Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar 6. nóvember 2024 14:47 Það er virkilega ánægjulegt að þrumuræða Sigurðar Inga í leiðtogaumræðum á RÚV hafi vakið fólk til umhugsunar um hvert umræðan um útlendingamál er komin, þar sem öllu er blandað saman. Framsóknarfólk um land allt hefur haft miklar áhyggjur af vaxandi kröfum Sjálfstæðismanna er snýr að þessum málaflokki, aðgreiningu barna í skólum og flóttamannabúðir. Það er eins og það sé komin einhver keppni við Miðflokkinn, sem toppaði vitleysuna einmitt í tíðræddum þætti með orðunum um að við „ættum ekki að hjálpa Rússum að tæma Úkraínu“, ég skil vel að langlundargeð Sigurðar Inga hafi sprungið. Að auki höfum við horft upp á það að Flokkur fólksins hefur ýjað að því að skella í lás á landamærunum og að við hverfum algjörlega frá því að taka á móti fólki í neyð. Sömuleiðis hefur daður Samfylkingar og Kristrúnar Frostadóttur við auknar kröfur komið okkur á óvart. Lítið vandamál í stóra samhenginu Svo því sé haldið til haga þá er Framsóknarfólk ekki að tala um að galopna landamærin eða gefa einhvern afslátt af öryggi og löggæslu í landinu, nú eða leggja ekki áherslu á íslenskukennslu og menningu þjóðar. Því fer fjarri. Það er brýnna nú en oft áður að auka löggæslu og efla gæslu á landamærum. Í því verkefni megum við engan tíma missa. 25% þjóðarinnar eru annað hvort innflytjendur eða íslenskir ríkisborgarar sem eru afkomendur innflytjenda að öllu eða sumu leyti. Það er nú bara þannig að 98% þeirra sem hafa komið til landsins á undanförnum árum er fólk frá Evrópu sem kemur hingað að vinna í gegnum EES samninginn og síðan eru það 2% sem koma frá stríðshrjáðum svæðum. Staðreyndin er sú að einungis 0,24% er að koma annars staðar frá. Hluti þeirra sem koma ekki frá Evrópu gegnum EES eða frá Úkraínu er síðan fólk sem t.d. giftist hingað til lands og kemur frá löndum eins og Bandaríkjunum, Argentínu, Filipseyjum og Ástralíu bara svo eitthvað sé nefnt. Þurfum að bregðast við, þegar þörf er á Alvarleiki umræðunnar, sem hefur fengið að vaxa óáreitt, felst í því að setja alla undir sama hatt og tala um eitthvað stórkostlegt útlendingavandamál. Við sættum okkur ekki lengur við að þessi stóri hópur sé gerður hornreka í íslensku samfélagi og talað um sem eitthvert vandamál . Við þurfum að aðgreina umræðuna. Við þurfum að bregðast við, þar sem þörf er á. Það á ekki við um þau 98% sem hingað hafa komið á undanförnum árum, eru í vinnu og borga til samfélagsins skatta og gjöld. Það á ekki við um þá sem hingað hafa komið frá stríðshrjáðum svæðum og Alþingi Íslendinga samþykkti samróma að opna landamærin fyrir, eins og nágranna þjóðir okkar gerðu. Við þurfum að bregðast við þeim áskorunum sem eru í hælisleitendakerfinu okkar en í kjölfar nýrrar lagasetningar hefur kostnaður í þeim málaflokki farið úr 28 ma.kr. á ári í 14 ma.kr., fer hratt lækkandi og umsóknum hefur fækkað verulega. Við eigum að hafa stjórn á landamærunum en ekki loka þeim. Við eigum að taka við fólki frá stríðshrjáðum löndum, sérstaklega börnum og þeirra foreldrum sem þrá frið. Við eigum að gefa öllum börnum tækifæri á að læra tungumálið, eignast vini og verða hluti af samfélaginu en ekki aðskilja þau frá „okkar“ börnum eins og þau séu ekki þess verðug að vera með „okkar“ börnum. Aðrir menningarheimar Þrumuræða Sigurðar Inga féll ekki af himnum ofan, heldur endurspeglar hún vaxandi áhyggjur meðal Framsóknarfólks með umræðuna í samfélaginu. Meðan aðrir flokkar hafa ekki viljað styðja okkur í að leggja meira fjármagn til menningar og tungu íslensku þjóðarinnar þá hafa þeir haft miklar áhyggjur af „blöndun menningarheima“, hvað sem það á nú að vera. Munum að við erum jú þjóð innflytjenda frá Norðurlöndum, Bretlandi og Írlandi. Samvinnuhjarta Framsóknarfólks slær með menningu þjóðarinnar, en rétt eins og við eigum okkar jólasveina, Grýlu og Leppalúða, þá höfum við líka tekið á móti rauða jólasveininum. Í raun er það þannig að rétt eins og menningarstraumar fljóta um heiminn og auðga líf okkar, þá kemur fólk líka til Íslands sem auðgar menningu okkar og líf. Rétt eins og okkur dettur ekki í hug að banna rauða jólasveininn þá á okkur ekki að detta í hug að banna fólki af erlendum uppruna að koma og njóta þess að búa á Íslandi. Er ekki bara best að búa á Íslandi? Síðustu ár hafa Íslendingar líka snúið aftur heim í meira mæli en frá landinu og eitthvað hlýtur það að segja okkur. Það er ekki útlendingavandamál á Íslandi, heldur tækifæri til að vaxa sem þjóð í auðlegð og menningu. Höfundur er þingmaður og oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Stefán Vagn Stefánsson Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er virkilega ánægjulegt að þrumuræða Sigurðar Inga í leiðtogaumræðum á RÚV hafi vakið fólk til umhugsunar um hvert umræðan um útlendingamál er komin, þar sem öllu er blandað saman. Framsóknarfólk um land allt hefur haft miklar áhyggjur af vaxandi kröfum Sjálfstæðismanna er snýr að þessum málaflokki, aðgreiningu barna í skólum og flóttamannabúðir. Það er eins og það sé komin einhver keppni við Miðflokkinn, sem toppaði vitleysuna einmitt í tíðræddum þætti með orðunum um að við „ættum ekki að hjálpa Rússum að tæma Úkraínu“, ég skil vel að langlundargeð Sigurðar Inga hafi sprungið. Að auki höfum við horft upp á það að Flokkur fólksins hefur ýjað að því að skella í lás á landamærunum og að við hverfum algjörlega frá því að taka á móti fólki í neyð. Sömuleiðis hefur daður Samfylkingar og Kristrúnar Frostadóttur við auknar kröfur komið okkur á óvart. Lítið vandamál í stóra samhenginu Svo því sé haldið til haga þá er Framsóknarfólk ekki að tala um að galopna landamærin eða gefa einhvern afslátt af öryggi og löggæslu í landinu, nú eða leggja ekki áherslu á íslenskukennslu og menningu þjóðar. Því fer fjarri. Það er brýnna nú en oft áður að auka löggæslu og efla gæslu á landamærum. Í því verkefni megum við engan tíma missa. 25% þjóðarinnar eru annað hvort innflytjendur eða íslenskir ríkisborgarar sem eru afkomendur innflytjenda að öllu eða sumu leyti. Það er nú bara þannig að 98% þeirra sem hafa komið til landsins á undanförnum árum er fólk frá Evrópu sem kemur hingað að vinna í gegnum EES samninginn og síðan eru það 2% sem koma frá stríðshrjáðum svæðum. Staðreyndin er sú að einungis 0,24% er að koma annars staðar frá. Hluti þeirra sem koma ekki frá Evrópu gegnum EES eða frá Úkraínu er síðan fólk sem t.d. giftist hingað til lands og kemur frá löndum eins og Bandaríkjunum, Argentínu, Filipseyjum og Ástralíu bara svo eitthvað sé nefnt. Þurfum að bregðast við, þegar þörf er á Alvarleiki umræðunnar, sem hefur fengið að vaxa óáreitt, felst í því að setja alla undir sama hatt og tala um eitthvað stórkostlegt útlendingavandamál. Við sættum okkur ekki lengur við að þessi stóri hópur sé gerður hornreka í íslensku samfélagi og talað um sem eitthvert vandamál . Við þurfum að aðgreina umræðuna. Við þurfum að bregðast við, þar sem þörf er á. Það á ekki við um þau 98% sem hingað hafa komið á undanförnum árum, eru í vinnu og borga til samfélagsins skatta og gjöld. Það á ekki við um þá sem hingað hafa komið frá stríðshrjáðum svæðum og Alþingi Íslendinga samþykkti samróma að opna landamærin fyrir, eins og nágranna þjóðir okkar gerðu. Við þurfum að bregðast við þeim áskorunum sem eru í hælisleitendakerfinu okkar en í kjölfar nýrrar lagasetningar hefur kostnaður í þeim málaflokki farið úr 28 ma.kr. á ári í 14 ma.kr., fer hratt lækkandi og umsóknum hefur fækkað verulega. Við eigum að hafa stjórn á landamærunum en ekki loka þeim. Við eigum að taka við fólki frá stríðshrjáðum löndum, sérstaklega börnum og þeirra foreldrum sem þrá frið. Við eigum að gefa öllum börnum tækifæri á að læra tungumálið, eignast vini og verða hluti af samfélaginu en ekki aðskilja þau frá „okkar“ börnum eins og þau séu ekki þess verðug að vera með „okkar“ börnum. Aðrir menningarheimar Þrumuræða Sigurðar Inga féll ekki af himnum ofan, heldur endurspeglar hún vaxandi áhyggjur meðal Framsóknarfólks með umræðuna í samfélaginu. Meðan aðrir flokkar hafa ekki viljað styðja okkur í að leggja meira fjármagn til menningar og tungu íslensku þjóðarinnar þá hafa þeir haft miklar áhyggjur af „blöndun menningarheima“, hvað sem það á nú að vera. Munum að við erum jú þjóð innflytjenda frá Norðurlöndum, Bretlandi og Írlandi. Samvinnuhjarta Framsóknarfólks slær með menningu þjóðarinnar, en rétt eins og við eigum okkar jólasveina, Grýlu og Leppalúða, þá höfum við líka tekið á móti rauða jólasveininum. Í raun er það þannig að rétt eins og menningarstraumar fljóta um heiminn og auðga líf okkar, þá kemur fólk líka til Íslands sem auðgar menningu okkar og líf. Rétt eins og okkur dettur ekki í hug að banna rauða jólasveininn þá á okkur ekki að detta í hug að banna fólki af erlendum uppruna að koma og njóta þess að búa á Íslandi. Er ekki bara best að búa á Íslandi? Síðustu ár hafa Íslendingar líka snúið aftur heim í meira mæli en frá landinu og eitthvað hlýtur það að segja okkur. Það er ekki útlendingavandamál á Íslandi, heldur tækifæri til að vaxa sem þjóð í auðlegð og menningu. Höfundur er þingmaður og oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar