Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar 5. nóvember 2024 08:00 Það er forgangsmál Samfylkingar að lækka kostnað heimila og út á það gengur Framkvæmdaplan okkar í húnæðis- og kjaramálum. Það er orðið alltof dýrt að lifa venjulegu lífi á Íslandi. Of dýrt að borga vexti, of dýrt að borga húsnæði og of dýrt að kaupa í matinn. Þessu ætlar Samfylkingin að breyta – fáum við til þess traust í kosningunum 30. nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað kostnað heimilanna. Með háum vöxtum, mikilli verðbólgu og með því að þyngja skattbyrði vinnandi fólks frá árinu 2013. Það hefur sýnt sig á síðustu árum að Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki að fara með fé og forysta flokksins er vanhæf til að stjórna. Bjarni Benediktsson og félagar reyna að beina athyglinni frá þeirra eigin vanhæfni með því að segja að Samfylkingin ætli að hækka skatta á almenning. Það er rangt. Nú skulum við standa saman og svara þeim af festu. Og gleymum ekki hve illa Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist fólkinu í landinu á liðnu kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar vexti Fyrir síðustu kosningar lofaði Bjarni lágum vöxtum. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði líka stöðugleika og lægri sköttum. Hvernig hefur gengið? Í stuttu máli: Sjálfstæðisflokkurinn sveik loforðin, og rústaði þannig plönum bæði heimila og fyrirtækja. Í fyrra greiddu heimilin í landinu 40 milljörðum meira í vexti en árið 2021. Greiðslubyrði af meðalláni hefur hækkað um 150 til 350 þúsund krónur í hverjum mánuði, eftir því hvort lánið er verðtryggt eða ekki. Þetta er það sem við í Samfylkingunni höfum kallað ofurskattinn á ungt fólk og alla sem skulda. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar verð Verðbólga hefur verið langt yfir markmiði allt kjörtímabilið. Meðalíbúð hefur hækkað úr 50 milljónum króna í 70 milljónir og um leið hefur matarkarfan hækkað. Fjölskylda sem varði 125 þúsund krónum í matarkaup á mánuði árið 2021 þarf nú að borga um 400 þúsund krónum meira á ári fyrir matinn. Ríkisstjórnin reyndist fullkomlega vanhæf til að ná stjórn á stöðunni og lét því Seðlabankann einan sjá um verkið með hækkun vaxta. Þannig var verðbólgan brotin á baki hins almenna launamanns. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar skatta Nú gæti einhver haldið að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lækkað skatta á almenning. En það er rangt. Þvert á móti: Sjálfstæðisflokkurinn hefur þyngt skattbyrði venjulegs vinnandi fólks frá árinu 2013. Þegar gögn Hagstofu Íslands eru skoðuð kemur á daginn að skattbyrði langflestra tekjuhópa hefur þyngst frá árinu 2013. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimilanna Við í Samfylkingunni erum með plan til að lækka kostnað heimilanna. Forgangsmál okkar númer 1, 2 og 3 verður að gera það sem þarf til að kveða niður verðbólgu og vexti – með tiltekt í ríkisrekstrinum, bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði, skynsamlegum skattkerfisbreytingum og með því að taka upp stöðugleikareglu í fjármálum ríkisins. Þær tekjutillögur sem við leggjum til eru að loka ehf-gatinu og skrúfa fyrir skattaglufur, draga úr misræmi milli skattlagningar launa og fjármagns og taka upp almenn auðlindagjöld. Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk. Við erum eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur kynnt sitt plan fyrir kosningarnar 30. nóvember – með þremur ítarlegum útspilum sem heita Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki með neitt plan um að bæta kjör fólks og endurheimta efnahagslegan stöðugleika. Flokkurinn boðar engar alvöru breytingar en við vitum að hann hefur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á hinn almenna mann. Verður það allt gleymt og grafið þann 30. nóvember – eða munu kjósendur veita Sjálfstæðisflokknum verðskuldaða ráðningu? Þjóðin fær fljótlega tækifæri til að svara fyrir sig með kjörseðlinum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Það er forgangsmál Samfylkingar að lækka kostnað heimila og út á það gengur Framkvæmdaplan okkar í húnæðis- og kjaramálum. Það er orðið alltof dýrt að lifa venjulegu lífi á Íslandi. Of dýrt að borga vexti, of dýrt að borga húsnæði og of dýrt að kaupa í matinn. Þessu ætlar Samfylkingin að breyta – fáum við til þess traust í kosningunum 30. nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað kostnað heimilanna. Með háum vöxtum, mikilli verðbólgu og með því að þyngja skattbyrði vinnandi fólks frá árinu 2013. Það hefur sýnt sig á síðustu árum að Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki að fara með fé og forysta flokksins er vanhæf til að stjórna. Bjarni Benediktsson og félagar reyna að beina athyglinni frá þeirra eigin vanhæfni með því að segja að Samfylkingin ætli að hækka skatta á almenning. Það er rangt. Nú skulum við standa saman og svara þeim af festu. Og gleymum ekki hve illa Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist fólkinu í landinu á liðnu kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar vexti Fyrir síðustu kosningar lofaði Bjarni lágum vöxtum. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði líka stöðugleika og lægri sköttum. Hvernig hefur gengið? Í stuttu máli: Sjálfstæðisflokkurinn sveik loforðin, og rústaði þannig plönum bæði heimila og fyrirtækja. Í fyrra greiddu heimilin í landinu 40 milljörðum meira í vexti en árið 2021. Greiðslubyrði af meðalláni hefur hækkað um 150 til 350 þúsund krónur í hverjum mánuði, eftir því hvort lánið er verðtryggt eða ekki. Þetta er það sem við í Samfylkingunni höfum kallað ofurskattinn á ungt fólk og alla sem skulda. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar verð Verðbólga hefur verið langt yfir markmiði allt kjörtímabilið. Meðalíbúð hefur hækkað úr 50 milljónum króna í 70 milljónir og um leið hefur matarkarfan hækkað. Fjölskylda sem varði 125 þúsund krónum í matarkaup á mánuði árið 2021 þarf nú að borga um 400 þúsund krónum meira á ári fyrir matinn. Ríkisstjórnin reyndist fullkomlega vanhæf til að ná stjórn á stöðunni og lét því Seðlabankann einan sjá um verkið með hækkun vaxta. Þannig var verðbólgan brotin á baki hins almenna launamanns. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar skatta Nú gæti einhver haldið að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lækkað skatta á almenning. En það er rangt. Þvert á móti: Sjálfstæðisflokkurinn hefur þyngt skattbyrði venjulegs vinnandi fólks frá árinu 2013. Þegar gögn Hagstofu Íslands eru skoðuð kemur á daginn að skattbyrði langflestra tekjuhópa hefur þyngst frá árinu 2013. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimilanna Við í Samfylkingunni erum með plan til að lækka kostnað heimilanna. Forgangsmál okkar númer 1, 2 og 3 verður að gera það sem þarf til að kveða niður verðbólgu og vexti – með tiltekt í ríkisrekstrinum, bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði, skynsamlegum skattkerfisbreytingum og með því að taka upp stöðugleikareglu í fjármálum ríkisins. Þær tekjutillögur sem við leggjum til eru að loka ehf-gatinu og skrúfa fyrir skattaglufur, draga úr misræmi milli skattlagningar launa og fjármagns og taka upp almenn auðlindagjöld. Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk. Við erum eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur kynnt sitt plan fyrir kosningarnar 30. nóvember – með þremur ítarlegum útspilum sem heita Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki með neitt plan um að bæta kjör fólks og endurheimta efnahagslegan stöðugleika. Flokkurinn boðar engar alvöru breytingar en við vitum að hann hefur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á hinn almenna mann. Verður það allt gleymt og grafið þann 30. nóvember – eða munu kjósendur veita Sjálfstæðisflokknum verðskuldaða ráðningu? Þjóðin fær fljótlega tækifæri til að svara fyrir sig með kjörseðlinum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun