Barcelona skoraði fimm mörk hjá Rauðu Stjörnunni og er með níu stig af tólf mögulegum eftir fjórar fyrstu umferðirnar. Liverpool er efst með 12 stig en svo eru fjögur félög einu stigi á undan Barcelona.
Hinn sautján ára gamli Pau Cubarsi fór ansi illa út úr því þegar sparkað var í andlit hans í leiknum.
Atvikið gerðist eftir rúmlega klukkutíma leik en Cubarsi var skipt af velli á 67. mínútu þegar staðan var 4-1.
Hansi Flick, stjóri Barcelona, sagði frá því eftir leikinn að læknar þurftu að sauma sautján spor í andlit Cubarsi.
Hann fékk þarna takkana í andlitið sem skáru hann á mörgum stöðum á andlitinu.
Barcelona gerði sér mat úr þessu á samfélagsmiðlum með undirskriftinni „allt fyrir Barça“.