Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2024 12:40 Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu voru í næstefsta styrkleikaflokki eftir sigrana góðu gegn Þýskalandi og Austurríki í sumar. vísir/Anton Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í erfiðum riðli í næstu leiktíð Þjóðadeildarinnar en dregið var í riðla í dag. Eftir frábæra frammistöðu í undankeppni EM á þessu ári, þar sem Ísland endaði í 2. sæti síns riðils og komst beint inn á EM 2025 í Sviss, var Ísland í næstefsta styrkleikaflokki A-deildar þegar dregið var í dag. Ísland fékk Frakkland í sinn riðil úr efsta flokknum, og Noreg úr þriðja flokki. Í norska liðinu er hin hálfíslenska María Þórisdóttir, dóttir handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar. Úr neðsta styrkleikaflokki fékk Ísland svo lið Sviss. Drátturinn í A-deild: Riðill 1: Þýskaland, Holland, Austurríki, Skotland Riðill 2: Frakkland, Ísland, Noregur, Sviss Riðill 3: Spánn, England, Belgía, Portúgal Riðill 4: Ítalía, Danmörk, Svíþjóð, Wales Efsta lið hvers riðils kemst í fjögurra liða úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Liðið í 2. sæti heldur sér í A-deild fyrir næstu leiktíð sem jafnframt verður undankeppni HM 2027. Liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild, um sæti í A-deild. Liðið í 4. sæti fellur niður í B-deild. Einn sigur gegn Frökkum Ísland og Frakkland hafa mæst tólf sinnum og hefur Ísland einu sinni haft betur, 1-0 á Laugardalsvelli sumarið 2007. Liðin mættust síðast á EM í Englandi fyrir rúmum tveimur árum þar sem þau gerðu 1-1 jafntefli. Ísland hefur spilað við Noreg fimmtán sinnum en þó er nokkuð langt um liðið síðan síðast, eða tæp sjö ár. Noregur vann þá 2-1 sigur í vináttulandsleik á Spáni. Liðin höfðu áður mæst nokkrum sinnum á Algarve-mótinu en síðasti mótsleikur þeirra var á EM 2013 þar sem þau gerðu 1-1 jafntefli. Ísland mætti Sviss síðast í vináttulandsleik í Zürich í apríl 2023 og vann þá 2-1 sigur með mörkum frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur. Liðin mættust síðast í mótsleik á EM í Hollandi 2017, þar sem Sviss vann 2-1 og gerði út um vonir Íslands um að komast áfram á mótinu. Leikirnir í Þjóðadeildinni fara fram 19.-26. febrúar, 2.-8. apríl, og 26. maí til 3. júní. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Eftir frábæra frammistöðu í undankeppni EM á þessu ári, þar sem Ísland endaði í 2. sæti síns riðils og komst beint inn á EM 2025 í Sviss, var Ísland í næstefsta styrkleikaflokki A-deildar þegar dregið var í dag. Ísland fékk Frakkland í sinn riðil úr efsta flokknum, og Noreg úr þriðja flokki. Í norska liðinu er hin hálfíslenska María Þórisdóttir, dóttir handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar. Úr neðsta styrkleikaflokki fékk Ísland svo lið Sviss. Drátturinn í A-deild: Riðill 1: Þýskaland, Holland, Austurríki, Skotland Riðill 2: Frakkland, Ísland, Noregur, Sviss Riðill 3: Spánn, England, Belgía, Portúgal Riðill 4: Ítalía, Danmörk, Svíþjóð, Wales Efsta lið hvers riðils kemst í fjögurra liða úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Liðið í 2. sæti heldur sér í A-deild fyrir næstu leiktíð sem jafnframt verður undankeppni HM 2027. Liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild, um sæti í A-deild. Liðið í 4. sæti fellur niður í B-deild. Einn sigur gegn Frökkum Ísland og Frakkland hafa mæst tólf sinnum og hefur Ísland einu sinni haft betur, 1-0 á Laugardalsvelli sumarið 2007. Liðin mættust síðast á EM í Englandi fyrir rúmum tveimur árum þar sem þau gerðu 1-1 jafntefli. Ísland hefur spilað við Noreg fimmtán sinnum en þó er nokkuð langt um liðið síðan síðast, eða tæp sjö ár. Noregur vann þá 2-1 sigur í vináttulandsleik á Spáni. Liðin höfðu áður mæst nokkrum sinnum á Algarve-mótinu en síðasti mótsleikur þeirra var á EM 2013 þar sem þau gerðu 1-1 jafntefli. Ísland mætti Sviss síðast í vináttulandsleik í Zürich í apríl 2023 og vann þá 2-1 sigur með mörkum frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur. Liðin mættust síðast í mótsleik á EM í Hollandi 2017, þar sem Sviss vann 2-1 og gerði út um vonir Íslands um að komast áfram á mótinu. Leikirnir í Þjóðadeildinni fara fram 19.-26. febrúar, 2.-8. apríl, og 26. maí til 3. júní.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn