Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2024 17:03 Norðmaðurinn var ekki sáttur. EPA-EFE/DANIEL HAMBURY Englandsmeistarar Manchester City töpuðu fjórða leiknum í röð þegar þeir sóttu Brighton & Hove Albion heim í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Pressan á Englandsmeistarana var orðin nokkur fyrir leik enda liðið ekki vant að tapa leik eftir leik. Til að setja það í samhengi hafði Pep Guardiola aldrei tapað fjórum leikjum í röð á þjálfaraferli sínum. Guardiola á hliðarlínunni.EPA-EFE/DANIEL HAMBURY Það hefur því glatt Pep og stuðningsfólk Man City þegar boltinn barst til norsku markamaskínunnar Erling Haaland um miðbik fyrri hálfleiks. Hann tæklaði knöttinn í netið og gestirnir komnir yfir. Héldu þeir í þá forystu fram í hálfleik. Í síðari hálfleik gerðu heimamenn skiptingar í von um að komast inn í leikinn á nýjan leik. Þeir höfðu ógnað marki gestanna áður en jöfnunarmarkið kom. Boltinn var laus í teignum og náðu gestirnir ekki að hreinsa. Það nýtti varamaðurinn João Pedro sér og skoraði af mikilli yfirvegun. Hans þriðja mark á leiktíðinni en hann hefur nú skorað á móti Man United, Arsenal og Man City. Fimm mínútum síðar átti Pedro frábæra sendingu inn á teig þar sem annar varamaður, Matt O‘Riley, skilaði í netið og staðan óvænt orðin 2-1 heimamönnum í vil. Super subs. 😍 pic.twitter.com/H0Za8tEfLX— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) November 9, 2024 Þrátt fyrir að sækja og sækja undir lok leiks vildi boltinn ekki inn og Brighton vann frækinn 2-1 sigur. Fjórða tap Man City í röð jafnframt staðreynd. Gestirnir eru því áfram tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool sem mætir Aston Villa síðar í kvöld. Á sama tíma er Brighton í 4. sæti. Enski boltinn Fótbolti
Englandsmeistarar Manchester City töpuðu fjórða leiknum í röð þegar þeir sóttu Brighton & Hove Albion heim í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Pressan á Englandsmeistarana var orðin nokkur fyrir leik enda liðið ekki vant að tapa leik eftir leik. Til að setja það í samhengi hafði Pep Guardiola aldrei tapað fjórum leikjum í röð á þjálfaraferli sínum. Guardiola á hliðarlínunni.EPA-EFE/DANIEL HAMBURY Það hefur því glatt Pep og stuðningsfólk Man City þegar boltinn barst til norsku markamaskínunnar Erling Haaland um miðbik fyrri hálfleiks. Hann tæklaði knöttinn í netið og gestirnir komnir yfir. Héldu þeir í þá forystu fram í hálfleik. Í síðari hálfleik gerðu heimamenn skiptingar í von um að komast inn í leikinn á nýjan leik. Þeir höfðu ógnað marki gestanna áður en jöfnunarmarkið kom. Boltinn var laus í teignum og náðu gestirnir ekki að hreinsa. Það nýtti varamaðurinn João Pedro sér og skoraði af mikilli yfirvegun. Hans þriðja mark á leiktíðinni en hann hefur nú skorað á móti Man United, Arsenal og Man City. Fimm mínútum síðar átti Pedro frábæra sendingu inn á teig þar sem annar varamaður, Matt O‘Riley, skilaði í netið og staðan óvænt orðin 2-1 heimamönnum í vil. Super subs. 😍 pic.twitter.com/H0Za8tEfLX— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) November 9, 2024 Þrátt fyrir að sækja og sækja undir lok leiks vildi boltinn ekki inn og Brighton vann frækinn 2-1 sigur. Fjórða tap Man City í röð jafnframt staðreynd. Gestirnir eru því áfram tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool sem mætir Aston Villa síðar í kvöld. Á sama tíma er Brighton í 4. sæti.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti