Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 13:45 Ég er deildarstjóri í leikskóla. Ég er með leyfisbréf kennara, en auk þess er ég með gráður í bókmenntafræði og þýðingafræði. Til samans var ég 9 ár í háskóla. Ég er leikskólakennari af því að ég uppgötvaði 31 árs gömul að það er skemmtilegasta starfið. Það reynir mikið á, bæði líkamalega og andlega, ekki síst andlega, en almennt er þetta besta starf sem ég hef unnið og ég get ekki hugsað mér annað starf eða annan vinnustað. Ég sinni menntunar og umönnunarstarfi. Ég vinn með félagstengsl barna, skilning á umhverfinu, tilfinningar, samkennd og virðingu. Ég kenni þeim, í gegnum leik, málhljóðin, aukinn orðaforða, vísur og ýmis lög, að telja, litina og endalaust meira. Fjöltyngd börn fá aukna málörvun hjá mér. Ég skrái þroska barna og hegðun ef þörf krefur, ég vinn náið með foreldrum og ýmsum sérfræðingum ef þörf krefur. Mér þykir mjög vænt um börnin sem eru í minni umsjá, og þau sem voru hjá mér. Ef barnið þitt var hjá mér get ég lofað því að af og til kemur það upp í kollinn á mér og ég velti því fyrir mér hvar það er núna. Ég hef skrifað bréf til barnaverndar, svarað spurningum sálfræðinga, talmeinafræðinga, iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara sem dæmi. Ég aðstoða foreldra með ýmislegt og útbý efni fyrir þau sem aðstoðar þau og börnin heima við. Ég reyni að gefa af mér allan daginn og tryggja að öll börnin sem eru í minni umsjá finni fyrir öryggi og umhyggju. Ég sinni ólíkum hlutverkum á mínum vinnustað. Ég er trúnaðarmaður, ég er leiðsagnakennari, mentor og í innra mats teymi leikskólans, ég er formaður starfsmannafélagsins. Ég fer á fundi með starfsfólki ef þess er óskað og ég sit fundi vegna þessara verkefna. Mér þykir mjög vænt um vinnustaðinn minn og fólkið þar og ég vil að allir sem þar starfa upplifi öryggi og umhyggju. Ég er sjálfstæð móðir. Ríkið lítur ekki á það þannig lengur reyndar, sonur minn er 18 ára. En hann er enn í minni umsjá, ég sé um að hann eigi heimili, mat og hrein föt… grunnþarfirnar, og margt annað sem ég, líkt og aðrir foreldrar geri fyrir barnið mitt svo hann finni fyrir öryggi og umhyggju á sínu heimili. Í dag er 1.nóvember. Ég fékk útborgað í morgun. Ég borgaði lán og reikninga. Ég á 87.888 kr. eftir. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Ég er deildarstjóri í leikskóla. Ég er með leyfisbréf kennara, en auk þess er ég með gráður í bókmenntafræði og þýðingafræði. Til samans var ég 9 ár í háskóla. Ég er leikskólakennari af því að ég uppgötvaði 31 árs gömul að það er skemmtilegasta starfið. Það reynir mikið á, bæði líkamalega og andlega, ekki síst andlega, en almennt er þetta besta starf sem ég hef unnið og ég get ekki hugsað mér annað starf eða annan vinnustað. Ég sinni menntunar og umönnunarstarfi. Ég vinn með félagstengsl barna, skilning á umhverfinu, tilfinningar, samkennd og virðingu. Ég kenni þeim, í gegnum leik, málhljóðin, aukinn orðaforða, vísur og ýmis lög, að telja, litina og endalaust meira. Fjöltyngd börn fá aukna málörvun hjá mér. Ég skrái þroska barna og hegðun ef þörf krefur, ég vinn náið með foreldrum og ýmsum sérfræðingum ef þörf krefur. Mér þykir mjög vænt um börnin sem eru í minni umsjá, og þau sem voru hjá mér. Ef barnið þitt var hjá mér get ég lofað því að af og til kemur það upp í kollinn á mér og ég velti því fyrir mér hvar það er núna. Ég hef skrifað bréf til barnaverndar, svarað spurningum sálfræðinga, talmeinafræðinga, iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara sem dæmi. Ég aðstoða foreldra með ýmislegt og útbý efni fyrir þau sem aðstoðar þau og börnin heima við. Ég reyni að gefa af mér allan daginn og tryggja að öll börnin sem eru í minni umsjá finni fyrir öryggi og umhyggju. Ég sinni ólíkum hlutverkum á mínum vinnustað. Ég er trúnaðarmaður, ég er leiðsagnakennari, mentor og í innra mats teymi leikskólans, ég er formaður starfsmannafélagsins. Ég fer á fundi með starfsfólki ef þess er óskað og ég sit fundi vegna þessara verkefna. Mér þykir mjög vænt um vinnustaðinn minn og fólkið þar og ég vil að allir sem þar starfa upplifi öryggi og umhyggju. Ég er sjálfstæð móðir. Ríkið lítur ekki á það þannig lengur reyndar, sonur minn er 18 ára. En hann er enn í minni umsjá, ég sé um að hann eigi heimili, mat og hrein föt… grunnþarfirnar, og margt annað sem ég, líkt og aðrir foreldrar geri fyrir barnið mitt svo hann finni fyrir öryggi og umhyggju á sínu heimili. Í dag er 1.nóvember. Ég fékk útborgað í morgun. Ég borgaði lán og reikninga. Ég á 87.888 kr. eftir. Höfundur er leikskólakennari.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar