Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Margrét Helga Erlingsdóttir. skrifar 7. nóvember 2024 15:13 Svona er útlitið fram á kvöld en veðurviðvörunum verður aflétt á miðnætti. Veður.is Appelsínugul veðurviðvörun hefur tekið gildi á Norðurlandi vegna suðvestan storms eða roks. Úrkomusamt hefur verið síðustu daga og jarðvegurinn nokkuð vatnsmettaður. Ofanflóðasérfræðingur segir skriðuhættu sunnan til. Skriða féll í Kjós. Hin appelsínugula viðvörun sem gildir nú fyrir Norðurland mun einnig gilda um Vestfirði klukkan eitt og gular viðvaranir gilda þá á Breiðafirði, miðhálendinu, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum. Einar Sveinbjörnsson er veðurfræðingur hjá Bliku. „Þetta er svona dálítill hvellur um norðanvert landið. Þá sérstaklega fyrir vestan og á norðanverðum Vestfjörðum. Það er stífur vindur eða röst sem tilheyrir þessari lægð sem er dálítið nálægt okkur og verður í hámarki þarna í kvöld,“ segir Einar. „Þessi strengur hans hellir sér inn á Vestfirði og það er verið að spá mjög hvössum og byljóttum vindi af suðvestri, sérstaklega í kringum Ísafjörð og þar í kring en það stendur stutt. Ég hugsa að þetta verði nú í hámarki um kvöldmataleytið eða upp úr því.“ Reikna megi með hvassvirði í sunnanáttinni á Snæfellsnesi og Fljótunum sem dæmi. Þegar hann snúir sér í suðvestanáttina seinni partinn taki að blása. Þá verði sviptivindar við vestanverðan Eyjafjörð í kringum Akureyri og þar norður af, út á Dalvík og Ólafsfjörð og eins í Skagafirði.“ Það hefur verið einkar vætusamt síðastliðna daga og er jarðvegurinn orðinn nokkuð vatnsmettaður, einkum sunnantil. „Við erum búin að fá nokkrar tilkynningar og þá aðallega um grjóthrun. Það hefur bara ein tilkynning borist um skriðu sem átti sér stað í Kjós. það er þannig að grót getur fallið í mikilli úrkomu og líka þegar verða miklar og skyndilegar hitabreytingar.“ Spáin fyrir daginn í dag og á morgun hafi breyst nokkuð síðan í gær og dregið úr úrkomu í spánni á meðan von er á meiri vindi. „Þannig að úrkoman nær ekki að skila sér eins mikið og við vorum að búast við. Það er í raun búið að draga aðeins úr skriðuhættunni en við getum samt ekki útilokað neitt af því að skriður geta alltaf fallið þegar mesta úrkoman er afstaðin og grjótið einnig,“ segir Unnur Blær A. Bartsch sérfræðingur á sviði ofanflóða á Veðurstofu Íslands. Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hin appelsínugula viðvörun sem gildir nú fyrir Norðurland mun einnig gilda um Vestfirði klukkan eitt og gular viðvaranir gilda þá á Breiðafirði, miðhálendinu, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum. Einar Sveinbjörnsson er veðurfræðingur hjá Bliku. „Þetta er svona dálítill hvellur um norðanvert landið. Þá sérstaklega fyrir vestan og á norðanverðum Vestfjörðum. Það er stífur vindur eða röst sem tilheyrir þessari lægð sem er dálítið nálægt okkur og verður í hámarki þarna í kvöld,“ segir Einar. „Þessi strengur hans hellir sér inn á Vestfirði og það er verið að spá mjög hvössum og byljóttum vindi af suðvestri, sérstaklega í kringum Ísafjörð og þar í kring en það stendur stutt. Ég hugsa að þetta verði nú í hámarki um kvöldmataleytið eða upp úr því.“ Reikna megi með hvassvirði í sunnanáttinni á Snæfellsnesi og Fljótunum sem dæmi. Þegar hann snúir sér í suðvestanáttina seinni partinn taki að blása. Þá verði sviptivindar við vestanverðan Eyjafjörð í kringum Akureyri og þar norður af, út á Dalvík og Ólafsfjörð og eins í Skagafirði.“ Það hefur verið einkar vætusamt síðastliðna daga og er jarðvegurinn orðinn nokkuð vatnsmettaður, einkum sunnantil. „Við erum búin að fá nokkrar tilkynningar og þá aðallega um grjóthrun. Það hefur bara ein tilkynning borist um skriðu sem átti sér stað í Kjós. það er þannig að grót getur fallið í mikilli úrkomu og líka þegar verða miklar og skyndilegar hitabreytingar.“ Spáin fyrir daginn í dag og á morgun hafi breyst nokkuð síðan í gær og dregið úr úrkomu í spánni á meðan von er á meiri vindi. „Þannig að úrkoman nær ekki að skila sér eins mikið og við vorum að búast við. Það er í raun búið að draga aðeins úr skriðuhættunni en við getum samt ekki útilokað neitt af því að skriður geta alltaf fallið þegar mesta úrkoman er afstaðin og grjótið einnig,“ segir Unnur Blær A. Bartsch sérfræðingur á sviði ofanflóða á Veðurstofu Íslands.
Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira