Green hefur leikið fimm deildarleiki með Keflavík í Bónusdeild karla en liðið hefur tapað þremur leikjum og unnið tvo.
Keflavík vann KR á föstudagskvöldið síðastliðið í deildinni. Green gekk til liðs við Keflavík í sumar en hann lék með Eastern Kentucky háskólanum á árunum 2020-21 og svo Auburn 2021-23.
Green spilaði með Cleveland Cavaliers í sumardeild NBA 2023. Á síðasta tímabili lék hann svo með Novi Pazar í Serbíu og með Indios í Dóminíska lýðveldinu.
Í þeim fimm deildarleikjum sem Green spilaði fyrir Keflavík skoraði hann 23,2 stig, tók 5,4 fráköst og gaf aðeins 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.