Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar 4. nóvember 2024 15:32 Við getum öll verið sammála um það að við viljum búa í samfélagi þar sem traust ríkir á milli þegna þess og lögreglu. Við fáum strax í grunnskóla heimsókn af lögreglunni sem fræðir börn um umferðareglur og kynnir störf sín. Börnum er kennt að treysta lögreglunni og leita til hennar þegar þau telji sig þurfa hjálp hennar. Lögreglan er til þess að halda lög og reglu í samfélaginu og við eigum að upplifa okkur örugg þar sem lögreglan er. Þó að okkur innfæddum Íslendingum hér á litla Íslandi finnist þetta flestum sjálfsagt mál er þetta ekki viðhorf ekki ríkjandi alls staðar í kringum okkur og reynsla fólks af samskiptum við lögreglu eru ekki alls staðar jákvæð. Það er vel þekkt á norðurlöndum þegar lögreglan heimsækir barnaskóla í sama tilgangi og hún gerir á Íslandi, að sum börn sem hafa ekki alltaf búið í því samfélagi, hendi sér undir borðið sitt, stjörf af hræðslu og óttast um líf sitt því að þau koma úr aðstæðum þar sem lögreglan er hreint ekki vinveitt borgurum sínum. Þau hafa ef til vill sjálf orðið fyrir ofbeldi af hendi lögreglu eða verið vitni að ofbeldi lögreglu gagnvart fjölskyldu sinni og ættingjum sem hafa jafnvel horfið eða dáið í haldi lögreglunnar í því landi sem þau koma frá. Þau börn hafa ekki nokkra ástæðu til þess að treysta lögreglunni. Þeim mun mikilvægara er það fyrir samfélagið okkar að byggja upp traust þessara barna sem og allra annarra barna gagnvart lögreglunni. Virðing er okkur ekki meðfædd. Við lærum að bera virðingu fyrir öðrum í gegnum félagsleg samskipti út frá þeim gildum sem við höfum lært. Reynsla okkar af samskiptum við aðra kennir okkur hverjum við berum virðingu fyrir og hverjum ekki og við getum ekki krafist virðingar af öðrum ef við stöndum ekki undir þeim væntingum sem gerðar eru til okkar. Við lærum einnig að treysta öðrum út frá því sem okkur er kennt bæði með orðum og gjörðum. Sjálfsmynd okkar, sýn okkar á annað fólk sem og lífið og tilveruna mótast út frá því sem við lærum í samskiptum okkar við annað fólk í samfélaginu. Hvers virði ert þú? Hvernig veistu það? Hverjir kenndu þér það og hvernig? Hvað finnst þér um aðra? Hvernig lærðir þú það? Hvernig finnst þér lífið vera? Hvernig heldur þú að framtíð þín verði? Hvað hefur kennt þér það? Svör okkar flestra við þessum spurningum snúast flest um lífsreynslu okkar, bein og óbein skilaboð frá fjölskyldum okkar og samferðafólki frá frumbernsku og í gegnum lífið. Hvað lærir barn af erlendum uppruna sem af lögreglumanni er ýtt á grúfu á jörðina, fær hné stórvaxins karlkyns lögreglumanns í bakið á meðan það liggur á grúfu á jörðinni, er handjárnað fyrir aftan bak, höndum þess lyft upp á sársaukafullan hátt fyrir aftan bak og leitt á brott frá vinum sínum á mótmælafundi? Hvað segir það barninu um hvers virði það er? Hvað hefur barnið lært um lögregluna á Íslandi? Hvað lærir það af þessu atviki um lífið og framtíð sína? Hvað höfum við lært af þessu? Hvað viljum við kenna börnum um lögregluna og hvernig ætlum við að gera það? Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og réttarsálfræði og meðlimur í Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Lögreglan Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Við getum öll verið sammála um það að við viljum búa í samfélagi þar sem traust ríkir á milli þegna þess og lögreglu. Við fáum strax í grunnskóla heimsókn af lögreglunni sem fræðir börn um umferðareglur og kynnir störf sín. Börnum er kennt að treysta lögreglunni og leita til hennar þegar þau telji sig þurfa hjálp hennar. Lögreglan er til þess að halda lög og reglu í samfélaginu og við eigum að upplifa okkur örugg þar sem lögreglan er. Þó að okkur innfæddum Íslendingum hér á litla Íslandi finnist þetta flestum sjálfsagt mál er þetta ekki viðhorf ekki ríkjandi alls staðar í kringum okkur og reynsla fólks af samskiptum við lögreglu eru ekki alls staðar jákvæð. Það er vel þekkt á norðurlöndum þegar lögreglan heimsækir barnaskóla í sama tilgangi og hún gerir á Íslandi, að sum börn sem hafa ekki alltaf búið í því samfélagi, hendi sér undir borðið sitt, stjörf af hræðslu og óttast um líf sitt því að þau koma úr aðstæðum þar sem lögreglan er hreint ekki vinveitt borgurum sínum. Þau hafa ef til vill sjálf orðið fyrir ofbeldi af hendi lögreglu eða verið vitni að ofbeldi lögreglu gagnvart fjölskyldu sinni og ættingjum sem hafa jafnvel horfið eða dáið í haldi lögreglunnar í því landi sem þau koma frá. Þau börn hafa ekki nokkra ástæðu til þess að treysta lögreglunni. Þeim mun mikilvægara er það fyrir samfélagið okkar að byggja upp traust þessara barna sem og allra annarra barna gagnvart lögreglunni. Virðing er okkur ekki meðfædd. Við lærum að bera virðingu fyrir öðrum í gegnum félagsleg samskipti út frá þeim gildum sem við höfum lært. Reynsla okkar af samskiptum við aðra kennir okkur hverjum við berum virðingu fyrir og hverjum ekki og við getum ekki krafist virðingar af öðrum ef við stöndum ekki undir þeim væntingum sem gerðar eru til okkar. Við lærum einnig að treysta öðrum út frá því sem okkur er kennt bæði með orðum og gjörðum. Sjálfsmynd okkar, sýn okkar á annað fólk sem og lífið og tilveruna mótast út frá því sem við lærum í samskiptum okkar við annað fólk í samfélaginu. Hvers virði ert þú? Hvernig veistu það? Hverjir kenndu þér það og hvernig? Hvað finnst þér um aðra? Hvernig lærðir þú það? Hvernig finnst þér lífið vera? Hvernig heldur þú að framtíð þín verði? Hvað hefur kennt þér það? Svör okkar flestra við þessum spurningum snúast flest um lífsreynslu okkar, bein og óbein skilaboð frá fjölskyldum okkar og samferðafólki frá frumbernsku og í gegnum lífið. Hvað lærir barn af erlendum uppruna sem af lögreglumanni er ýtt á grúfu á jörðina, fær hné stórvaxins karlkyns lögreglumanns í bakið á meðan það liggur á grúfu á jörðinni, er handjárnað fyrir aftan bak, höndum þess lyft upp á sársaukafullan hátt fyrir aftan bak og leitt á brott frá vinum sínum á mótmælafundi? Hvað segir það barninu um hvers virði það er? Hvað hefur barnið lært um lögregluna á Íslandi? Hvað lærir það af þessu atviki um lífið og framtíð sína? Hvað höfum við lært af þessu? Hvað viljum við kenna börnum um lögregluna og hvernig ætlum við að gera það? Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og réttarsálfræði og meðlimur í Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT).
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun