Í síðasta kosningapallborði tók Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttakona, á móti formönnum flokka á hægri væng stjórnmálanna og í dag er komið að því að beina sjónum til vinstri.
Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona, fær til sín þær Svandísi Svavarsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, leiðtoga Sósíalistaflokks Íslands á sviði Alþingis og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformann Pírata.
Það er gríðarlega mikið undir í kosningunum og ekki mikill tími til stefnu en fylgi umræddra þriggja flokka mældist undir fimm prósentum í síðustu Maskínukönnun.
Kosningapallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og hefst klukkan 14.00.