Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2024 22:05 Sigurður Ingi Jóhannsson er efnahags- og fjármálaráðherra. Ráðuneyti hans hefur uppfært áætluð útgjöld og tekjur ríkissjóðs eftir framlagningu fjárlagafrumvarpsins í september. Vísir/Einar Nú er gert ráð fyrir 58,6 milljarða króna halla á heildarafkomu ríkissjóðs árið 2025 en hann var áætlaður 41,0 milljarður þegar fjárlagafrumvarp var fyrst kynnt í september. Nemur aukningin 17,6 milljörðum króna. Þegar fjárlagafrumvarpið leit fyrst dagsins ljós í haust hafði heildarafkoman áður versnað um 16 milljarða frá fjármálaáætlun stjórnvalda sem kynnt var í vor. Verður 2025 að óbreyttu sjöunda árið í röð sem ríkissjóður er rekinn með halla. Greint er frá verri heildarafkomu í kynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins fyrir fjárlaganefnd Alþingis í tengslum við aðra umræðu um fjárlagafrumvarp ársins 2025. Í henni eru lagðar fram uppfærðar forsendur og ýmsar breytingar á frumvarpinu. Áætlaðar heildartekjur ríkissjóðs fyrir 2025 hafa lækkað um 21 milljarð króna frá því að fjárlagafrumvarpið var fyrst lagt fram. Átta þættir hafa helst áhrif þar á.Stjórnarráðið Áætlaðar heildartekjur ríkissjóðs á árinu 2025 lækka um 20,7 milljarða króna frá upphaflegu frumvarpi og eru núna áætlaðar 1.427,8 milljarðar. Á sama tíma lækka heildarútgjöld um 3,1 milljarð. Bilið er brúað með lántöku og verður skuldahlutfall ríkissjóðs því hærra á næsta ári en áður var gert ráð fyrir. Það er nú áætlað 32,5 prósent af vergri landsframleiðslu í stað 31,4 prósent. Um leið leggur fjármála- og efnahagsráðherra til að heimild til nýrrar lántöku verði hækkuð úr 170 í 190 milljarða króna. Lægri tekjur af virðisaukaskatti, tryggingagjaldi ásamt öðrum sköttum og gjöldum hafa neikvæð áhrif á áætlaðar heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári samanborið við það sem kynnt var í september. Á móti koma auknar tekjur af sköttum á tekjur og hagnað og nýtt gjald á nikótínvörur en hið síðarnefnda á að skila á 5,7 milljörðum króna í ríkiskassann á næsta ári. Á sama tíma er ekki lengur gert ráð fyrir að tekjur af veiðigjöldum hækki um 2 milljarða og nú reiknað með að tekjur af kolefnisgjaldi lækki um 1,1 milljarð frá upphaflegu fjárlagafrumvarpi. Dregið úr framlagi í Atvinnuleysistryggingasjóð Áætluð útgjöld ríkissjóðs hafa verið uppfærð eftir framlagningu fjárlagafrumvarpsins í september til samræmis við uppfærða þjóðhagsspá og tekjuáætlun ásamt launa-, verðlags- og gengisbreytingum sem eru óverulegar, að mati fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þá er gert ráð fyrir nýjum og auknum verkefnum sem lagt er til að komi til framkvæmda á árinu 2025. Þessum breytingum er mætt með samsvarandi lækkun á almennum varasjóði og eru heildarútgjöld því óbreytt frá áætlun frumvarpsins, að því er segir í kynningu ráðuneytisins. Lækkun á almennum varasjóði er ætlað að koma til móts við útgjaldaukningu ríkissjóðs.Stjórnarráðið Til að lækka útgjöld frá fyrri útgáfu frumvarpsins er meðal annars dregið úr framlagi í Atvinnuleysistryggingasjóð um 1,7 milljarða, kostnaður við þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd færður niður um aðra 1,7 milljarða, gerð 1,1 milljarða leiðrétting á rekstrartekjum Vinnumálastofnunar og framlag í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga lækkað um 0,8 milljarða króna. Ný útgjaldamál frá fyrri útgáfu frumvarpsins nema samtals 8,6 milljörðum króna. Þar af eru 1,4 milljarðar í tengslum við aðgerðir vegna ofbeldis barna, 1,5 milljarður vegna heilbrigðisstofnana og styrkingu á heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, 2 milljarðar vegna jöfnunarframlags lífeyrissjóða og 1 milljarður vegna nemendafjölgunar í háskólum. Þessum nýju útgjaldaliðum og fleirum er mætt með lækkun á almennum varasjóði upp á 8,6 milljarða króna. Ný útgjöld frá því að fjárlagafrumvarp var lagt fram í september nema 8,6 milljörðum króna.Stjórnarráðið Umræddum varasjóði er ætlað að bregðast við útgjöldum ríkisins sem eru tímabundin, ófyrirsjáanleg og óhjákvæmileg og ekki unnt að bregðast við með öðrum hætti. Þannig er nýjum útgjöldum mætt með tilfærslu fjármuna en ekki aukinni tekjuöflun. Varasjóðnum er jafnan ætlað að nema að lágmarki 1 prósenti af fjárheimildum fjárlaga. Að mati fjármála- og efnahagsráðuneytisins eru efnahagshorfur í megindráttum lítið breyttar frá því í júní síðastliðnum en helsta breytingin er sú að Hagstofan hefur lækkað hagvaxtarhorfur sínar fyrir árið 2024 úr 0,9 prósent í 0,1 prósent. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Stefna að því að ljúka vinnu við fjárlög um miðjan nóvember Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis segir ganga vel að ljúka við fjárlög. Nefndin miði við 15. eða 16. nóvember sem síðasta dag þannig málinu verði lokið fyrir alþingiskosningar í lok sama mánaðar. 24. október 2024 21:01 Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þegar fjárlagafrumvarpið leit fyrst dagsins ljós í haust hafði heildarafkoman áður versnað um 16 milljarða frá fjármálaáætlun stjórnvalda sem kynnt var í vor. Verður 2025 að óbreyttu sjöunda árið í röð sem ríkissjóður er rekinn með halla. Greint er frá verri heildarafkomu í kynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins fyrir fjárlaganefnd Alþingis í tengslum við aðra umræðu um fjárlagafrumvarp ársins 2025. Í henni eru lagðar fram uppfærðar forsendur og ýmsar breytingar á frumvarpinu. Áætlaðar heildartekjur ríkissjóðs fyrir 2025 hafa lækkað um 21 milljarð króna frá því að fjárlagafrumvarpið var fyrst lagt fram. Átta þættir hafa helst áhrif þar á.Stjórnarráðið Áætlaðar heildartekjur ríkissjóðs á árinu 2025 lækka um 20,7 milljarða króna frá upphaflegu frumvarpi og eru núna áætlaðar 1.427,8 milljarðar. Á sama tíma lækka heildarútgjöld um 3,1 milljarð. Bilið er brúað með lántöku og verður skuldahlutfall ríkissjóðs því hærra á næsta ári en áður var gert ráð fyrir. Það er nú áætlað 32,5 prósent af vergri landsframleiðslu í stað 31,4 prósent. Um leið leggur fjármála- og efnahagsráðherra til að heimild til nýrrar lántöku verði hækkuð úr 170 í 190 milljarða króna. Lægri tekjur af virðisaukaskatti, tryggingagjaldi ásamt öðrum sköttum og gjöldum hafa neikvæð áhrif á áætlaðar heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári samanborið við það sem kynnt var í september. Á móti koma auknar tekjur af sköttum á tekjur og hagnað og nýtt gjald á nikótínvörur en hið síðarnefnda á að skila á 5,7 milljörðum króna í ríkiskassann á næsta ári. Á sama tíma er ekki lengur gert ráð fyrir að tekjur af veiðigjöldum hækki um 2 milljarða og nú reiknað með að tekjur af kolefnisgjaldi lækki um 1,1 milljarð frá upphaflegu fjárlagafrumvarpi. Dregið úr framlagi í Atvinnuleysistryggingasjóð Áætluð útgjöld ríkissjóðs hafa verið uppfærð eftir framlagningu fjárlagafrumvarpsins í september til samræmis við uppfærða þjóðhagsspá og tekjuáætlun ásamt launa-, verðlags- og gengisbreytingum sem eru óverulegar, að mati fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þá er gert ráð fyrir nýjum og auknum verkefnum sem lagt er til að komi til framkvæmda á árinu 2025. Þessum breytingum er mætt með samsvarandi lækkun á almennum varasjóði og eru heildarútgjöld því óbreytt frá áætlun frumvarpsins, að því er segir í kynningu ráðuneytisins. Lækkun á almennum varasjóði er ætlað að koma til móts við útgjaldaukningu ríkissjóðs.Stjórnarráðið Til að lækka útgjöld frá fyrri útgáfu frumvarpsins er meðal annars dregið úr framlagi í Atvinnuleysistryggingasjóð um 1,7 milljarða, kostnaður við þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd færður niður um aðra 1,7 milljarða, gerð 1,1 milljarða leiðrétting á rekstrartekjum Vinnumálastofnunar og framlag í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga lækkað um 0,8 milljarða króna. Ný útgjaldamál frá fyrri útgáfu frumvarpsins nema samtals 8,6 milljörðum króna. Þar af eru 1,4 milljarðar í tengslum við aðgerðir vegna ofbeldis barna, 1,5 milljarður vegna heilbrigðisstofnana og styrkingu á heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, 2 milljarðar vegna jöfnunarframlags lífeyrissjóða og 1 milljarður vegna nemendafjölgunar í háskólum. Þessum nýju útgjaldaliðum og fleirum er mætt með lækkun á almennum varasjóði upp á 8,6 milljarða króna. Ný útgjöld frá því að fjárlagafrumvarp var lagt fram í september nema 8,6 milljörðum króna.Stjórnarráðið Umræddum varasjóði er ætlað að bregðast við útgjöldum ríkisins sem eru tímabundin, ófyrirsjáanleg og óhjákvæmileg og ekki unnt að bregðast við með öðrum hætti. Þannig er nýjum útgjöldum mætt með tilfærslu fjármuna en ekki aukinni tekjuöflun. Varasjóðnum er jafnan ætlað að nema að lágmarki 1 prósenti af fjárheimildum fjárlaga. Að mati fjármála- og efnahagsráðuneytisins eru efnahagshorfur í megindráttum lítið breyttar frá því í júní síðastliðnum en helsta breytingin er sú að Hagstofan hefur lækkað hagvaxtarhorfur sínar fyrir árið 2024 úr 0,9 prósent í 0,1 prósent.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Stefna að því að ljúka vinnu við fjárlög um miðjan nóvember Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis segir ganga vel að ljúka við fjárlög. Nefndin miði við 15. eða 16. nóvember sem síðasta dag þannig málinu verði lokið fyrir alþingiskosningar í lok sama mánaðar. 24. október 2024 21:01 Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Stefna að því að ljúka vinnu við fjárlög um miðjan nóvember Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis segir ganga vel að ljúka við fjárlög. Nefndin miði við 15. eða 16. nóvember sem síðasta dag þannig málinu verði lokið fyrir alþingiskosningar í lok sama mánaðar. 24. október 2024 21:01
Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08