Atlético Madríd stal sigrinum í París Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2024 22:30 Leikmenn Atl. Madríd geta leyft sér að fagna eftir frækinn sigur. EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Atlético Madríd tryggði sér frækinn sigur á París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu. Eftir að lenda undir komu gestirnir frá Madríd til baka og tryggðu sér stigin þrjú með síðustu spyrnu leiksins. Einn af stórleikjum kvöldsins fór fram í París þar sem Atlético Madríd sótti París Saint-Germain heim. Þar komust heimamenn yfir eftir mikinn klaufagang í vörn gestanna. Ousmane Dembélé renndi boltanum á hinn 18 ára gamla Warren Zaire-Emery sem vippaði boltanum snyrtilega yfir Jan Oblak í marki Atl. Madríd. Warren Zaire-Emery kemur PSG yfir.EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Nahuel Molina jafnaði hins vegar metin fyrir gestina aðeins fjórum mínútum síðar og eftir að markið var skoðað af myndbandsdómara leiksins var staðfest að það stæði. Mörkin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleik og staðan jöfn 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Það stefndi allt í að liðin færu heim með eitt stig í pokahorninu en í blálokin gaf Antoine Griezmann á Angel Correa sem lék á varnarmann PSG og átti skot sem Gianluigi Donnarumma réð ekki við í marki PSG og gestirnir komnir yfir. Skömmu síðar var leikurinn flautaður af og lokatölur í París 1-2. Griezmann stóð fyrir sínu.EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Í Þýskalandi var Benfica í heimsókn hjá Bayern München og fór það svo að heimamenn unnu 1-0 sigur þökk sé marki Jamal Musiala á 67. mínútu eftir sendingu frá Harry Kane. Leikmenn Bayern fagna.EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Önnur úrslit Shakhtar Donetsk 2-1 Young Boys Feyenoord 1-3 Salzburg Sparta Prag 1-2 Brest Stuttgart 0-2 Atalanta Stöðuna í Meistaradeild Evrópu má finna á vef UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Einn af stórleikjum kvöldsins fór fram í París þar sem Atlético Madríd sótti París Saint-Germain heim. Þar komust heimamenn yfir eftir mikinn klaufagang í vörn gestanna. Ousmane Dembélé renndi boltanum á hinn 18 ára gamla Warren Zaire-Emery sem vippaði boltanum snyrtilega yfir Jan Oblak í marki Atl. Madríd. Warren Zaire-Emery kemur PSG yfir.EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Nahuel Molina jafnaði hins vegar metin fyrir gestina aðeins fjórum mínútum síðar og eftir að markið var skoðað af myndbandsdómara leiksins var staðfest að það stæði. Mörkin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleik og staðan jöfn 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Það stefndi allt í að liðin færu heim með eitt stig í pokahorninu en í blálokin gaf Antoine Griezmann á Angel Correa sem lék á varnarmann PSG og átti skot sem Gianluigi Donnarumma réð ekki við í marki PSG og gestirnir komnir yfir. Skömmu síðar var leikurinn flautaður af og lokatölur í París 1-2. Griezmann stóð fyrir sínu.EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Í Þýskalandi var Benfica í heimsókn hjá Bayern München og fór það svo að heimamenn unnu 1-0 sigur þökk sé marki Jamal Musiala á 67. mínútu eftir sendingu frá Harry Kane. Leikmenn Bayern fagna.EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Önnur úrslit Shakhtar Donetsk 2-1 Young Boys Feyenoord 1-3 Salzburg Sparta Prag 1-2 Brest Stuttgart 0-2 Atalanta Stöðuna í Meistaradeild Evrópu má finna á vef UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu,
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira