Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. nóvember 2024 16:02 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og matvælaráðherra, hefur lýst því yfir að Jón Gunnarsson muni ekki hafa aðkomu að útgáfu hvalveiðileyfis innan ráðuneytisins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson hefur greint frá því að Jón Gunnarsson, settur aðstoðarmaður Bjarna í matvælaráðuneytinu, muni ekki koma að afgreiðslu hvalveiðileyfa í matvælaráðuneytinu. Þetta kemur fram í frétt mbl.is um málið. Þar segir Bjarni að Jón hafi ekki valdheimildir sem aðstoðarmaður til þess að leiða nein mál til lykta og hann muni ekki koma nálægt meðferð hvalamálsins, þ.e. veitingu veiðileyfis, í matvælaráðuneytinu. Þá segir Bjarni einnig að hann hafi rætt við ráðuneytisstjóra „fyrir nokkru síðan“ að það myndi ekki reyna á aðkomu Jóns í meðferð málsins. Umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða liggur inni í ráðuneytinu. Jón lýsti því yfir þegar hann tók við stöðu sinni í matvælaráðuneytinu að það væri mál sem hann ætlaði sér að skoða. Sagði Bjarna og Jón hafa gert samkomulag Yfirlýsing Bjarna er viðbragð við umfjöllun Heimildarinnar upp úr leynilegum upptökum sem teknar voru af samtölum sonar Jóns, Gunnars Bergmanns, og manns sem þóttist vera svissneskur fjárfestir. Meðal þess sem kom fram í upptökunum var að Jón hefði samþykkt að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í skiptum fyrir það að komast í aðstöðu til að geta veitt Hval hf. hvalveiðileyfi fyrir Alþingiskosningar. Einnig á Gunnar að hafa sagt í upptökunum að tvær aðrar umsóknir lægju fyrir í ráðuneytinu frá aðilum sem hyggjast veiða hrefnur. Gunnar hafi sagt að til stæði að tryggja útgáfu leyfa til allra þriggja umsækjenda og taldi hann að það myndi takast fyrir kosningar. „Þetta er eins og ef þú sækir um ökuskírteini“ Daginn sem Jón var skipaður fulltrúi ráðherrra í matvælaráðuneytinu, 25. október, sagði hann í viðtali á Bylgjunni að hvalveiðar væru eitt þeirra mála sem hann ætlaði sér að skoða í ráðuneytinu. Jafnframt sagði hann að ráðherra bæri skylda til að afgreiða slíkar umsóknir. „Ef það er sótt um þetta er ákveðin lagaleg skylda, lögboðin skylda á ráðherra að afgreiða þá umsókn. Það eru bara lög í gildi. Þetta er eins og ef þú sækir um ökuskírteini. Það getur ekki einhver ráðherra ákveðið það þú eigir ekki að fá ökuskírteini,“ sagði Jón. Jón svaraði því þó ekki beint hvort að hann ætlaði sér að leyfa hvalveiðar aftur fyrir kosningar. Þá sakaði Jón forvera Bjarna í embætti matvælaráðherra um að hafa gengið „sóðalega“ fram í hvalveiðimálum og tók undir með spyrli að Vinstri græn væru óvinir atvinnulífsins og á móti verðmætasköpun. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Fjölmiðlar Upptökur á Reykjavík Edition Tengdar fréttir Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt mbl.is um málið. Þar segir Bjarni að Jón hafi ekki valdheimildir sem aðstoðarmaður til þess að leiða nein mál til lykta og hann muni ekki koma nálægt meðferð hvalamálsins, þ.e. veitingu veiðileyfis, í matvælaráðuneytinu. Þá segir Bjarni einnig að hann hafi rætt við ráðuneytisstjóra „fyrir nokkru síðan“ að það myndi ekki reyna á aðkomu Jóns í meðferð málsins. Umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða liggur inni í ráðuneytinu. Jón lýsti því yfir þegar hann tók við stöðu sinni í matvælaráðuneytinu að það væri mál sem hann ætlaði sér að skoða. Sagði Bjarna og Jón hafa gert samkomulag Yfirlýsing Bjarna er viðbragð við umfjöllun Heimildarinnar upp úr leynilegum upptökum sem teknar voru af samtölum sonar Jóns, Gunnars Bergmanns, og manns sem þóttist vera svissneskur fjárfestir. Meðal þess sem kom fram í upptökunum var að Jón hefði samþykkt að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í skiptum fyrir það að komast í aðstöðu til að geta veitt Hval hf. hvalveiðileyfi fyrir Alþingiskosningar. Einnig á Gunnar að hafa sagt í upptökunum að tvær aðrar umsóknir lægju fyrir í ráðuneytinu frá aðilum sem hyggjast veiða hrefnur. Gunnar hafi sagt að til stæði að tryggja útgáfu leyfa til allra þriggja umsækjenda og taldi hann að það myndi takast fyrir kosningar. „Þetta er eins og ef þú sækir um ökuskírteini“ Daginn sem Jón var skipaður fulltrúi ráðherrra í matvælaráðuneytinu, 25. október, sagði hann í viðtali á Bylgjunni að hvalveiðar væru eitt þeirra mála sem hann ætlaði sér að skoða í ráðuneytinu. Jafnframt sagði hann að ráðherra bæri skylda til að afgreiða slíkar umsóknir. „Ef það er sótt um þetta er ákveðin lagaleg skylda, lögboðin skylda á ráðherra að afgreiða þá umsókn. Það eru bara lög í gildi. Þetta er eins og ef þú sækir um ökuskírteini. Það getur ekki einhver ráðherra ákveðið það þú eigir ekki að fá ökuskírteini,“ sagði Jón. Jón svaraði því þó ekki beint hvort að hann ætlaði sér að leyfa hvalveiðar aftur fyrir kosningar. Þá sakaði Jón forvera Bjarna í embætti matvælaráðherra um að hafa gengið „sóðalega“ fram í hvalveiðimálum og tók undir með spyrli að Vinstri græn væru óvinir atvinnulífsins og á móti verðmætasköpun.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Fjölmiðlar Upptökur á Reykjavík Edition Tengdar fréttir Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17