Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 09:15 Á síðustu þremur árum hafa fleiri gögn verið framleidd en í allri mannkynssögunni fram að þeim tíma. Það er gott dæmi um það hversu hratt gervigreindin hefur þróast. Í gær kynnti ég fyrstu aðgerðaráætlun Íslands um gervigreind en með henni er lagður grunnur að því hvernig Ísland getur verið leiðandi í ábyrgri nýtingu gervigreindar sem mun skapa tækifæri, velmegun og framfarir fyrir alla landsmenn. Gervigreind er að umbreyta heiminum á fordæmalausum hraða. Einstök sóknarfæri felast í þessari þróun fyrir land eins og Ísland. Í greiningu á efnahagslegum tækifærum gervigreindar á Íslandi sem við unnum meðfram aðgerðaráætluninni kemur m.a. fram að um 55% starfa á Íslandi, eða um 130 þúsund manns, eru talin líkleg til að verða fyrir miklum áhrifum af gervigreind en alls verða um 75% starfa fyrir einhverjum áhrifum. Hamlandi regluflækjur Evrópusambandsins Samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavettvangi mun að miklu leyti ráðast af því hversu vel okkur tekst að tileinka okkur og nýta gervigreind. Árangur Íslands mun ráðast af tveimur þáttum: annars vegar hversu öflug við verðum að mennta einstaklinga og auka hæfni þeirra og hins vegar hversu fljót almenn notkun hennar verður á Íslandi. Verg landsframleiðsla á Íslandi gæti aukist um 0,8 til 6% árlega fram til ársins 2029, allt eftir því hvernig Íslandi mun farnast í þessum tveimur þáttum. Samanlagt jafngildir það 174 til 1450 milljörðum króna á næstu fimm árum. Ein af aðgerðum áætlunarinnar snýr að hagsmunagæslu okkar gagnvart ESB, en á meðan Bandaríkin og Kína eru á ljóshraða við nýtingu gervigreindar silast Evrópa áfram. Gervigreindarlöggjöf sambandsins er ítarleg og óskiljanleg regluflækja sem getur auðveldlega hindrað nýsköpun í Evrópu þar sem margar lausnir verða of dýrar eða tímafrekar í þróun vegna kostnaðarsamra og flókinna krafna og eftirlits. Önnur aðgerð snýr að mikilvægi þess að Ísland byggi upp öfluga reiknigetu sem krefst aukins orkuframboðs. Við verðum að laða hingað til lands gervigreindargagnaver svo tækifærin verði að veruleika. 30% af vinnutíma opinberra starfsmanna er hægt að sjálfvirknivæða Gervigreindin mun ekki aðeins auka framleiðni og skilvirkni í atvinnulífinu heldur einnig opna á nýja möguleika í rekstri og skilvirkni hins opinbera. Alþjóðlegar greiningar sýna að opinberir starfsmenn verja að meðaltali 30% vinnutímans í verkefni sem mætti sjálfvirknivæða með aðstoð gervigreindar. Ávinningurinn af gervigreind nær langt út fyrir hefðbundna efnahagslega mælikvarða. Í opinberri þjónustu opnar hún möguleika á að efla skilvirkni stjórnsýslunnar og stuðla að betri þjónustu við hinn almenna borgara. Í heilbrigðiskerfinu getur hún orðið til þess að bæta sjúkdómsgreiningar og gera meðferðir markvissari. Í menntakerfinu opnar hún nýjar leiðir til einstaklingsmiðaðs náms og símenntunar. Þessi áhrif munu teygja sig inn í alla króka og kima samfélagsins og skapa grundvöll fyrir aukna velsæld og bætt lífsgæði allra landsmanna. Samkeppnishæfni landsins er undir Gervigreind er ekki lengur framtíðartækni - hún er veruleiki dagsins í dag og við verðum að grípa tækifærið. Við verðum að fjárfesta og forgangsraða í tækifærum gervigreindar. Þannig munum við byggja upp samfélag sem er betur í stakk búið til að takast á við áskoranir framtíðarinnar og skapa betri lífsskilyrði fyrir komandi kynslóðir og einfaldað líf fólks. Þetta er okkar tækifæri og okkar ábyrgð. Tíminn til að hefja þessa vegferð er núna. Kynnið ykkur skýrslu um efnahagsleg tækifæri Íslands og aðgerðaráætlun um gervigreind á hvin.is eða í samráðsgátt stjórnvalda. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Gervigreind Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Á síðustu þremur árum hafa fleiri gögn verið framleidd en í allri mannkynssögunni fram að þeim tíma. Það er gott dæmi um það hversu hratt gervigreindin hefur þróast. Í gær kynnti ég fyrstu aðgerðaráætlun Íslands um gervigreind en með henni er lagður grunnur að því hvernig Ísland getur verið leiðandi í ábyrgri nýtingu gervigreindar sem mun skapa tækifæri, velmegun og framfarir fyrir alla landsmenn. Gervigreind er að umbreyta heiminum á fordæmalausum hraða. Einstök sóknarfæri felast í þessari þróun fyrir land eins og Ísland. Í greiningu á efnahagslegum tækifærum gervigreindar á Íslandi sem við unnum meðfram aðgerðaráætluninni kemur m.a. fram að um 55% starfa á Íslandi, eða um 130 þúsund manns, eru talin líkleg til að verða fyrir miklum áhrifum af gervigreind en alls verða um 75% starfa fyrir einhverjum áhrifum. Hamlandi regluflækjur Evrópusambandsins Samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavettvangi mun að miklu leyti ráðast af því hversu vel okkur tekst að tileinka okkur og nýta gervigreind. Árangur Íslands mun ráðast af tveimur þáttum: annars vegar hversu öflug við verðum að mennta einstaklinga og auka hæfni þeirra og hins vegar hversu fljót almenn notkun hennar verður á Íslandi. Verg landsframleiðsla á Íslandi gæti aukist um 0,8 til 6% árlega fram til ársins 2029, allt eftir því hvernig Íslandi mun farnast í þessum tveimur þáttum. Samanlagt jafngildir það 174 til 1450 milljörðum króna á næstu fimm árum. Ein af aðgerðum áætlunarinnar snýr að hagsmunagæslu okkar gagnvart ESB, en á meðan Bandaríkin og Kína eru á ljóshraða við nýtingu gervigreindar silast Evrópa áfram. Gervigreindarlöggjöf sambandsins er ítarleg og óskiljanleg regluflækja sem getur auðveldlega hindrað nýsköpun í Evrópu þar sem margar lausnir verða of dýrar eða tímafrekar í þróun vegna kostnaðarsamra og flókinna krafna og eftirlits. Önnur aðgerð snýr að mikilvægi þess að Ísland byggi upp öfluga reiknigetu sem krefst aukins orkuframboðs. Við verðum að laða hingað til lands gervigreindargagnaver svo tækifærin verði að veruleika. 30% af vinnutíma opinberra starfsmanna er hægt að sjálfvirknivæða Gervigreindin mun ekki aðeins auka framleiðni og skilvirkni í atvinnulífinu heldur einnig opna á nýja möguleika í rekstri og skilvirkni hins opinbera. Alþjóðlegar greiningar sýna að opinberir starfsmenn verja að meðaltali 30% vinnutímans í verkefni sem mætti sjálfvirknivæða með aðstoð gervigreindar. Ávinningurinn af gervigreind nær langt út fyrir hefðbundna efnahagslega mælikvarða. Í opinberri þjónustu opnar hún möguleika á að efla skilvirkni stjórnsýslunnar og stuðla að betri þjónustu við hinn almenna borgara. Í heilbrigðiskerfinu getur hún orðið til þess að bæta sjúkdómsgreiningar og gera meðferðir markvissari. Í menntakerfinu opnar hún nýjar leiðir til einstaklingsmiðaðs náms og símenntunar. Þessi áhrif munu teygja sig inn í alla króka og kima samfélagsins og skapa grundvöll fyrir aukna velsæld og bætt lífsgæði allra landsmanna. Samkeppnishæfni landsins er undir Gervigreind er ekki lengur framtíðartækni - hún er veruleiki dagsins í dag og við verðum að grípa tækifærið. Við verðum að fjárfesta og forgangsraða í tækifærum gervigreindar. Þannig munum við byggja upp samfélag sem er betur í stakk búið til að takast á við áskoranir framtíðarinnar og skapa betri lífsskilyrði fyrir komandi kynslóðir og einfaldað líf fólks. Þetta er okkar tækifæri og okkar ábyrgð. Tíminn til að hefja þessa vegferð er núna. Kynnið ykkur skýrslu um efnahagsleg tækifæri Íslands og aðgerðaráætlun um gervigreind á hvin.is eða í samráðsgátt stjórnvalda. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun