Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar 7. nóvember 2024 11:30 Lýðræðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd til að rannsaka viðbrögð stjórnvalda þegar Covidflensan reið hér yfir. Við munum leggja til að í nefndinni verði fulltrúi þeirra sem hafi hlotið sprautuskaða, fulltrúi lækna sem fengu ávítur fyrir að fylgja læknaeið sínum og sannfæringu, fulltrúi smærri fyrirtækja, sem og fulltrúi yfirvalda. Á hvaða forsendum var fyrirtækjum skipað að loka í marga mánuði með gríðarlegu tap í för með sér sem ríkið þurfti síðan að bæta þeim á kostnað skattgreiðenda? Nokkrum mánuðum síðar greiddu stærstu fyrirtækin eigendum arðgreiðslur upp á milljarða. Á hvaða forsendum var fólki bannað að hitta ástvini og vini og skipað að halda sig heima? Á hvaða forsendum var fólki meinað að ferðast nema fá sprautu með efni sem var ekki búið að rannsaka nægilega? Á hvaða forsendum var fólki smalað í Laugardalshöll, þvingað í sprauturnar og löggæslumenn sáu til þess að enginn slyppi úr röðinni? Á hvaða forsendum var blaðamönnum og fjölmiðlum bannað að fjalla um aðrar leiðir til að kveða niður Covid en þær sem þríeykið básúnaði undir stjórn ríkisstjórnar og alþingis? Á hvaða forsendum var málfrelsi Íslendinga heft og mannorð þeirra sem gagnrýndu skipanir yfirvalda eyðilagt? Af hverju voru skilaboð um að Lýsið okkar góða og D vítamín virkuðu sem forvörn þögguð niður? Þetta eru bara örfáar af mörgum spurningum sem brenna á þjóðinni og þarf að rannsaka. Ríkisstjórnin tók við fyrirmælum beint frá WHO alþjóðheilbrigðisstofnuninni sem er að stóru leyti fjármögnuð af auðugu fólki sem hefur beina hagsmuni af lyfja- og bóluefnasölu. Það var þeim í hag að ýta bóluefnum með takmarkaðar rannsóknir að fólki og þagga niður lyf sem höfðu reynst vel gegn Covid. Þríeykið flutti síðan fyrirmælin á daglegum fundum og fréttastofur upplýstu um dauðatölur heimsins og ný afbrigði til að viðhalda óttastjórnuninni og réttlæta takmarkanir og höft. Fyrirmæli um aðgerðir byggði WHO á niðurstöðum tveggja óhagnaðardrifinna félagasamtaka (NGO), The Imperial College Research Team í London og IHME, Institute for Health Metrics and Evaluation í Washington. Hinn 16. mars 2020 spáðu fyrri samtökin 500 þúsund dauðsföllum í Bretlandi og 2,2 milljónum í Bandaríkjunum ef stjórnvöld gripu ekki til strangra takmarkana. Hin samtökin, IHME, Institute For Health Metrics and Evaluation, staðfesti þessar upplýsingar og sagði að 1,5-2,2 milljónir Bandaríkjamanna myndu farast ef ekkert yrði að gert. Fyrir Covid fékk IHME 279 milljónir dollara úr sjóðum billjarðamæringanna og Imperial College hópurinn fékk 80 þúsund dollara. Hér eru því bein hagsmunatengsl. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær næsta flensa kemur og óttastjórnunin tekur aftur við. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin er nú þegar byrjuð að seilast inn á valdsvæði ríkisstjórna og mun boða hertar aðgerðir um leið og bólar einhverri flensu. Við sáum það í ágúst s.l. þegar yfirmaður WHO lýsti yfir neyðarástandi í heiminum því einn var sagður hafa dáið úr apabólu. Við verðum að rannsaka hvað gerðist til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Það er stórhættulegt að tveir af þríeykinu séu í framboði því þeir munu að sjálfsögðu gera allt til að koma í veg fyrir svona rannsókn. Lýðræðisflokkurinn mun hins vegar beita sér fyrir slíkri rannsókn. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd til að rannsaka viðbrögð stjórnvalda þegar Covidflensan reið hér yfir. Við munum leggja til að í nefndinni verði fulltrúi þeirra sem hafi hlotið sprautuskaða, fulltrúi lækna sem fengu ávítur fyrir að fylgja læknaeið sínum og sannfæringu, fulltrúi smærri fyrirtækja, sem og fulltrúi yfirvalda. Á hvaða forsendum var fyrirtækjum skipað að loka í marga mánuði með gríðarlegu tap í för með sér sem ríkið þurfti síðan að bæta þeim á kostnað skattgreiðenda? Nokkrum mánuðum síðar greiddu stærstu fyrirtækin eigendum arðgreiðslur upp á milljarða. Á hvaða forsendum var fólki bannað að hitta ástvini og vini og skipað að halda sig heima? Á hvaða forsendum var fólki meinað að ferðast nema fá sprautu með efni sem var ekki búið að rannsaka nægilega? Á hvaða forsendum var fólki smalað í Laugardalshöll, þvingað í sprauturnar og löggæslumenn sáu til þess að enginn slyppi úr röðinni? Á hvaða forsendum var blaðamönnum og fjölmiðlum bannað að fjalla um aðrar leiðir til að kveða niður Covid en þær sem þríeykið básúnaði undir stjórn ríkisstjórnar og alþingis? Á hvaða forsendum var málfrelsi Íslendinga heft og mannorð þeirra sem gagnrýndu skipanir yfirvalda eyðilagt? Af hverju voru skilaboð um að Lýsið okkar góða og D vítamín virkuðu sem forvörn þögguð niður? Þetta eru bara örfáar af mörgum spurningum sem brenna á þjóðinni og þarf að rannsaka. Ríkisstjórnin tók við fyrirmælum beint frá WHO alþjóðheilbrigðisstofnuninni sem er að stóru leyti fjármögnuð af auðugu fólki sem hefur beina hagsmuni af lyfja- og bóluefnasölu. Það var þeim í hag að ýta bóluefnum með takmarkaðar rannsóknir að fólki og þagga niður lyf sem höfðu reynst vel gegn Covid. Þríeykið flutti síðan fyrirmælin á daglegum fundum og fréttastofur upplýstu um dauðatölur heimsins og ný afbrigði til að viðhalda óttastjórnuninni og réttlæta takmarkanir og höft. Fyrirmæli um aðgerðir byggði WHO á niðurstöðum tveggja óhagnaðardrifinna félagasamtaka (NGO), The Imperial College Research Team í London og IHME, Institute for Health Metrics and Evaluation í Washington. Hinn 16. mars 2020 spáðu fyrri samtökin 500 þúsund dauðsföllum í Bretlandi og 2,2 milljónum í Bandaríkjunum ef stjórnvöld gripu ekki til strangra takmarkana. Hin samtökin, IHME, Institute For Health Metrics and Evaluation, staðfesti þessar upplýsingar og sagði að 1,5-2,2 milljónir Bandaríkjamanna myndu farast ef ekkert yrði að gert. Fyrir Covid fékk IHME 279 milljónir dollara úr sjóðum billjarðamæringanna og Imperial College hópurinn fékk 80 þúsund dollara. Hér eru því bein hagsmunatengsl. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær næsta flensa kemur og óttastjórnunin tekur aftur við. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin er nú þegar byrjuð að seilast inn á valdsvæði ríkisstjórna og mun boða hertar aðgerðir um leið og bólar einhverri flensu. Við sáum það í ágúst s.l. þegar yfirmaður WHO lýsti yfir neyðarástandi í heiminum því einn var sagður hafa dáið úr apabólu. Við verðum að rannsaka hvað gerðist til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Það er stórhættulegt að tveir af þríeykinu séu í framboði því þeir munu að sjálfsögðu gera allt til að koma í veg fyrir svona rannsókn. Lýðræðisflokkurinn mun hins vegar beita sér fyrir slíkri rannsókn. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar