Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 08:02 Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Grundvallar þörf hverrar fjölskyldu frá vöggu til grafar er traust aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Það vill Flokkur fólksins tryggja. Þarfir okkar sem einstaklinga og fjölskyldna eru ekki alltaf fyrirsjáanlegar og þegar veikindi verða, hvort sem um er að ræða varanleg veikindi, slys, fötlun, andleg sem líkamleg eða umönnun aldraðra og öryrkja þá viljum við að þeim þörfum sé mætt sem best í heimabyggð. Fjölþætt heilbrigðisþjónusta í nærumhverfinu skiptir þar öllu máli. Fólk á ekki að þurfa að hrekjast frá sinni heimabyggð sökum veikinda eða aldurs. Ungt fólk þarf geðheilbrigðisþjónustu og meðferðarúrræði. Ungu fólki í dag mæta fjölmargar áskoranir sem auka álag á andlega líðan þeirra og geta leitt til varanlegs skaða. Kvíði, þunglyndi, fíkniefnaneysla eða bara að hafa lent á erfiðum stað í lífinu. Ungdómsárin ættu að vera sá tími ævinnar sem er skemmtilegur, þroskandi og uppbyggilegur undanfari fullorðinsáranna. Við verðum að tryggja unga fólkinu og öllum sem á þurfa að halda meðferðarúrræði við hæfi í heimabyggð og efla forvarnarstarf gegn ávana- og fíkniefnum. Sálfræðiþjónusta á að vera gjaldfrjáls og aðgengileg þeim sem á þurfa að halda í skólum og á heilbrigðisstofnunum með öflugri geðteymisþjónustu. Eflum opinbera heilbrigðiskerfið Nú stendur yfir kjarabarátta lækna og kjör þeirra þurfa að endurspegla mikið álag og oft á tíðum krefjandi vaktakerfi og fjölþætt verkefni sem mæta læknum á landsbyggðinni. Heilbrigðisstofnanir hafa mætt læknaskorti með því að ráða til landsins erlenda lækna vegna skorts, sérstaklega á heimilislæknum. Það hefur bætt ástandið víða en þá þarf að tryggja túlkaþjónustu fyrir sjúklinga. Gera þarf nám heimilislæknaeftirsóknarvert og auka hvata til að sinna störfum á landsbyggðunum með samkeppnishæfum vinnuskilyrðum svo fleiri læknar vilji ráða sig í fast starf á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Stórefla þarf komur sérfræðilækna á heilbrigðisstofnanir út um land allt og draga þar með úr útgjöldum fólks sem fylgja ferðalögum og í vinnutapi. Fjármögnum opinbera heilbrigðiskerfið nægjanlega svo það geti mætt þörfum landsmanna. Lausnin er ekki að tvöfalda kerfið með auknum einkarekstri. Álagið á Landspítalanum. Það hefur verið ljóst lengi að þörf er fyrir fleiri hjúkrunarrými um land allt. Það er ekki eðlilegt að aldraðir sem ættu að dvelja á hjúkrunarheimilum þurfi að eyða lokatímabili lífs síns á sjúkrahúsi ef ekki er þörf á slíkri þjónustu. Mikilvægt er að styðja sem best við öfluga samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu í heimabyggð svo aldraðir sem vilja geti búið sem lengst á sínum heimilum. Í áætlunum um byggingu nýs Landspítala er ekki gert ráð fyrir fjölgun rýma á geðdeild og úr því þarf að bæta strax. Það hefur sýnt sig undanfarið hve gífurleg þörf er fyrir aukið aðgengi fólks á öllum aldri að geðheilbrigðisþjónustu. Það er óásættanlegt í okkar ríka þjóðfélagi að ekki sé mætt fólki sem glímir við alvarleg veikindi og er jafnvel hættulegt sjálfum sér og öðrum með viðeigandi geðheilbrigðisúrræðum eins og dæmin hafa sýnt. Úrræði eftir meðferð verða líka að vera til staðar eins og húsnæði og félagslegur stuðningur. Gerum allt sem í mannlegu valdi stendur til að koma í veg fyrir ótímabæran dauða fólks sem bíður eftir hjálp. Heilbrigðiskerfið okkar á undir högg að sækja. Við í Flokki fólksins viljum grípa til aðgerða strax. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Grundvallar þörf hverrar fjölskyldu frá vöggu til grafar er traust aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Það vill Flokkur fólksins tryggja. Þarfir okkar sem einstaklinga og fjölskyldna eru ekki alltaf fyrirsjáanlegar og þegar veikindi verða, hvort sem um er að ræða varanleg veikindi, slys, fötlun, andleg sem líkamleg eða umönnun aldraðra og öryrkja þá viljum við að þeim þörfum sé mætt sem best í heimabyggð. Fjölþætt heilbrigðisþjónusta í nærumhverfinu skiptir þar öllu máli. Fólk á ekki að þurfa að hrekjast frá sinni heimabyggð sökum veikinda eða aldurs. Ungt fólk þarf geðheilbrigðisþjónustu og meðferðarúrræði. Ungu fólki í dag mæta fjölmargar áskoranir sem auka álag á andlega líðan þeirra og geta leitt til varanlegs skaða. Kvíði, þunglyndi, fíkniefnaneysla eða bara að hafa lent á erfiðum stað í lífinu. Ungdómsárin ættu að vera sá tími ævinnar sem er skemmtilegur, þroskandi og uppbyggilegur undanfari fullorðinsáranna. Við verðum að tryggja unga fólkinu og öllum sem á þurfa að halda meðferðarúrræði við hæfi í heimabyggð og efla forvarnarstarf gegn ávana- og fíkniefnum. Sálfræðiþjónusta á að vera gjaldfrjáls og aðgengileg þeim sem á þurfa að halda í skólum og á heilbrigðisstofnunum með öflugri geðteymisþjónustu. Eflum opinbera heilbrigðiskerfið Nú stendur yfir kjarabarátta lækna og kjör þeirra þurfa að endurspegla mikið álag og oft á tíðum krefjandi vaktakerfi og fjölþætt verkefni sem mæta læknum á landsbyggðinni. Heilbrigðisstofnanir hafa mætt læknaskorti með því að ráða til landsins erlenda lækna vegna skorts, sérstaklega á heimilislæknum. Það hefur bætt ástandið víða en þá þarf að tryggja túlkaþjónustu fyrir sjúklinga. Gera þarf nám heimilislæknaeftirsóknarvert og auka hvata til að sinna störfum á landsbyggðunum með samkeppnishæfum vinnuskilyrðum svo fleiri læknar vilji ráða sig í fast starf á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Stórefla þarf komur sérfræðilækna á heilbrigðisstofnanir út um land allt og draga þar með úr útgjöldum fólks sem fylgja ferðalögum og í vinnutapi. Fjármögnum opinbera heilbrigðiskerfið nægjanlega svo það geti mætt þörfum landsmanna. Lausnin er ekki að tvöfalda kerfið með auknum einkarekstri. Álagið á Landspítalanum. Það hefur verið ljóst lengi að þörf er fyrir fleiri hjúkrunarrými um land allt. Það er ekki eðlilegt að aldraðir sem ættu að dvelja á hjúkrunarheimilum þurfi að eyða lokatímabili lífs síns á sjúkrahúsi ef ekki er þörf á slíkri þjónustu. Mikilvægt er að styðja sem best við öfluga samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu í heimabyggð svo aldraðir sem vilja geti búið sem lengst á sínum heimilum. Í áætlunum um byggingu nýs Landspítala er ekki gert ráð fyrir fjölgun rýma á geðdeild og úr því þarf að bæta strax. Það hefur sýnt sig undanfarið hve gífurleg þörf er fyrir aukið aðgengi fólks á öllum aldri að geðheilbrigðisþjónustu. Það er óásættanlegt í okkar ríka þjóðfélagi að ekki sé mætt fólki sem glímir við alvarleg veikindi og er jafnvel hættulegt sjálfum sér og öðrum með viðeigandi geðheilbrigðisúrræðum eins og dæmin hafa sýnt. Úrræði eftir meðferð verða líka að vera til staðar eins og húsnæði og félagslegur stuðningur. Gerum allt sem í mannlegu valdi stendur til að koma í veg fyrir ótímabæran dauða fólks sem bíður eftir hjálp. Heilbrigðiskerfið okkar á undir högg að sækja. Við í Flokki fólksins viljum grípa til aðgerða strax. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins í NV kjördæmi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun