Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 16:02 Það eru grundvallarréttindi vinnandi fólks að beita verkfalli til að knýja á um kjarabætur. Því vakti víða athygli þegar kennarar komu saman að morgni 29. október til að tryggja að verkfall kennara á leikskólanum Ársölum í Skagafirði væri ekki brotið að fyrirskipun sveitarfélagsins Skagafjarðar. Það hefur hins vegar ekki verið fjallað mikið um aðdraganda verkfallsbrotanna eða eftirmála þeirra. Svona var atburðarásin Fyrir fund byggðarráðs 30. október óskaði ég, sem lýðræðislega kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn og áheyrnarfulltrúi í byggðaráði, eftir upplýsingum um þá ákvörðun að halda leikskólanum opnum með þeim hætti að það bryti gegn verkfallinu. Þegar átti að taka málið fyrir kom upp ágreiningur um hæfi mitt til að sitja fundinn. Hvort ég ætti að víkja af fundinum þar sem ég starfa sem kennari og gegni formennsku hjá Kennarasambandi Norðurlands vestra. Hvorki lögfræðingur Kennarasambands Íslands né lögfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga töldu mig vanhæfa þar sem ég hef enga aðkomu að verkfalli leikskólakennara, hvorki sem félagsmaður né sem fulltrúi í samninganefndum. Kennarasamtök Norðurlands vestra eru félagasamtök en ekki stéttarfélag og hafa enga aðkomu að verkfallsboðunum. Vanhæf vegna menntunar Byggðarráð ákvað að kjósa um það sem var kallað vanhæfi mitt sem kjörins fulltrúa, í máli sem varðaði aðeins upplýsingagjöf og enga stjórnvaldsákvörðun. Var mér gert að víkja af fundi á meðan byggðaráð tók góðan tíma í ákvörðun sína. Að lokum mat byggðarráð mig vanhæfa til að sitja fundinn og vísaði mér af fundinum með öllum greiddum atkvæðum. Ég lagði fram bókun áður en varamaður minn tók sæti undir þessum lið þar sem meðal annars kom fram: „Ég óskaði eftir upplýsingum um hverjir tóku ákvörðun um starfsemi leikskólans Ársala á meðan á verkfalli stendur og hvaða röksemdir lágu að baki þeim ákvörðunum nú í verkfalli Félags leikskólakennara. Byggðarráð telur mig vanhæfa til að fá þessar upplýsingar á þeim forsendum að ég sé aðili máls með því að vera formaður Kennarasambands Norðurlands vestra sem eru félagasamtök en ekki stéttarfélag.“ Samkvæmt fundargerð byggðaráðs kom svo ekki neitt fram á fundinum um það með hvaða hætti það kom til að sveitarfélagið ákvað að brjóta gegn löglegu verkfalli. Þær upplýsingar virðast ekki þola dagsljósið. Á sér ekki stoð í lögum Samkvæmt lögfræðiáliti Sambands íslenskra sveitarfélaga var ég ekki vanhæf til að sitja fundinn. Það er beinlínis ólýðræðislegt að útiloka kjörinn fulltrúa í sveitarstjórn frá því að taka þátt í umræðum um ákvarðanir sveitarfélagsins, svo sem hann er kjörinn til. Þurfa kennarar að berjast fyrir öllu? Það er í sjálfu sér alvarlegt þegar sveitarfélag fer fram með þeim hætti að brotið er gegn löglega boðuðu verkfalli. Það er líka alvarlegt þegar kjörnum fulltrúa er meinað að ræða þá ákvörðun, spyrja um hana spurninga og fá um hana upplýsingar, fyrir það eitt að starfa sem kennari. Það er brýnt að fá úr því skorið hvort þetta hafi allt saman verið eðlileg, skagfirsk stjórnsýsla og því hefur málið verið sent í kæruferli til til innviðaráðuneytisins. Höfundur er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skagafjörður Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það eru grundvallarréttindi vinnandi fólks að beita verkfalli til að knýja á um kjarabætur. Því vakti víða athygli þegar kennarar komu saman að morgni 29. október til að tryggja að verkfall kennara á leikskólanum Ársölum í Skagafirði væri ekki brotið að fyrirskipun sveitarfélagsins Skagafjarðar. Það hefur hins vegar ekki verið fjallað mikið um aðdraganda verkfallsbrotanna eða eftirmála þeirra. Svona var atburðarásin Fyrir fund byggðarráðs 30. október óskaði ég, sem lýðræðislega kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn og áheyrnarfulltrúi í byggðaráði, eftir upplýsingum um þá ákvörðun að halda leikskólanum opnum með þeim hætti að það bryti gegn verkfallinu. Þegar átti að taka málið fyrir kom upp ágreiningur um hæfi mitt til að sitja fundinn. Hvort ég ætti að víkja af fundinum þar sem ég starfa sem kennari og gegni formennsku hjá Kennarasambandi Norðurlands vestra. Hvorki lögfræðingur Kennarasambands Íslands né lögfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga töldu mig vanhæfa þar sem ég hef enga aðkomu að verkfalli leikskólakennara, hvorki sem félagsmaður né sem fulltrúi í samninganefndum. Kennarasamtök Norðurlands vestra eru félagasamtök en ekki stéttarfélag og hafa enga aðkomu að verkfallsboðunum. Vanhæf vegna menntunar Byggðarráð ákvað að kjósa um það sem var kallað vanhæfi mitt sem kjörins fulltrúa, í máli sem varðaði aðeins upplýsingagjöf og enga stjórnvaldsákvörðun. Var mér gert að víkja af fundi á meðan byggðaráð tók góðan tíma í ákvörðun sína. Að lokum mat byggðarráð mig vanhæfa til að sitja fundinn og vísaði mér af fundinum með öllum greiddum atkvæðum. Ég lagði fram bókun áður en varamaður minn tók sæti undir þessum lið þar sem meðal annars kom fram: „Ég óskaði eftir upplýsingum um hverjir tóku ákvörðun um starfsemi leikskólans Ársala á meðan á verkfalli stendur og hvaða röksemdir lágu að baki þeim ákvörðunum nú í verkfalli Félags leikskólakennara. Byggðarráð telur mig vanhæfa til að fá þessar upplýsingar á þeim forsendum að ég sé aðili máls með því að vera formaður Kennarasambands Norðurlands vestra sem eru félagasamtök en ekki stéttarfélag.“ Samkvæmt fundargerð byggðaráðs kom svo ekki neitt fram á fundinum um það með hvaða hætti það kom til að sveitarfélagið ákvað að brjóta gegn löglegu verkfalli. Þær upplýsingar virðast ekki þola dagsljósið. Á sér ekki stoð í lögum Samkvæmt lögfræðiáliti Sambands íslenskra sveitarfélaga var ég ekki vanhæf til að sitja fundinn. Það er beinlínis ólýðræðislegt að útiloka kjörinn fulltrúa í sveitarstjórn frá því að taka þátt í umræðum um ákvarðanir sveitarfélagsins, svo sem hann er kjörinn til. Þurfa kennarar að berjast fyrir öllu? Það er í sjálfu sér alvarlegt þegar sveitarfélag fer fram með þeim hætti að brotið er gegn löglega boðuðu verkfalli. Það er líka alvarlegt þegar kjörnum fulltrúa er meinað að ræða þá ákvörðun, spyrja um hana spurninga og fá um hana upplýsingar, fyrir það eitt að starfa sem kennari. Það er brýnt að fá úr því skorið hvort þetta hafi allt saman verið eðlileg, skagfirsk stjórnsýsla og því hefur málið verið sent í kæruferli til til innviðaráðuneytisins. Höfundur er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi og kennari
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun