Segir æðislegt að fá Aron til sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 10:00 Bjarki Már Elísson vonast eftir því að sjá marga í Laugardalshöllinni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Bjarki Már Elísson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta mæta Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld í undankeppni EM 2026. Bjarki Már ræddi komandi leiki við Val Pál Eiríksson fyrir æfingu liðsins í vikunni. „Við komum alltaf vel stefndir inn í landsliðið. Það er regla í hópnum. Við ætlum í fyrsta lagi að vinna þessa leiki og svo bara að reyna að nýta æfingarnar og leikina sem undirbúning fyrir janúar,“ sagði Bjarki. Íslenska landsliðið spilar á heimsmeistaramótinu í janúar. Þetta er ákveðin núllstilling Bjarki kvartar ekki yfir því að þurfa að koma heim í íslenska veðrið. „Veðrið skiptir engu máli. Það er gott að koma og hitta strákana og teymið. Það er bara frískandi á svona löngu og ströngu tímabili. Þetta er ákveðin núllstilling og það er alltaf gaman,“ sagði Bjarki. Bjarki Már spilar með ungverska stórliðinu Veszprém. Hvernig hefur gengið þar síðustu vikur? „Liðinu hefur gengið mjög vel. Við töpuðum einum leik en annars höfðum við unnið alla hina. Það hefur gengið mjög vel og ég hef yfir engu að kvarta. Komnir með Aron núna í liðið þannig að það er létt yfir þessu,“ sagði Bjarki. Keppnin sem Veszprém stefnir á að vinna Veszprém hefur verið að gera góða hluti í Meistaradeildinni. „Það er keppnin sem við í Veszprém stefnum á að vinna. Við höfum lagt mikla áherslu á hana. Það kom þarna einn skellur á móti Sporting en svo höfum við bara unnið okkar leiki. Menn eru bjartir en á sama tíma einbeittir,“ sagði Bjarki. Hann er mjög góður vinur minn Bjarki og Aron hafa verið herbergisfélagar hjá landsliðinu og eru núna liðfélagar hjá félagsliði. „Það er æðislegt. Hann er mjög góður vinur minn. Þegar þú býrð í Ungverjalandi, mállaus og svona. Þá er gott að fá einn Íslending til að geta tuðað í og spjallað við,“ sagði Bjarki. Var Aron í sambandi við hann á meðan hann var að taka ákvörðun um að yfirgefa FH og fara aftur út? „Já við vorum í sambandi. Bara um hvernig staðan á þessu væri. Ég vissi af þessu svolítið áður. Bara líka upp á það að skipuleggja þetta, sérstaklega eftir að þetta var komið í höfn,“ sagði Bjarki. Ekki hægt að læra ungverskuna Það hefur samt ekkert gengið hjá Bjarka að læra ungverskuna þrátt fyrir að hann hafi spilað í landinu í tvö ár. „Nei, það er ekki hægt. Dóttir mín er búin að læra þetta. Ég hef reynt en þetta er ekki sjens. Ég er búin að komast að því,“ sagði Bjarki. Íslenska liðið mætir Bosníu og Georgíu í þessum tveimur leikjum. Eru þetta skyldusigrar? „Ég veit það ekki hvað má kalla þetta. Við ætlum okkur að vinna leikinn á miðvikudaginn [í kvöld]. Byrja á því en svo ætlum við að taka leikinn úti líka. Skyldusigrar eða hvað sem menn vilja kalla þetta. Við ætlum að vinna þá,“ sagði Bjarki. „Við viljum fá sem flesta í Höllina til að koma og styðja okkur og við ætlum að reyna að skila einhverju til baka,“ sagði Bjarki en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Gott að fá einn Íslending til að geta tuðað í EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Bjarki Már ræddi komandi leiki við Val Pál Eiríksson fyrir æfingu liðsins í vikunni. „Við komum alltaf vel stefndir inn í landsliðið. Það er regla í hópnum. Við ætlum í fyrsta lagi að vinna þessa leiki og svo bara að reyna að nýta æfingarnar og leikina sem undirbúning fyrir janúar,“ sagði Bjarki. Íslenska landsliðið spilar á heimsmeistaramótinu í janúar. Þetta er ákveðin núllstilling Bjarki kvartar ekki yfir því að þurfa að koma heim í íslenska veðrið. „Veðrið skiptir engu máli. Það er gott að koma og hitta strákana og teymið. Það er bara frískandi á svona löngu og ströngu tímabili. Þetta er ákveðin núllstilling og það er alltaf gaman,“ sagði Bjarki. Bjarki Már spilar með ungverska stórliðinu Veszprém. Hvernig hefur gengið þar síðustu vikur? „Liðinu hefur gengið mjög vel. Við töpuðum einum leik en annars höfðum við unnið alla hina. Það hefur gengið mjög vel og ég hef yfir engu að kvarta. Komnir með Aron núna í liðið þannig að það er létt yfir þessu,“ sagði Bjarki. Keppnin sem Veszprém stefnir á að vinna Veszprém hefur verið að gera góða hluti í Meistaradeildinni. „Það er keppnin sem við í Veszprém stefnum á að vinna. Við höfum lagt mikla áherslu á hana. Það kom þarna einn skellur á móti Sporting en svo höfum við bara unnið okkar leiki. Menn eru bjartir en á sama tíma einbeittir,“ sagði Bjarki. Hann er mjög góður vinur minn Bjarki og Aron hafa verið herbergisfélagar hjá landsliðinu og eru núna liðfélagar hjá félagsliði. „Það er æðislegt. Hann er mjög góður vinur minn. Þegar þú býrð í Ungverjalandi, mállaus og svona. Þá er gott að fá einn Íslending til að geta tuðað í og spjallað við,“ sagði Bjarki. Var Aron í sambandi við hann á meðan hann var að taka ákvörðun um að yfirgefa FH og fara aftur út? „Já við vorum í sambandi. Bara um hvernig staðan á þessu væri. Ég vissi af þessu svolítið áður. Bara líka upp á það að skipuleggja þetta, sérstaklega eftir að þetta var komið í höfn,“ sagði Bjarki. Ekki hægt að læra ungverskuna Það hefur samt ekkert gengið hjá Bjarka að læra ungverskuna þrátt fyrir að hann hafi spilað í landinu í tvö ár. „Nei, það er ekki hægt. Dóttir mín er búin að læra þetta. Ég hef reynt en þetta er ekki sjens. Ég er búin að komast að því,“ sagði Bjarki. Íslenska liðið mætir Bosníu og Georgíu í þessum tveimur leikjum. Eru þetta skyldusigrar? „Ég veit það ekki hvað má kalla þetta. Við ætlum okkur að vinna leikinn á miðvikudaginn [í kvöld]. Byrja á því en svo ætlum við að taka leikinn úti líka. Skyldusigrar eða hvað sem menn vilja kalla þetta. Við ætlum að vinna þá,“ sagði Bjarki. „Við viljum fá sem flesta í Höllina til að koma og styðja okkur og við ætlum að reyna að skila einhverju til baka,“ sagði Bjarki en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Gott að fá einn Íslending til að geta tuðað í
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti