Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 13:31 Samfylkingin gerir kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Fólk í landinu vill öryggi í samgöngum og öflugt atvinnulíf um land allt. Öruggar samgöngur eru lífæð samfélagsins. Fólk sækir vinnu og þjónustu á milli byggðarlaga og gerir þá sjálfsögðu kröfu að komast öruggt á milli staða. Það er á ábyrgð stjórnmálafólks að þessir innviðir séu í lagi. Grundvallarkrafa Samfylkingarinnar um framfarir í samgöngumálum felst í því að fjárfestingar fari upp í meðaltal OECD ríkja fyrir árið 2030. Frá aldamótum hafa fjárfestingar í samgöngum á Íslandi dregist aftur úr öðrum Norðurlöndum og meðaltali OECD-ríkja. Fjárfestingar í samgöngum á Íslandi eru aðeins 0,5% af vergri landsframleiðslu en í öðrum ríkjum OECD er meðaltalið um 1%. Þessi staða birtist meðal annars í viðhaldsskuld í vegakerfi landsins og algjöru framkvæmdastoppi við gerð jarðganga. Með því að hækka viðmiðið í 1% af vegri landsframleiðslu fást 20 milljarðar til viðbótar við núverandi framlög. Þá vantar mikið upp á vetrarþjónustu sem tekur tillit til breytts ferðamynsturs þar sem fólk sækir atvinnu- og þjónustu í auknum mæli á milli byggðarlaga. Fjölmörg brýn innviðaverkefni bíða þess að komast til framkvæmda og listinn langur. Þegar staðan er þessi er mikilvægt að gera plan sem er framfylgt. Sitjandi ríkisstjórn tókst ekki að koma samgönguáætlun í gegnum þingið í vor og ljóst er að samgönguáætlun verður ekki lögð fram á yfirstandandi þingi. Það eru komnir 14 mánuðir síðan Vegargerðin bauð síðast út stórt verkefni. Ástæðan er sú að fé í samgönguáætlun er uppurið þar sem brú yfir Hornafjarðarfljót, sem átti að vera einkaframkvæmd, sogaði til sín svo mikið fjármagn að fresta þurfti öðrum nauðsynlegum framkvæmum. Í því sambandi má nefna breikkun Kjalarnesvegar, brúarsmíði í Gufudalsveit og þriðja áfanga Dynjandisheiðar. Það var grátlegt að horfa á eftir vinnuvélunum af Dynjandisheiðinni þegar ekki voru eftir nema um 7 km. Svona frestanir kosta peninga og eru dýrar þegar upp er staðið. Hvað er svo að frétta af Skógarstrandavegi, Vatnsnesvegi og Veiðileysuhálsi? Það er eðlileg krafa íbúa landsins að stjórnvöld setji fram raunhæfa samgönguáætlun sem farið er eftir. Raunhæf áætlun með fyrirsjáanleika sem íbúar og atvinnulíf getur treyst er alltaf betri en ófjármagnaður óskalisti samgönguráðherra hverju sinni. Nú eru uppi framsækin hugmynd um samgöngusáttmála fyrir Vestfirði sem nefnist Vestfjarðarlínan. Sáttmálinn gengur út á að lyfta samgöngum á samkeppnishæfan stall á næstu 10 árum. Í sáttmálanum er gert ráð fyrir jarðgangnagerð og vegabótum sem til þarf til að stytta ferðatíma, auka umferðaröryggi og draga úr viðhaldsþörf. Með sáttmálanum væri unnið út frá því að flýta framkvæmdum, finna nýjar leiðir til fjármögnunar og forgangsraða með sanngjörnum hætti. Þannig næðust markmið um öruggar heilsárstengingar innan og á milli atvinnusvæða á Vestfjörðum. Auk þess yrðu tryggðar öruggari samgöngur frá öllum þéttbýlissvæðum og að stofnvegir frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða yrði að mestu láglendisvegir. Innviðafélag Vestfjarða hefur verið í fararbroddi að kynna þennan kost í samstarfi við sveitarfélög á Vestfjörðum sem hafa í áratugi kallað eftir bættum samgöngum. Þegar atvinnulífið tekur forystu á þennan hátt er mikilvægt að stjórnvöld leggi við hlustir, því afar brýnt er að komast út úr því framkvæmdastoppi sem við búum nú við. Vestfjarðaleiðin er gott dæmi um framsýna hugmynd um lausn á innviðaskuldinni. Samfylkingin tekur slíku frumkvæði fagnandi enda er það í takti við þann kraft og þá bjartsýni sem nú ríkir á Vestfjörðum. Það er nauðsynlegt og skynsamlegt að fjárfesta í samgöngum því þá fjárfestingu fáum við margfalt til baka. Eðlilegt er að spurt sé hvernig á að fara að þessu. Fjármögnun lykilatriði og þótt stærstur hluti fjármagns muni áfram renna um ríkissjóð þá getur sértæk gjaldtaka gagnast að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Fólkið í landinu gerir kröfu um árangur í samgöngumálum. Byrjum aftur að bora og tryggjum að alltaf séu framkvæmdir við 1-2 jarðgöng í gangi á hverjum tíma. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Samgöngur Vegagerð Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin gerir kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Fólk í landinu vill öryggi í samgöngum og öflugt atvinnulíf um land allt. Öruggar samgöngur eru lífæð samfélagsins. Fólk sækir vinnu og þjónustu á milli byggðarlaga og gerir þá sjálfsögðu kröfu að komast öruggt á milli staða. Það er á ábyrgð stjórnmálafólks að þessir innviðir séu í lagi. Grundvallarkrafa Samfylkingarinnar um framfarir í samgöngumálum felst í því að fjárfestingar fari upp í meðaltal OECD ríkja fyrir árið 2030. Frá aldamótum hafa fjárfestingar í samgöngum á Íslandi dregist aftur úr öðrum Norðurlöndum og meðaltali OECD-ríkja. Fjárfestingar í samgöngum á Íslandi eru aðeins 0,5% af vergri landsframleiðslu en í öðrum ríkjum OECD er meðaltalið um 1%. Þessi staða birtist meðal annars í viðhaldsskuld í vegakerfi landsins og algjöru framkvæmdastoppi við gerð jarðganga. Með því að hækka viðmiðið í 1% af vegri landsframleiðslu fást 20 milljarðar til viðbótar við núverandi framlög. Þá vantar mikið upp á vetrarþjónustu sem tekur tillit til breytts ferðamynsturs þar sem fólk sækir atvinnu- og þjónustu í auknum mæli á milli byggðarlaga. Fjölmörg brýn innviðaverkefni bíða þess að komast til framkvæmda og listinn langur. Þegar staðan er þessi er mikilvægt að gera plan sem er framfylgt. Sitjandi ríkisstjórn tókst ekki að koma samgönguáætlun í gegnum þingið í vor og ljóst er að samgönguáætlun verður ekki lögð fram á yfirstandandi þingi. Það eru komnir 14 mánuðir síðan Vegargerðin bauð síðast út stórt verkefni. Ástæðan er sú að fé í samgönguáætlun er uppurið þar sem brú yfir Hornafjarðarfljót, sem átti að vera einkaframkvæmd, sogaði til sín svo mikið fjármagn að fresta þurfti öðrum nauðsynlegum framkvæmum. Í því sambandi má nefna breikkun Kjalarnesvegar, brúarsmíði í Gufudalsveit og þriðja áfanga Dynjandisheiðar. Það var grátlegt að horfa á eftir vinnuvélunum af Dynjandisheiðinni þegar ekki voru eftir nema um 7 km. Svona frestanir kosta peninga og eru dýrar þegar upp er staðið. Hvað er svo að frétta af Skógarstrandavegi, Vatnsnesvegi og Veiðileysuhálsi? Það er eðlileg krafa íbúa landsins að stjórnvöld setji fram raunhæfa samgönguáætlun sem farið er eftir. Raunhæf áætlun með fyrirsjáanleika sem íbúar og atvinnulíf getur treyst er alltaf betri en ófjármagnaður óskalisti samgönguráðherra hverju sinni. Nú eru uppi framsækin hugmynd um samgöngusáttmála fyrir Vestfirði sem nefnist Vestfjarðarlínan. Sáttmálinn gengur út á að lyfta samgöngum á samkeppnishæfan stall á næstu 10 árum. Í sáttmálanum er gert ráð fyrir jarðgangnagerð og vegabótum sem til þarf til að stytta ferðatíma, auka umferðaröryggi og draga úr viðhaldsþörf. Með sáttmálanum væri unnið út frá því að flýta framkvæmdum, finna nýjar leiðir til fjármögnunar og forgangsraða með sanngjörnum hætti. Þannig næðust markmið um öruggar heilsárstengingar innan og á milli atvinnusvæða á Vestfjörðum. Auk þess yrðu tryggðar öruggari samgöngur frá öllum þéttbýlissvæðum og að stofnvegir frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða yrði að mestu láglendisvegir. Innviðafélag Vestfjarða hefur verið í fararbroddi að kynna þennan kost í samstarfi við sveitarfélög á Vestfjörðum sem hafa í áratugi kallað eftir bættum samgöngum. Þegar atvinnulífið tekur forystu á þennan hátt er mikilvægt að stjórnvöld leggi við hlustir, því afar brýnt er að komast út úr því framkvæmdastoppi sem við búum nú við. Vestfjarðaleiðin er gott dæmi um framsýna hugmynd um lausn á innviðaskuldinni. Samfylkingin tekur slíku frumkvæði fagnandi enda er það í takti við þann kraft og þá bjartsýni sem nú ríkir á Vestfjörðum. Það er nauðsynlegt og skynsamlegt að fjárfesta í samgöngum því þá fjárfestingu fáum við margfalt til baka. Eðlilegt er að spurt sé hvernig á að fara að þessu. Fjármögnun lykilatriði og þótt stærstur hluti fjármagns muni áfram renna um ríkissjóð þá getur sértæk gjaldtaka gagnast að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Fólkið í landinu gerir kröfu um árangur í samgöngumálum. Byrjum aftur að bora og tryggjum að alltaf séu framkvæmdir við 1-2 jarðgöng í gangi á hverjum tíma. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun