Ætla ekki að slíta viðræðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 13:31 Ekki hefur verið boðað til annars fundar í kjaradeilu kennara. Vísir/Anton Brink Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar hjá samninganefndum kennara og ríkis og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambands Íslands segir sáttasemjara hafa metið stöðuna þannig að ekki sé ástæða til að boða til fundar að svo stöddu. Síðasti samningafundur var á laugardag fyrir viku en nefndirnar hittust á stuttum vinnufundi á fimmtudag, þar sem lítið varð ágengt. Hafið þið íhugað að slíta viðræðum? „Nei, við höfum metið stöðuna þannig að viðræðurnar séu best geymdar hjá ríkissáttasemjara. Það eru hlutir í umræðunni sem við höfum ekki alveg áttað okkur á hvers vegna eru komnir í umræðu og umfjöllun. Við erum ekki alveg viss um að það sé sú aðferð sem best virkar,“ segir Magnús Þór Jónsson formaður KÍ. „Við höfum metið það sem svo að okkar verkefni er það að sjá til þess að það verði fjárfest í kennurum og að við eflum fagmennsku og skólastarf og þá þurfum við bara að halda áfram. Þessu mun ljúka með samningi og við vonum að það komist gangur í viðræðurnar fljótlega.“ Magnús gerir ráð fyrir að ræða við sáttasemjara eftir helgi um næstu skref. „Við erum í reglulegu sambandi, allir þessir aðilar, og við ætluðum að heyra i ríkissáttasemjara eftir helgina. Það verður væntanlega næsta skref að sjá hvernig hlutirnir eru að þróast. Ég vænti þess að heyra í honum á mánudag eða þriðjudag og sjá hvernig staðan er.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Samband íslenskra sveitarfélaga segir að frá árinu 2016, þegar samkomulag hafi verið gert um jöfnun launa á almennum og opinberum markaði, á milli ríkis, sveitarfélaga, BHM, BSRB og KÍ, hafi ýmis skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Það sé ekki rétt, eins og KÍ, hefur haldið fram að ekkert hafi verið gert til að tryggja slíkt samkomulag. Það kemur fram í yfirlýsingu á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. 8. nóvember 2024 12:08 „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Baráttufundur Kennarasambands Íslands krefst þess að íslensk stjórnvöld standi við gerða samninga og tryggi að laun félagsfólks Kennarasambandsins standist samanburð við laun sérfræðinga á almennum markaði. Þetta kemur fram í ályktun frá Kennarasambandinu í kjölfar baráttufundar sambandsins í Háskólabíó í kvöld. 6. nóvember 2024 20:41 „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. 6. nóvember 2024 17:13 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Síðasti samningafundur var á laugardag fyrir viku en nefndirnar hittust á stuttum vinnufundi á fimmtudag, þar sem lítið varð ágengt. Hafið þið íhugað að slíta viðræðum? „Nei, við höfum metið stöðuna þannig að viðræðurnar séu best geymdar hjá ríkissáttasemjara. Það eru hlutir í umræðunni sem við höfum ekki alveg áttað okkur á hvers vegna eru komnir í umræðu og umfjöllun. Við erum ekki alveg viss um að það sé sú aðferð sem best virkar,“ segir Magnús Þór Jónsson formaður KÍ. „Við höfum metið það sem svo að okkar verkefni er það að sjá til þess að það verði fjárfest í kennurum og að við eflum fagmennsku og skólastarf og þá þurfum við bara að halda áfram. Þessu mun ljúka með samningi og við vonum að það komist gangur í viðræðurnar fljótlega.“ Magnús gerir ráð fyrir að ræða við sáttasemjara eftir helgi um næstu skref. „Við erum í reglulegu sambandi, allir þessir aðilar, og við ætluðum að heyra i ríkissáttasemjara eftir helgina. Það verður væntanlega næsta skref að sjá hvernig hlutirnir eru að þróast. Ég vænti þess að heyra í honum á mánudag eða þriðjudag og sjá hvernig staðan er.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Samband íslenskra sveitarfélaga segir að frá árinu 2016, þegar samkomulag hafi verið gert um jöfnun launa á almennum og opinberum markaði, á milli ríkis, sveitarfélaga, BHM, BSRB og KÍ, hafi ýmis skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Það sé ekki rétt, eins og KÍ, hefur haldið fram að ekkert hafi verið gert til að tryggja slíkt samkomulag. Það kemur fram í yfirlýsingu á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. 8. nóvember 2024 12:08 „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Baráttufundur Kennarasambands Íslands krefst þess að íslensk stjórnvöld standi við gerða samninga og tryggi að laun félagsfólks Kennarasambandsins standist samanburð við laun sérfræðinga á almennum markaði. Þetta kemur fram í ályktun frá Kennarasambandinu í kjölfar baráttufundar sambandsins í Háskólabíó í kvöld. 6. nóvember 2024 20:41 „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. 6. nóvember 2024 17:13 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Samband íslenskra sveitarfélaga segir að frá árinu 2016, þegar samkomulag hafi verið gert um jöfnun launa á almennum og opinberum markaði, á milli ríkis, sveitarfélaga, BHM, BSRB og KÍ, hafi ýmis skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Það sé ekki rétt, eins og KÍ, hefur haldið fram að ekkert hafi verið gert til að tryggja slíkt samkomulag. Það kemur fram í yfirlýsingu á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. 8. nóvember 2024 12:08
„Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Baráttufundur Kennarasambands Íslands krefst þess að íslensk stjórnvöld standi við gerða samninga og tryggi að laun félagsfólks Kennarasambandsins standist samanburð við laun sérfræðinga á almennum markaði. Þetta kemur fram í ályktun frá Kennarasambandinu í kjölfar baráttufundar sambandsins í Háskólabíó í kvöld. 6. nóvember 2024 20:41
„Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. 6. nóvember 2024 17:13