Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 14:15 Náttúruvernd er loftslagsvernd er eitt að slagorðum Landverndar – sem ég tek að láni. Heilbrigð náttúra er undirstaða velsældar alls mannkynsins. Án heilbrigðar náttúru er ekkert líf á Jörðinni okkar, hvorki menn né dýr - því heilbrigð vistkerfi eru lungu Jarðarinnar, binda kolefni og framleiða það súrefni sem við öndum að okkur. Ísland er aðili að alþjóðlegum samningum um að draga úr útblæstri og vernda líffræðilega fjölbreytni. Það hefur gengið mjög á líffjölbreytileika heimsins síðastliðin 10.000 ár en þegar ísöld lauk var t.d. lífmassi villtra dýra 99% og maðurinn 1%. Nú eru húsdýr 60%, maðurinn 36% og villt dýr einungis 4%. Líffjölbreytileikinn hefur því hnignað ótrúlega mikið. Vistkerfin binda kolefni í plöntum og jarðvegi – þess vegna er verndun óspilltrar náttúru og auðgun hnignandi náttúru lífsnauðsynleg fyrir nútíðina og framtíðina. Lang mesta losunin á Íslandi er frá hnignuðu landi, þar sem skógur hefur verið hogginn og jarðvegur tapast auk votlendis sem hefur verið þurrkað upp. Mælt hefur verið með því að 30% lands og 30% hafsvæða verði vernduð til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á Íslandi erum við að komast upp í 30 prósentin á landi en vantar verulega upp á verndun hafsvæða. Píratar hafa lagt fram mikilvæg þingmál til náttúruverndar. Þar á meðal er tillaga um að gera vistmorð refsivert, en það er eitt stærsta skref sem myndi vernda stór vistkerfi með einni lagasetningu. Nú þegar hefur þetta verið samþykkt í Evrópuþinginu og öll ESB löndin verða að innleiða lögin innan tveggja ára. Píratar hafa tvisvar lagt fram frumvarp um bann á hvalveiðum því bæði eru dýrin drepin á ómannúðlegan máta, en einnig eru hvalir verkfræðingar hafanna. Þeir fara niður á meira en kílómetra dýpi til að ná sér í fæðu, koma síðan upp á yfirborðið til að anda, og skilja eftir sinn úrgang (saur og þvag) sem inniheldur mikilvæg næringarefni eins og járn og köfnunarefni fyrir jurtasvif. Svif er neðst í fæðukeðjunni í höfunum, og því má segja að því fleirri hvalir, því meira af svifi og því meira af fiskum í sjónum - frá sílum og síld upp í nytjastofnana okkar. Píratar eru miklir náttúruverndarsinnar og vilja takast á við loftslagsvandann og hnignun líffjölbreytileika á skilmerkan hátt með markmiðum sem farið er eftir. Stefna Pírata í umhverfis og loftslagsmálum er metnaðarfyllst af stefnu allra flokka í þessum málaflokkum. Þess til marks fengu Píratar hæstu einkun fyrir síðustu kosningar frá mati sem Ungir umhverfissinnar kalla Sólina. Munum einnig að hagsæld er 100% háð náttúrunni – samkvæmt hinni svo kölluðu yfir 600 bls skýrslu hagfræðingis Partha Dasgupta við Cambridgeháskóla. Þannig að náttúruvernd er undirstaða hagsældar. Vinnum því með náttúrunni sem við erum hluti af. Kjósum öðruvísi, kjósum Pírata. #kjóstuöðruvísi Höfundur er prófessor emerita, í stjórn Landverndar og Hringrásarseturs, meðlimur í Aldin – samtökum eldri borgara gegn loftslagsvánni, og í framboði fyrir Pírata í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Umhverfismál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúruvernd er loftslagsvernd er eitt að slagorðum Landverndar – sem ég tek að láni. Heilbrigð náttúra er undirstaða velsældar alls mannkynsins. Án heilbrigðar náttúru er ekkert líf á Jörðinni okkar, hvorki menn né dýr - því heilbrigð vistkerfi eru lungu Jarðarinnar, binda kolefni og framleiða það súrefni sem við öndum að okkur. Ísland er aðili að alþjóðlegum samningum um að draga úr útblæstri og vernda líffræðilega fjölbreytni. Það hefur gengið mjög á líffjölbreytileika heimsins síðastliðin 10.000 ár en þegar ísöld lauk var t.d. lífmassi villtra dýra 99% og maðurinn 1%. Nú eru húsdýr 60%, maðurinn 36% og villt dýr einungis 4%. Líffjölbreytileikinn hefur því hnignað ótrúlega mikið. Vistkerfin binda kolefni í plöntum og jarðvegi – þess vegna er verndun óspilltrar náttúru og auðgun hnignandi náttúru lífsnauðsynleg fyrir nútíðina og framtíðina. Lang mesta losunin á Íslandi er frá hnignuðu landi, þar sem skógur hefur verið hogginn og jarðvegur tapast auk votlendis sem hefur verið þurrkað upp. Mælt hefur verið með því að 30% lands og 30% hafsvæða verði vernduð til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á Íslandi erum við að komast upp í 30 prósentin á landi en vantar verulega upp á verndun hafsvæða. Píratar hafa lagt fram mikilvæg þingmál til náttúruverndar. Þar á meðal er tillaga um að gera vistmorð refsivert, en það er eitt stærsta skref sem myndi vernda stór vistkerfi með einni lagasetningu. Nú þegar hefur þetta verið samþykkt í Evrópuþinginu og öll ESB löndin verða að innleiða lögin innan tveggja ára. Píratar hafa tvisvar lagt fram frumvarp um bann á hvalveiðum því bæði eru dýrin drepin á ómannúðlegan máta, en einnig eru hvalir verkfræðingar hafanna. Þeir fara niður á meira en kílómetra dýpi til að ná sér í fæðu, koma síðan upp á yfirborðið til að anda, og skilja eftir sinn úrgang (saur og þvag) sem inniheldur mikilvæg næringarefni eins og járn og köfnunarefni fyrir jurtasvif. Svif er neðst í fæðukeðjunni í höfunum, og því má segja að því fleirri hvalir, því meira af svifi og því meira af fiskum í sjónum - frá sílum og síld upp í nytjastofnana okkar. Píratar eru miklir náttúruverndarsinnar og vilja takast á við loftslagsvandann og hnignun líffjölbreytileika á skilmerkan hátt með markmiðum sem farið er eftir. Stefna Pírata í umhverfis og loftslagsmálum er metnaðarfyllst af stefnu allra flokka í þessum málaflokkum. Þess til marks fengu Píratar hæstu einkun fyrir síðustu kosningar frá mati sem Ungir umhverfissinnar kalla Sólina. Munum einnig að hagsæld er 100% háð náttúrunni – samkvæmt hinni svo kölluðu yfir 600 bls skýrslu hagfræðingis Partha Dasgupta við Cambridgeháskóla. Þannig að náttúruvernd er undirstaða hagsældar. Vinnum því með náttúrunni sem við erum hluti af. Kjósum öðruvísi, kjósum Pírata. #kjóstuöðruvísi Höfundur er prófessor emerita, í stjórn Landverndar og Hringrásarseturs, meðlimur í Aldin – samtökum eldri borgara gegn loftslagsvánni, og í framboði fyrir Pírata í Reykjavík norður.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun