Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 13:32 Við þekkjum flest öll harðduglegt vinnandi fólk í iðngreinum: Gumma pípara, Sigga smið eða Önnu hársnyrti. Þau hafa tekið mikla áhættu og ákveðið að fara í eigin rekstur þar sem mánaðarlegur launatékki er ekki tryggður. Ef Samfylkingin kemst til valda ætla frambjóðendur hennar að hækka skatta á þessa aðila. Það er gert undir því yfirskyni að loka svokölluðu „ehf gati“, sem er reyndar byggt á misskilningi, en Samfylkingin hefur sett fram sem eitt af sínum helstu stefnumálum. Víðir Reynisson oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi lét hafa eftir sér að rakarar, píparar og smiðir í eigin rekstri hefðu breiðari bök heldur en almennir launþegar og gætu því tekið skattahækkanir á sig. Í málflutningi hans má skynja ákveðinn hroka og vanvirðingu í garð fólks í eigin rekstri. Þessir aðilar búa ekki við sama starfsöryggi og almennir launamenn og verða þar að auki yfirleitt fyrir tekjumissi við veikindi og orlof. Húsnæðismál hafa verið í brennidepli síðustu misseri. Það liggur fyrir að við þurfum að byggja mikið á næstu árum, bæði húsnæði og innviði. Því er gífurleg eftirspurn eftir mikilvægu vinnuframlagi frá pípurum, smiðum, rafvikjum og öðrum framtakssömum aðilum. Á sama tíma búum við nú þegar við skort á iðnmenntuðu fólki. Þessi tillaga Samfylkingar um að hækka skatta á sjálfstæða atvinnurekendur mun gera iðnmenntun minna spennandi og líklega draga úr aðsókn í slíkt námá þeim tíma sem við þurfum mest á iðnmenntuðu fólki að halda. Skattahækkanir Samfylkingarinnar munu leiða til þess að smiðir, píparar og annað harðduglegt fólk í eigin rekstri þurfi að hækka verð til að mæta þessum skattahækkunum. Þetta mun ekki bara hækka byggingakostnað með tilheyrandi áhrifum á íbúðaverð heldur mun einnig gera næstu klippingu eða næstu heimsókn píparans dýrari fyrir fólkið í landinu. Þetta útspil Samfylkingarinnar kemur að vísu ekkert á óvart þar sem nær enginn af efstu 5 frambjóðendum þeirra í öllum kjördæmum starfar í einkageiranum. Þeim finnst sjálfsagt að vinnandi fólk á einkamarkaði, sem drífur áfram verðmætasköpun í samfélaginu, greiði meira og meira og meira. Á sama tíma stytta þau vinnutíma sinn, sleppa því að mæta á föstudögum aðra hverju viku og safna upp orlofi eins og við þekkjum frá Reykjavíkurborg. Þau sóa fjármunum sem framtakssamir aðilar hafa skapað í ótal gæluverkefni, nefndir og skýrslur sem enda í skúffum og endalausar skemmtiferðir til útlanda á ráðstefnur og námskeið. Samfylkingin, nei takk! Miðflokkurinn ætlar ekki að hækka skatta á þetta öfluga fólk sem skapar verðmætin í landinu. Við ætlum að lækka skatta, skera niður í ríkisrekstri, byggja meira og lækka byggingakostnað. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Bessí Þóra Jónsdóttir Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Við þekkjum flest öll harðduglegt vinnandi fólk í iðngreinum: Gumma pípara, Sigga smið eða Önnu hársnyrti. Þau hafa tekið mikla áhættu og ákveðið að fara í eigin rekstur þar sem mánaðarlegur launatékki er ekki tryggður. Ef Samfylkingin kemst til valda ætla frambjóðendur hennar að hækka skatta á þessa aðila. Það er gert undir því yfirskyni að loka svokölluðu „ehf gati“, sem er reyndar byggt á misskilningi, en Samfylkingin hefur sett fram sem eitt af sínum helstu stefnumálum. Víðir Reynisson oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi lét hafa eftir sér að rakarar, píparar og smiðir í eigin rekstri hefðu breiðari bök heldur en almennir launþegar og gætu því tekið skattahækkanir á sig. Í málflutningi hans má skynja ákveðinn hroka og vanvirðingu í garð fólks í eigin rekstri. Þessir aðilar búa ekki við sama starfsöryggi og almennir launamenn og verða þar að auki yfirleitt fyrir tekjumissi við veikindi og orlof. Húsnæðismál hafa verið í brennidepli síðustu misseri. Það liggur fyrir að við þurfum að byggja mikið á næstu árum, bæði húsnæði og innviði. Því er gífurleg eftirspurn eftir mikilvægu vinnuframlagi frá pípurum, smiðum, rafvikjum og öðrum framtakssömum aðilum. Á sama tíma búum við nú þegar við skort á iðnmenntuðu fólki. Þessi tillaga Samfylkingar um að hækka skatta á sjálfstæða atvinnurekendur mun gera iðnmenntun minna spennandi og líklega draga úr aðsókn í slíkt námá þeim tíma sem við þurfum mest á iðnmenntuðu fólki að halda. Skattahækkanir Samfylkingarinnar munu leiða til þess að smiðir, píparar og annað harðduglegt fólk í eigin rekstri þurfi að hækka verð til að mæta þessum skattahækkunum. Þetta mun ekki bara hækka byggingakostnað með tilheyrandi áhrifum á íbúðaverð heldur mun einnig gera næstu klippingu eða næstu heimsókn píparans dýrari fyrir fólkið í landinu. Þetta útspil Samfylkingarinnar kemur að vísu ekkert á óvart þar sem nær enginn af efstu 5 frambjóðendum þeirra í öllum kjördæmum starfar í einkageiranum. Þeim finnst sjálfsagt að vinnandi fólk á einkamarkaði, sem drífur áfram verðmætasköpun í samfélaginu, greiði meira og meira og meira. Á sama tíma stytta þau vinnutíma sinn, sleppa því að mæta á föstudögum aðra hverju viku og safna upp orlofi eins og við þekkjum frá Reykjavíkurborg. Þau sóa fjármunum sem framtakssamir aðilar hafa skapað í ótal gæluverkefni, nefndir og skýrslur sem enda í skúffum og endalausar skemmtiferðir til útlanda á ráðstefnur og námskeið. Samfylkingin, nei takk! Miðflokkurinn ætlar ekki að hækka skatta á þetta öfluga fólk sem skapar verðmætin í landinu. Við ætlum að lækka skatta, skera niður í ríkisrekstri, byggja meira og lækka byggingakostnað. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun