Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2024 07:01 Þórir Hergeirsson kallar skipanir á HM 2017 - mótinu þar sem hann varð fyrir mestum vonbrigðum með sína leikmenn. Getty/Oliver Hardt Það styttist í að Þórir Hergeirsson láti af störfum sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. Árangurinn hefur verið stórkostlegur en einu sinni varð Þórir fyrir miklum vonbrigðum með sína leikmenn. Þórir hættir með Noreg eftir Evrópumótið sem hefst í lok þessa mánaðar. Á fimmtán árum sem aðalþjálfari Noregs hefur liðið sextán sinnum unnið til verðlauna á stórmóti, nú síðast Ólympíumeistaratitil í París í sumar. Þórir segir sínar konur hins vegar einu sinni hafa „fallið á prófinu“, og á þá ekki við hvað árangur varðar heldur með hegðun sinni gagnvart mótherjunum. Það var á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi árið 2017. Þær norsku mættu sigurstranglegar á mótið og komust með sannfærandi hætti í úrslitaleikinn, en töpuðu þar í spennuleik gegn Frökkum, 23-21. Vonbrigðin voru mikil og tárin runnu hjá leikmönnum norska liðsins, en Þórir segir að þarna hafi þeir farið gegn gildum norska handknattleikssambandsins. „Þarna fannst mér við falla á prófinu,“ sagði Þórir við NRK í gær. Tárin streymdu hjá leikmönnum norska liðsins eftir tapið í úrslitaleik HM 2017. En Þórir segir ekki boðlegt að leikmenn sýni mótherjum sínum ekki virðingu í verðlaunaafhendingu.Getty/Axel Heimken „Frakkland vann því liðið var betra en við, og við áttum skilið að tapa. Eftir leikinn voru auðvitað vonbrigði og miklar tilfinningar. Ef maður skoðar myndir frá verðlaunaafhendingunni þá var framkoma okkar ekki samkvæmt gildum okkar. Þetta átti ekki við um þær allar en margar. Við heiðruðum ekki liðið sem vann og bárum ekki virðingu fyrir því að þær voru betri en við,“ sagði Þórir. Hann var ekki einn um að verða fyrir vonbrigðum með framkomu norska liðsins því franska stjarnan Alexandra Lacrabere kvartaði til að mynda undan skorti á virðingu frá norsku leikmönnunum, og sagði það væri „dásamlegt að sjá Noru Mörk gráta“. Franska liðið fagnaði heimsmeistaratitlinum innilega 2017, eftir sigurinn gegn Noregi.Getty/Axel Heimken Þórir sá til þess að leikmenn lærðu sína lexíu og færu eftir sínum gildum, sem meðal annars segja að leikmenn eigi að sýna heiðarleika og virðingu gagnvart andstæðingum sínum. „Við unnum með þetta eftir á. Við tókum á þessu og notuðum myndir til að sýna dæmi. Það er í lagi að vera leiður, og það er í lagi að vera vonsvikinn. Það er meira að segja í lagi að verða pirraður. En þegar maður fer og tekur við verðlaununum þá sýnir maður sigurvegaranum virðingu. Og maður getur sett upp smá bros, jafnvel þó að það sé ekki alvöru bros,“ sagði Þórir. Hann segir leikmenn hafa brugðist vel við og staðið við gildin eftir þetta. „Þegar allt gengur vel þá er auðvelt að standa við gildin. En þegar það gengur ekki eins vel þá reynir á fólk. Við erum bara mannleg. Stundum bregðumst við rétt við og stundum rangt við. Árið 2017 gerðum við mistök en mér fannst við komast fljótt á réttan kjöl.“ Handbolti Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Þórir hættir með Noreg eftir Evrópumótið sem hefst í lok þessa mánaðar. Á fimmtán árum sem aðalþjálfari Noregs hefur liðið sextán sinnum unnið til verðlauna á stórmóti, nú síðast Ólympíumeistaratitil í París í sumar. Þórir segir sínar konur hins vegar einu sinni hafa „fallið á prófinu“, og á þá ekki við hvað árangur varðar heldur með hegðun sinni gagnvart mótherjunum. Það var á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi árið 2017. Þær norsku mættu sigurstranglegar á mótið og komust með sannfærandi hætti í úrslitaleikinn, en töpuðu þar í spennuleik gegn Frökkum, 23-21. Vonbrigðin voru mikil og tárin runnu hjá leikmönnum norska liðsins, en Þórir segir að þarna hafi þeir farið gegn gildum norska handknattleikssambandsins. „Þarna fannst mér við falla á prófinu,“ sagði Þórir við NRK í gær. Tárin streymdu hjá leikmönnum norska liðsins eftir tapið í úrslitaleik HM 2017. En Þórir segir ekki boðlegt að leikmenn sýni mótherjum sínum ekki virðingu í verðlaunaafhendingu.Getty/Axel Heimken „Frakkland vann því liðið var betra en við, og við áttum skilið að tapa. Eftir leikinn voru auðvitað vonbrigði og miklar tilfinningar. Ef maður skoðar myndir frá verðlaunaafhendingunni þá var framkoma okkar ekki samkvæmt gildum okkar. Þetta átti ekki við um þær allar en margar. Við heiðruðum ekki liðið sem vann og bárum ekki virðingu fyrir því að þær voru betri en við,“ sagði Þórir. Hann var ekki einn um að verða fyrir vonbrigðum með framkomu norska liðsins því franska stjarnan Alexandra Lacrabere kvartaði til að mynda undan skorti á virðingu frá norsku leikmönnunum, og sagði það væri „dásamlegt að sjá Noru Mörk gráta“. Franska liðið fagnaði heimsmeistaratitlinum innilega 2017, eftir sigurinn gegn Noregi.Getty/Axel Heimken Þórir sá til þess að leikmenn lærðu sína lexíu og færu eftir sínum gildum, sem meðal annars segja að leikmenn eigi að sýna heiðarleika og virðingu gagnvart andstæðingum sínum. „Við unnum með þetta eftir á. Við tókum á þessu og notuðum myndir til að sýna dæmi. Það er í lagi að vera leiður, og það er í lagi að vera vonsvikinn. Það er meira að segja í lagi að verða pirraður. En þegar maður fer og tekur við verðlaununum þá sýnir maður sigurvegaranum virðingu. Og maður getur sett upp smá bros, jafnvel þó að það sé ekki alvöru bros,“ sagði Þórir. Hann segir leikmenn hafa brugðist vel við og staðið við gildin eftir þetta. „Þegar allt gengur vel þá er auðvelt að standa við gildin. En þegar það gengur ekki eins vel þá reynir á fólk. Við erum bara mannleg. Stundum bregðumst við rétt við og stundum rangt við. Árið 2017 gerðum við mistök en mér fannst við komast fljótt á réttan kjöl.“
Handbolti Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira