðan á landsbyggðinni versna þar sem endurnýjun á fastráðnum læknum er ekki nægjanleg og heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni neyðast til að ráða til sín lækna í verktöku síauknum mæli. Við í Flokki fólksins viljum auka fastráðnum læknum með jákvæðum hvötum. Sveitarfélög í landsbyggðinni hafa kallað eftir samstarfi við heilbrigðisstofnanir til að tryggja mönnun læknisþjónustu til að koma í veg fyrir að fólk þurfi að ferðast langar vegalengdir til að fá læknisþjónustu. Ljóst er að sveitarfélög í sama landshluta eða héraði geta unnið saman að því að laða til sín lækna og ráða þá í fullt starf. Til þess að auglýst læknisstörf á landsbyggðinni verði eftirsóknarverðari þarf að koma á samstarfi milli heilbrigðisstofnana og sveitarfélaga, en það þarf aðkomu stjórnvalda til að koma á slíku samstarfi með formlegum hætti. Eins og greint hefur verið að framan þá eru ríkar ástæður til að hafa áhyggjur af þróun læknisþjónustu á landsbyggðinni. Heilbrigðisyfirvöld geta tryggt læknisstörf með góðum launum, samkeppnishæfum vinnuskilyrðum og öðrum hvötum svo að læknar kjósi að starfa á landsbyggðinni. Af þessari ástæðu lögðum við fram þingsályktunartillögu á síðustu tveimur löggjafarþingum um að heilbrigðisstjórnvöld hefji samstarfsverkefni við valin sveitarfélög á landsbyggðinni með það að markmiði að tryggja að við hverja starfsstöð heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni starfi fastráðnir heimilislæknar. Samstarfsverkefnið gæti orðið fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög á landsbyggðinni og verið í stöðugri þróun. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. [1] Mönnun lækna á landsbyggðinni. Ingvar Freyr Ingvarsson, Steinunn Þórðardóttir og Súsanna Björg Ástvaldsdóttir. Læknablaðið, 6. tölublað, 108. árangur. [2] Byggðastefna og heilbrigðisþjónusta. Orri Þór Ormarsson. Læknablaðið, 11. tölublað, 101. árgangur. [3] Ómannaðar vaktir lækna. Dögg Pálsdóttir. Læknablaðið, 8. tölublað, 109. árgangur.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar