Nebraska heyrir sögunni til Jón Þór Stefánsson skrifar 7. nóvember 2024 17:24 Nebraska var til húsa við Barónsstíg. Vísir/Anton Brink Veitingastaðnum og tískuvöruversluninni Nebraska, sem var til húsa á Barónsstíg 6, hefur verið lokað. Staðurinn opnaði í desember 2021, en það var Guðmundur Jörundsson, fatahönnuður, sem rak fyrirtækið. Benedikt Andrason og Kjartan Óli Guðmundsson höfðu verið með honum í rekstrinum, en sá fyrrnefndi hætti í fyrra og sá síðarnefndi í byrjun árs samkvæmt heimildum fréttastofu. Þegar staðurinn opnaði var greint frá því að hjónin Davíð Másson og Lilja Einarsdóttir og félagi þeirra Finnur Björn Harðarson væru bakhjarlar verkefnisins og helstu fjárfestar. Nebraska var bæði veitingastaður og fatavöruverslun. Guðmundur sagði í Íslandi í dag í apríl síðastliðnum að hann hefði gengið lengi með hugmyndina í maganum. „Fataverslun og tíska er svolítið stíft og mörgum finnst óþægilegt að koma inn í svona búðir. Þá verður allt afslappaðra þegar þú ert kominn með mat og vín, og eitthvað sem er hægt að tala um,“ sagði Guðmundur í Íslandi í dag. Í fatabúðinni mátti finna merkjavörur frá Heliot Emil, Suicoke og Racer Woldwide svo fátt eitt sé nefnt. Á veitingastaðnum var boðið upp á fjölbreyttan matseðil. Einnig var vínbar á Nebraska með gott úrval af veigum. „Nafnið er mjög tilviljanakennt, við fíluðum bara útlitið á nafninu Nebraska. Innblásturinn er kannski Bruce Springsteen platan Nebraska, hugmyndin kemur kannski svolítið þaðan. En þetta er ekki tilvísun í neitt sérstakt, þetta er bara flott nafn, eins og íslenskt orð líka, hart og flott,“ sagði Guðmundur um nafnavalið við Vísi um það leyti sem staðurinn opnaði 2021. Matur Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02 Ramsay snæddi á Nebraska og lenti í árekstri á Edition Stjörnukokkurinn og annálaði Íslandsvinurinn Gordon Ramsay er enn eina ferðina mættur hingað til lands. Þótt bókunum ferðamanna á gistingu hér á landi hafi farið fækkandi á milli ára þá missir Ramsay ekki úr Íslandsferð. 25. júlí 2024 12:36 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Staðurinn opnaði í desember 2021, en það var Guðmundur Jörundsson, fatahönnuður, sem rak fyrirtækið. Benedikt Andrason og Kjartan Óli Guðmundsson höfðu verið með honum í rekstrinum, en sá fyrrnefndi hætti í fyrra og sá síðarnefndi í byrjun árs samkvæmt heimildum fréttastofu. Þegar staðurinn opnaði var greint frá því að hjónin Davíð Másson og Lilja Einarsdóttir og félagi þeirra Finnur Björn Harðarson væru bakhjarlar verkefnisins og helstu fjárfestar. Nebraska var bæði veitingastaður og fatavöruverslun. Guðmundur sagði í Íslandi í dag í apríl síðastliðnum að hann hefði gengið lengi með hugmyndina í maganum. „Fataverslun og tíska er svolítið stíft og mörgum finnst óþægilegt að koma inn í svona búðir. Þá verður allt afslappaðra þegar þú ert kominn með mat og vín, og eitthvað sem er hægt að tala um,“ sagði Guðmundur í Íslandi í dag. Í fatabúðinni mátti finna merkjavörur frá Heliot Emil, Suicoke og Racer Woldwide svo fátt eitt sé nefnt. Á veitingastaðnum var boðið upp á fjölbreyttan matseðil. Einnig var vínbar á Nebraska með gott úrval af veigum. „Nafnið er mjög tilviljanakennt, við fíluðum bara útlitið á nafninu Nebraska. Innblásturinn er kannski Bruce Springsteen platan Nebraska, hugmyndin kemur kannski svolítið þaðan. En þetta er ekki tilvísun í neitt sérstakt, þetta er bara flott nafn, eins og íslenskt orð líka, hart og flott,“ sagði Guðmundur um nafnavalið við Vísi um það leyti sem staðurinn opnaði 2021.
Matur Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02 Ramsay snæddi á Nebraska og lenti í árekstri á Edition Stjörnukokkurinn og annálaði Íslandsvinurinn Gordon Ramsay er enn eina ferðina mættur hingað til lands. Þótt bókunum ferðamanna á gistingu hér á landi hafi farið fækkandi á milli ára þá missir Ramsay ekki úr Íslandsferð. 25. júlí 2024 12:36 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02
Ramsay snæddi á Nebraska og lenti í árekstri á Edition Stjörnukokkurinn og annálaði Íslandsvinurinn Gordon Ramsay er enn eina ferðina mættur hingað til lands. Þótt bókunum ferðamanna á gistingu hér á landi hafi farið fækkandi á milli ára þá missir Ramsay ekki úr Íslandsferð. 25. júlí 2024 12:36