Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Jón Þór Stefánsson skrifar 6. nóvember 2024 08:17 Donald Trump eftir sigurræðuna í Flórída. Getty „Það er mikill heiður að hafa verið kjörinn 47. og 45. forseti Bandaríkjanna,“ sagði Donald Trump þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Flórída, en þar lýsti hann yfir sigri í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. „Þetta mun svo sannarlega verða gullöld Bandaríkjanna. Þetta er frábær sigur fyrir amerísku þjóðina og hann mun gera okkur kleift að gera Ameríku frábær á ný!“ sagði Trump. Trump steig á svið ásamt fjölda fólks. Þar á meðal var fjölskylda hans sem og nánir stuðningsmenn. Ræðan gekk að miklu leyti út á það að hann þakkaði þessu fólki fyrir og varpaði kastljósinu á það á meðan hann hrósaði því og sjálfum sér hástert. Hér má sjá hluta úr ræðu Trump. Hann byrjaði þó á því að þakka þeirri pólitísku hreyfingu sem hefur myndast í kringum hann, MAGA-hreyfingunni. Hann hélt því fram að um væri að ræða bestu pólitísku hreyfingu sögunnar. Besta endurkoma sögunnar Þá óskaði hann JD Vance til hamingju með að verða verðandi varforseti Bandaríkjanna. Vance tók til máls. Hann sagði að um væri að ræða mögnuðustu endurkomu í sögu stjórnmálanna og að fram undan væri besta endurkoma í efnahagssögu Bandaríkjanna. „Við erum með nýja stjörnu. Stjarna er fædd,“ sagði Trump um auðjöfurinn Elon Musk sem hefur stutt hann í kosningabaráttunni. Á meðal annarra sem Trump hrósaði sérstaklega voru golfarinn Bryson DeChambeau, Dana White, stjórnandi UFC, og Robert F. Kennedy, sem bauð sig fyrst fram sem Demókrati, svo óháður, en síðan gekk hann til liðs við Trump. „Við getum gert hluti sem enginn annar getur gert. Kína á ekki það sem við eigum. Enginn á það sem við eigum. Við erum líka með besta fólkið. Kannski er það mikilvægast af öllu,“ sagði Trump. „Við sameinuðum ólíkt fólk um sameiginlega sýn um skynsemi. Flokkurinn okkar snýst um skynsemi. Við viljum landamæri, öryggi, frábæra menntun, og sterkan her sem við þurfum helst ekki að nota.“ Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti og Dana White forseit UFCGetty Ætlar að gefa allt í starfið Trump lifði af skotárás í júlí, þegar árásarmaður hæfði hann í eyrað á meðan hann hélt ræðu á kosningafundi. „Fólk hefur sagt mér að það hafi verið ástæða fyrir því að Guð bjargaði lífi mínu. Það var til þess að bjarga landinu okkar, og endurreisa Ameríku. Nú munum við ganga að þessu verkefni saman. Það verður ekki auðvelt en ég mun færa alla mína orku, anda og þrautseigju sem er að finna í sál minni í þetta starf sem þið treystið mér fyrir. Þetta starf er engu líkt. Þetta er mikilvægasta starf í heimi,“ sagði Trump. „Guð blessi ykkur og megi Guð blessa Ameríku.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
„Þetta mun svo sannarlega verða gullöld Bandaríkjanna. Þetta er frábær sigur fyrir amerísku þjóðina og hann mun gera okkur kleift að gera Ameríku frábær á ný!“ sagði Trump. Trump steig á svið ásamt fjölda fólks. Þar á meðal var fjölskylda hans sem og nánir stuðningsmenn. Ræðan gekk að miklu leyti út á það að hann þakkaði þessu fólki fyrir og varpaði kastljósinu á það á meðan hann hrósaði því og sjálfum sér hástert. Hér má sjá hluta úr ræðu Trump. Hann byrjaði þó á því að þakka þeirri pólitísku hreyfingu sem hefur myndast í kringum hann, MAGA-hreyfingunni. Hann hélt því fram að um væri að ræða bestu pólitísku hreyfingu sögunnar. Besta endurkoma sögunnar Þá óskaði hann JD Vance til hamingju með að verða verðandi varforseti Bandaríkjanna. Vance tók til máls. Hann sagði að um væri að ræða mögnuðustu endurkomu í sögu stjórnmálanna og að fram undan væri besta endurkoma í efnahagssögu Bandaríkjanna. „Við erum með nýja stjörnu. Stjarna er fædd,“ sagði Trump um auðjöfurinn Elon Musk sem hefur stutt hann í kosningabaráttunni. Á meðal annarra sem Trump hrósaði sérstaklega voru golfarinn Bryson DeChambeau, Dana White, stjórnandi UFC, og Robert F. Kennedy, sem bauð sig fyrst fram sem Demókrati, svo óháður, en síðan gekk hann til liðs við Trump. „Við getum gert hluti sem enginn annar getur gert. Kína á ekki það sem við eigum. Enginn á það sem við eigum. Við erum líka með besta fólkið. Kannski er það mikilvægast af öllu,“ sagði Trump. „Við sameinuðum ólíkt fólk um sameiginlega sýn um skynsemi. Flokkurinn okkar snýst um skynsemi. Við viljum landamæri, öryggi, frábæra menntun, og sterkan her sem við þurfum helst ekki að nota.“ Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti og Dana White forseit UFCGetty Ætlar að gefa allt í starfið Trump lifði af skotárás í júlí, þegar árásarmaður hæfði hann í eyrað á meðan hann hélt ræðu á kosningafundi. „Fólk hefur sagt mér að það hafi verið ástæða fyrir því að Guð bjargaði lífi mínu. Það var til þess að bjarga landinu okkar, og endurreisa Ameríku. Nú munum við ganga að þessu verkefni saman. Það verður ekki auðvelt en ég mun færa alla mína orku, anda og þrautseigju sem er að finna í sál minni í þetta starf sem þið treystið mér fyrir. Þetta starf er engu líkt. Þetta er mikilvægasta starf í heimi,“ sagði Trump. „Guð blessi ykkur og megi Guð blessa Ameríku.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira