Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 16:02 Það eru grundvallarréttindi vinnandi fólks að beita verkfalli til að knýja á um kjarabætur. Því vakti víða athygli þegar kennarar komu saman að morgni 29. október til að tryggja að verkfall kennara á leikskólanum Ársölum í Skagafirði væri ekki brotið að fyrirskipun sveitarfélagsins Skagafjarðar. Það hefur hins vegar ekki verið fjallað mikið um aðdraganda verkfallsbrotanna eða eftirmála þeirra. Svona var atburðarásin Fyrir fund byggðarráðs 30. október óskaði ég, sem lýðræðislega kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn og áheyrnarfulltrúi í byggðaráði, eftir upplýsingum um þá ákvörðun að halda leikskólanum opnum með þeim hætti að það bryti gegn verkfallinu. Þegar átti að taka málið fyrir kom upp ágreiningur um hæfi mitt til að sitja fundinn. Hvort ég ætti að víkja af fundinum þar sem ég starfa sem kennari og gegni formennsku hjá Kennarasambandi Norðurlands vestra. Hvorki lögfræðingur Kennarasambands Íslands né lögfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga töldu mig vanhæfa þar sem ég hef enga aðkomu að verkfalli leikskólakennara, hvorki sem félagsmaður né sem fulltrúi í samninganefndum. Kennarasamtök Norðurlands vestra eru félagasamtök en ekki stéttarfélag og hafa enga aðkomu að verkfallsboðunum. Vanhæf vegna menntunar Byggðarráð ákvað að kjósa um það sem var kallað vanhæfi mitt sem kjörins fulltrúa, í máli sem varðaði aðeins upplýsingagjöf og enga stjórnvaldsákvörðun. Var mér gert að víkja af fundi á meðan byggðaráð tók góðan tíma í ákvörðun sína. Að lokum mat byggðarráð mig vanhæfa til að sitja fundinn og vísaði mér af fundinum með öllum greiddum atkvæðum. Ég lagði fram bókun áður en varamaður minn tók sæti undir þessum lið þar sem meðal annars kom fram: „Ég óskaði eftir upplýsingum um hverjir tóku ákvörðun um starfsemi leikskólans Ársala á meðan á verkfalli stendur og hvaða röksemdir lágu að baki þeim ákvörðunum nú í verkfalli Félags leikskólakennara. Byggðarráð telur mig vanhæfa til að fá þessar upplýsingar á þeim forsendum að ég sé aðili máls með því að vera formaður Kennarasambands Norðurlands vestra sem eru félagasamtök en ekki stéttarfélag.“ Samkvæmt fundargerð byggðaráðs kom svo ekki neitt fram á fundinum um það með hvaða hætti það kom til að sveitarfélagið ákvað að brjóta gegn löglegu verkfalli. Þær upplýsingar virðast ekki þola dagsljósið. Á sér ekki stoð í lögum Samkvæmt lögfræðiáliti Sambands íslenskra sveitarfélaga var ég ekki vanhæf til að sitja fundinn. Það er beinlínis ólýðræðislegt að útiloka kjörinn fulltrúa í sveitarstjórn frá því að taka þátt í umræðum um ákvarðanir sveitarfélagsins, svo sem hann er kjörinn til. Þurfa kennarar að berjast fyrir öllu? Það er í sjálfu sér alvarlegt þegar sveitarfélag fer fram með þeim hætti að brotið er gegn löglega boðuðu verkfalli. Það er líka alvarlegt þegar kjörnum fulltrúa er meinað að ræða þá ákvörðun, spyrja um hana spurninga og fá um hana upplýsingar, fyrir það eitt að starfa sem kennari. Það er brýnt að fá úr því skorið hvort þetta hafi allt saman verið eðlileg, skagfirsk stjórnsýsla og því hefur málið verið sent í kæruferli til til innviðaráðuneytisins. Höfundur er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skagafjörður Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það eru grundvallarréttindi vinnandi fólks að beita verkfalli til að knýja á um kjarabætur. Því vakti víða athygli þegar kennarar komu saman að morgni 29. október til að tryggja að verkfall kennara á leikskólanum Ársölum í Skagafirði væri ekki brotið að fyrirskipun sveitarfélagsins Skagafjarðar. Það hefur hins vegar ekki verið fjallað mikið um aðdraganda verkfallsbrotanna eða eftirmála þeirra. Svona var atburðarásin Fyrir fund byggðarráðs 30. október óskaði ég, sem lýðræðislega kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn og áheyrnarfulltrúi í byggðaráði, eftir upplýsingum um þá ákvörðun að halda leikskólanum opnum með þeim hætti að það bryti gegn verkfallinu. Þegar átti að taka málið fyrir kom upp ágreiningur um hæfi mitt til að sitja fundinn. Hvort ég ætti að víkja af fundinum þar sem ég starfa sem kennari og gegni formennsku hjá Kennarasambandi Norðurlands vestra. Hvorki lögfræðingur Kennarasambands Íslands né lögfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga töldu mig vanhæfa þar sem ég hef enga aðkomu að verkfalli leikskólakennara, hvorki sem félagsmaður né sem fulltrúi í samninganefndum. Kennarasamtök Norðurlands vestra eru félagasamtök en ekki stéttarfélag og hafa enga aðkomu að verkfallsboðunum. Vanhæf vegna menntunar Byggðarráð ákvað að kjósa um það sem var kallað vanhæfi mitt sem kjörins fulltrúa, í máli sem varðaði aðeins upplýsingagjöf og enga stjórnvaldsákvörðun. Var mér gert að víkja af fundi á meðan byggðaráð tók góðan tíma í ákvörðun sína. Að lokum mat byggðarráð mig vanhæfa til að sitja fundinn og vísaði mér af fundinum með öllum greiddum atkvæðum. Ég lagði fram bókun áður en varamaður minn tók sæti undir þessum lið þar sem meðal annars kom fram: „Ég óskaði eftir upplýsingum um hverjir tóku ákvörðun um starfsemi leikskólans Ársala á meðan á verkfalli stendur og hvaða röksemdir lágu að baki þeim ákvörðunum nú í verkfalli Félags leikskólakennara. Byggðarráð telur mig vanhæfa til að fá þessar upplýsingar á þeim forsendum að ég sé aðili máls með því að vera formaður Kennarasambands Norðurlands vestra sem eru félagasamtök en ekki stéttarfélag.“ Samkvæmt fundargerð byggðaráðs kom svo ekki neitt fram á fundinum um það með hvaða hætti það kom til að sveitarfélagið ákvað að brjóta gegn löglegu verkfalli. Þær upplýsingar virðast ekki þola dagsljósið. Á sér ekki stoð í lögum Samkvæmt lögfræðiáliti Sambands íslenskra sveitarfélaga var ég ekki vanhæf til að sitja fundinn. Það er beinlínis ólýðræðislegt að útiloka kjörinn fulltrúa í sveitarstjórn frá því að taka þátt í umræðum um ákvarðanir sveitarfélagsins, svo sem hann er kjörinn til. Þurfa kennarar að berjast fyrir öllu? Það er í sjálfu sér alvarlegt þegar sveitarfélag fer fram með þeim hætti að brotið er gegn löglega boðuðu verkfalli. Það er líka alvarlegt þegar kjörnum fulltrúa er meinað að ræða þá ákvörðun, spyrja um hana spurninga og fá um hana upplýsingar, fyrir það eitt að starfa sem kennari. Það er brýnt að fá úr því skorið hvort þetta hafi allt saman verið eðlileg, skagfirsk stjórnsýsla og því hefur málið verið sent í kæruferli til til innviðaráðuneytisins. Höfundur er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi og kennari
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun