Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2024 07:00 Mikel Arteta, þjálfari Arsenal. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Mikel Arteta, þjálfari Arsenal í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta, var ekki sáttur með að hans menn hafi aðeins náð í stig gegn Chelsea á Brúnni í stórleik helgarinnar. Arsenal komst yfir í leiknum en Pedro Neto jafnaði metin með góðu skoti fyrir utan teig. Arteta var hins vegar allt annað en sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. Drama in added time! 🍿Arsenal came this close to finding a winner 😳#CHEARS pic.twitter.com/cQUeSoodOR— Premier League (@premierleague) November 10, 2024 „Svekkelsið að ná ekki þremur stigum er meira og verður eflaust enn meira eftir að ég horfi aftur á leikinn. Mér fannst við vera með mikla yfirburði og vorum betra liðið í mörgum fösum leiksins. Eftir að við komumst yfir er ég mjög svekktur með hvernig við fengum á okkur markið. Það var svo slakt og eitthvað sem við getum ekki samþykkt.“ „Þetta kemur í kjölfarið á föstu leikatriði og við vorum ekki skipulagðir. Við vorum ekki nægilega fljótir að skila okkur í stöðu og þú getur ekki leyft sendingu eins og þessa. Þú þarft gæðin sem Neto sýndi en þetta var ekki nægilega gott af okkar hálfu,“ sagði Arteta um markið. „Martin Ödegaard hefur verið meiddur í sex vikur og varla æft með liðinu. Að geta spilað á þessu getustigi í ensku úrvalsdeildinni segir allt um hversu vel hann sér um sig og hvaða karakter hann býr yfir,“ sagði Arteta um miðjumanninn en sá norski lagði upp mark Arsenal í leiknum. „Allt flæðir betur með leikmenn eins og hann. Í dag smullum við mun betur saman og þú gast séð flæðið en aftur; þetta snýst um að vinna.“ „Á hverjum degi höfum við lent í því að þurfa breyta einhverju stóru. Höfum þurft að skipta um vél, skipta um dekk, skipta um stýri því við höfum lent í allskyns vandræðum. Venjulega gefast lið upp en þetta lið hefur sýnt ótrúlega orku og anda,“ sagði Arteta að endingu. Arsenal er með 19 stig eftir 11 umferðir líkt og þrjú önnur lið í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City er með 23 stig í 2. sæti og Liverpool trónir á toppnum með 28 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Arsenal komst yfir í leiknum en Pedro Neto jafnaði metin með góðu skoti fyrir utan teig. Arteta var hins vegar allt annað en sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. Drama in added time! 🍿Arsenal came this close to finding a winner 😳#CHEARS pic.twitter.com/cQUeSoodOR— Premier League (@premierleague) November 10, 2024 „Svekkelsið að ná ekki þremur stigum er meira og verður eflaust enn meira eftir að ég horfi aftur á leikinn. Mér fannst við vera með mikla yfirburði og vorum betra liðið í mörgum fösum leiksins. Eftir að við komumst yfir er ég mjög svekktur með hvernig við fengum á okkur markið. Það var svo slakt og eitthvað sem við getum ekki samþykkt.“ „Þetta kemur í kjölfarið á föstu leikatriði og við vorum ekki skipulagðir. Við vorum ekki nægilega fljótir að skila okkur í stöðu og þú getur ekki leyft sendingu eins og þessa. Þú þarft gæðin sem Neto sýndi en þetta var ekki nægilega gott af okkar hálfu,“ sagði Arteta um markið. „Martin Ödegaard hefur verið meiddur í sex vikur og varla æft með liðinu. Að geta spilað á þessu getustigi í ensku úrvalsdeildinni segir allt um hversu vel hann sér um sig og hvaða karakter hann býr yfir,“ sagði Arteta um miðjumanninn en sá norski lagði upp mark Arsenal í leiknum. „Allt flæðir betur með leikmenn eins og hann. Í dag smullum við mun betur saman og þú gast séð flæðið en aftur; þetta snýst um að vinna.“ „Á hverjum degi höfum við lent í því að þurfa breyta einhverju stóru. Höfum þurft að skipta um vél, skipta um dekk, skipta um stýri því við höfum lent í allskyns vandræðum. Venjulega gefast lið upp en þetta lið hefur sýnt ótrúlega orku og anda,“ sagði Arteta að endingu. Arsenal er með 19 stig eftir 11 umferðir líkt og þrjú önnur lið í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City er með 23 stig í 2. sæti og Liverpool trónir á toppnum með 28 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti