Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2024 07:16 Íbúar í Árneshreppi eru 53. Þótt Árneshreppur sé eitt fámennasta sveitarfélag landsins þá erum við væntanlega öll sammála um að fólkið sem þar býr skipti máli fyrir íslenskt samfélag. Venjulegt, harðduglegt íslenskt fólk. Feður, mæður, bræður, systur, ömmur og afar. Ég þykist vita að Íslensk þjóð yrði slegin miklum harmi ef allir íbúar Árneshrepps féllu frá í einu vetfangi. Það yrði hræðileg blóðtaka fyrir íslenskt samfélag og þungbært áfall. Þjóðin myndi sameinast í mikilli sorg. Eðlilega. Það er nefnilega sárt þegar fólkið okkar fellur frá. Á síðasta ári létust 56 Íslendingar vegna lyfjaeitrunar. Dauðsföllin eru þó talsvert fleiri því í tölfræðina vantar andlát sem rekja má til ofneyslu lyfja þótt dánarorsök sé skráð sem önnur. Þetta eru fleiri en búa í Árneshreppi. Því miður þá sameinast þjóðin ekki í sorg þegar þetta góða fólk deyr. Þess í stað endar það sem tölfræði í gagnagrunni Landlæknis. Í exelskjali. Öll hétu þau þó eitthvað. Þetta voru jú feður, mæður, bræður, systur, ömmur og afar. Þessir einstaklingar sem nú eru látnir vegna ömurlegs sjúkdóms skipta líka máli. Í þessum hópi var eitt barn undir átján. Ekki komið með aldur til að kaupa vín en samt dáið úr fíknisjúkdómnum. Ekki get ég sett mig í spor syrgjandi aðstandenda sem hafa misst svona mikið. Og svona sviplega. En ég held samt að við ættum öll að reyna. Þó ekki væri nema andartak. Þetta var ekki bara einhver einn í einhverri tölfræði, heldur manneskja af holdi og blóði. Barn sem átti annað og betra skilið. 38 voru á aldrinum 18 til 44 ára. Hvað ætli mörg ung börn hafi misst foreldri úr þessum hópi? Ég veit ekki svarið en þau hafa væntanlega verið nokkuð mörg. Þessi missir fylgir þeim út lífið og hefur meiri áhrif á þau en við getum ímyndað okkur. Sum þeirra munu ekki einu sinni eiga minningar um foreldra sína, sem dóu frá börnunum sínum vegna veikinda. Er eitthvað sorglegra en lítið barn sem hefur misst mömmu eða pabba? Varla. Það fylgir reyndar ekki sögunni í exelskjali Landlæknis en er staðreynd engu að síður. 17 úr þessum hópi voru svo á aldrinum 45 til 74 ára. Örugglega feður og mæður. Og ætli það megi ekki slá því föstu að á bak við þessa tölfræði séu barnabörn sem hafi grátið með ekka í kirkju þegar afi eða amma var jarðsungin. Gætum við kannski mögulega reynt af veikum mætti að kveikja á þeirri staðreynd þegar lesum þessar örfáu fréttir sem sagðar eru af öllu nafnlausa fólkinu sem finna má í talagrunni Landlæknis? Fyrir 10 árum voru lyfjaandlátin 23. Í fyrra voru þau 56. Fyrir utan alla hina sem faldir eru annarstaðar í tölfræði hins opinbera en dóu engu að síður úr sama sjúkdómi. Þessi aukning skelfir mig mikið. Við eigum ekki að sætta okkur við þessi dauðsföll. Samfélagið er að missa svo mikið. Auðvitað skiptir það gríðarlegu máli að efla þau úræði sem við eigum og hafa reynst vel, til að talan lækki í exelskjalinu sem haldið er utan um af fagfólkinu í Katrínartúni. Fyrir því hef ég gert grein í fleiri ræðum og greinum en ég hef tölu á. En það skiptir samt enn meira máli að við áttum okkur á, í eitt skipti fyrir öll, að þetta er fólk. Ekki tölur á blaði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúar í Árneshreppi eru 53. Þótt Árneshreppur sé eitt fámennasta sveitarfélag landsins þá erum við væntanlega öll sammála um að fólkið sem þar býr skipti máli fyrir íslenskt samfélag. Venjulegt, harðduglegt íslenskt fólk. Feður, mæður, bræður, systur, ömmur og afar. Ég þykist vita að Íslensk þjóð yrði slegin miklum harmi ef allir íbúar Árneshrepps féllu frá í einu vetfangi. Það yrði hræðileg blóðtaka fyrir íslenskt samfélag og þungbært áfall. Þjóðin myndi sameinast í mikilli sorg. Eðlilega. Það er nefnilega sárt þegar fólkið okkar fellur frá. Á síðasta ári létust 56 Íslendingar vegna lyfjaeitrunar. Dauðsföllin eru þó talsvert fleiri því í tölfræðina vantar andlát sem rekja má til ofneyslu lyfja þótt dánarorsök sé skráð sem önnur. Þetta eru fleiri en búa í Árneshreppi. Því miður þá sameinast þjóðin ekki í sorg þegar þetta góða fólk deyr. Þess í stað endar það sem tölfræði í gagnagrunni Landlæknis. Í exelskjali. Öll hétu þau þó eitthvað. Þetta voru jú feður, mæður, bræður, systur, ömmur og afar. Þessir einstaklingar sem nú eru látnir vegna ömurlegs sjúkdóms skipta líka máli. Í þessum hópi var eitt barn undir átján. Ekki komið með aldur til að kaupa vín en samt dáið úr fíknisjúkdómnum. Ekki get ég sett mig í spor syrgjandi aðstandenda sem hafa misst svona mikið. Og svona sviplega. En ég held samt að við ættum öll að reyna. Þó ekki væri nema andartak. Þetta var ekki bara einhver einn í einhverri tölfræði, heldur manneskja af holdi og blóði. Barn sem átti annað og betra skilið. 38 voru á aldrinum 18 til 44 ára. Hvað ætli mörg ung börn hafi misst foreldri úr þessum hópi? Ég veit ekki svarið en þau hafa væntanlega verið nokkuð mörg. Þessi missir fylgir þeim út lífið og hefur meiri áhrif á þau en við getum ímyndað okkur. Sum þeirra munu ekki einu sinni eiga minningar um foreldra sína, sem dóu frá börnunum sínum vegna veikinda. Er eitthvað sorglegra en lítið barn sem hefur misst mömmu eða pabba? Varla. Það fylgir reyndar ekki sögunni í exelskjali Landlæknis en er staðreynd engu að síður. 17 úr þessum hópi voru svo á aldrinum 45 til 74 ára. Örugglega feður og mæður. Og ætli það megi ekki slá því föstu að á bak við þessa tölfræði séu barnabörn sem hafi grátið með ekka í kirkju þegar afi eða amma var jarðsungin. Gætum við kannski mögulega reynt af veikum mætti að kveikja á þeirri staðreynd þegar lesum þessar örfáu fréttir sem sagðar eru af öllu nafnlausa fólkinu sem finna má í talagrunni Landlæknis? Fyrir 10 árum voru lyfjaandlátin 23. Í fyrra voru þau 56. Fyrir utan alla hina sem faldir eru annarstaðar í tölfræði hins opinbera en dóu engu að síður úr sama sjúkdómi. Þessi aukning skelfir mig mikið. Við eigum ekki að sætta okkur við þessi dauðsföll. Samfélagið er að missa svo mikið. Auðvitað skiptir það gríðarlegu máli að efla þau úræði sem við eigum og hafa reynst vel, til að talan lækki í exelskjalinu sem haldið er utan um af fagfólkinu í Katrínartúni. Fyrir því hef ég gert grein í fleiri ræðum og greinum en ég hef tölu á. En það skiptir samt enn meira máli að við áttum okkur á, í eitt skipti fyrir öll, að þetta er fólk. Ekki tölur á blaði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun