Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar 12. nóvember 2024 16:46 „Þeir aðilar sem skeyta engu um sett lög eða stjórnarskrá geta varla talist marktækir í umræðu á þessum tíma. Athugasemdum sínum ættu þeir fremur að beina að löggjafanum, í þeirri von að lögum verði breytt til samræmis við afstöðu þeirra.” (Lokaorð í skoðanagrein frá fylgjendum hvalveiða á Vísi) Það er einmitt svo að löggjafinn, -þingmenn vilja að þetta hápólitíska og umdeilda mál fari í hefðbundinn farveg og hljóti umræðu á þingi. Það hefur verið lagt fram frumvarp um bann við hvalveiðum tvívegis en Sjálfstæðismenn, sem hafa haft dagskrárvald á Alþingi, hafa séð til þess að það var svæft í nefnd. Sex af níu flokkum sem bjóða fram til Alþingis eru á móti hvalveiðum og vilja banna þær. Það ríkir lýðræði á Íslandi og að ætla að gefa út hvalveiðileyfi í tímabundinni starfsstjórn er and-lýðræðislegt. Það er ekki að því að spyrja að kosningamaskína íhaldsins fari nú á fullt að reyna mála Jón Gunnarsson sem eitthvað fórnarlamb vegna upptöku sem Heimildinni barst þar sem sonur Jóns Gunnarssonar (JG) lýsir því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, hafi gert samkomulag við JG þar sem hann var ósáttur yfir því að vera í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Samkomulagið var það að JG myndi sætta sig við að halda því sæti gegn því að fá að leika lausum hala í Matvælaráðuneytinu fram að kosningum og veita nánum vini sínum, Kristjáni Loftssyni, leyfi til hvalveiða. Þessi ákvörðun gengur þvert á þá nýlega útgefnu áætlun ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um „framtíð hvalveiða” eftir að starfshópur hefur lokið störfum sínum og gefið út skýrslu um lagalegan grundvöll hvalveiða, skýrsla sem á að koma út í lok árs. Hvers vegna liggur allt í einu svona mikið á? Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn, er miðað við skoðanakannanir einungis með 12% fylgi og líklega að missa völd sín, því liggur á að dúndra í gegn vinagreiðum til ríkra karla sem eiga sér siðferðilega þrotuð áhugamál. Það er ekkert eðlilegt við slíka stjórnarhætti, þeir ganga gegn lýðræðinu og standast tæplega stjórnskipunarlög. Framsóknarmenn sem sitja í starfsstjórn eru ekki einu sinni samþykkir þessum aðförum og eru þeir þó fylgjandi hvalveiðum, þeir vilja bara eins og allir aðrir að lögum sé fylgt og að tímabundin starfsstjórn taki ekki svo umdeildar ákvarðanir. Það sorglega er að það sem virðist okkur öllum vera frekjukast ríkra karla er að hafa áhrif á konur innan Sjálfstæðisflokksins líka, samkvæmt upptökum sem Heimildin komst yfir höfðu Jón Gunnarsson og Bjarni Benediktsson áttað sig á því að þeir sjálfir gætu ekki veitt leyfi til hvalveiða vegna náinna tengsla við Hval hf. En þeir voru búnir að ákveða að utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ætti að taka það að sér að skrifa uppá leyfið. Það væri auðvitað pólitískt sjálfsmorð fyrir konu sem hefur notið trausts og virðingar margra sem almennt ekki styðja Sjálfstæðisflokkinn, og utan landsteinana, að taka þátt í slíku sóðalegu spillingarmáli um málefni sem öll ríki heims (nema Japan og Noregur) eru andvíg. Ég vil trúa því að Þórdís hafi meira bein í nefinu en að gefa undan, hún ætti að sjá að sú vegferð sem Bjarni Benediktsson er á er ekki að skila þeim atkvæðum í þessum kosningum enda flokkurinn aldrei mælst lægri og yfir helmingur þjóðarinnar telur óeðlilegt af BB að veita leyfi til hvalveiða. Hvalavinir voru beðnir af Humane Society International að afhenda forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssyni, undirskriftir rúmlega 2,2 milljón manna sem hafa biðlað til þjóðarinnar að láta af hvalveiðum. Það eru liðnar tvær vikur síðan erindið var sent á forsætisráðherra og aðstoðarmenn hans en forsætisráðherra hefur enn ekki gefið sér tíma til að hitta okkur og taka við undirskriftunum. Lýðræðið er ekki bara til skrauts, til að slengja fram þegar manni hentar, við göngum til kosninga eftir rúmar tvær vikur og við skulum kjósa flokka sem virða lýðræðið og vilja sporna gegn spillingu og frændhygli æðstu manna í ríkisstjórn og í stjórnkerfinu öllu. Þjóðin vill ekki hvalveiðar. Höfundur er talskona Hvalavina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Hvalveiðar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
„Þeir aðilar sem skeyta engu um sett lög eða stjórnarskrá geta varla talist marktækir í umræðu á þessum tíma. Athugasemdum sínum ættu þeir fremur að beina að löggjafanum, í þeirri von að lögum verði breytt til samræmis við afstöðu þeirra.” (Lokaorð í skoðanagrein frá fylgjendum hvalveiða á Vísi) Það er einmitt svo að löggjafinn, -þingmenn vilja að þetta hápólitíska og umdeilda mál fari í hefðbundinn farveg og hljóti umræðu á þingi. Það hefur verið lagt fram frumvarp um bann við hvalveiðum tvívegis en Sjálfstæðismenn, sem hafa haft dagskrárvald á Alþingi, hafa séð til þess að það var svæft í nefnd. Sex af níu flokkum sem bjóða fram til Alþingis eru á móti hvalveiðum og vilja banna þær. Það ríkir lýðræði á Íslandi og að ætla að gefa út hvalveiðileyfi í tímabundinni starfsstjórn er and-lýðræðislegt. Það er ekki að því að spyrja að kosningamaskína íhaldsins fari nú á fullt að reyna mála Jón Gunnarsson sem eitthvað fórnarlamb vegna upptöku sem Heimildinni barst þar sem sonur Jóns Gunnarssonar (JG) lýsir því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, hafi gert samkomulag við JG þar sem hann var ósáttur yfir því að vera í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Samkomulagið var það að JG myndi sætta sig við að halda því sæti gegn því að fá að leika lausum hala í Matvælaráðuneytinu fram að kosningum og veita nánum vini sínum, Kristjáni Loftssyni, leyfi til hvalveiða. Þessi ákvörðun gengur þvert á þá nýlega útgefnu áætlun ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um „framtíð hvalveiða” eftir að starfshópur hefur lokið störfum sínum og gefið út skýrslu um lagalegan grundvöll hvalveiða, skýrsla sem á að koma út í lok árs. Hvers vegna liggur allt í einu svona mikið á? Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn, er miðað við skoðanakannanir einungis með 12% fylgi og líklega að missa völd sín, því liggur á að dúndra í gegn vinagreiðum til ríkra karla sem eiga sér siðferðilega þrotuð áhugamál. Það er ekkert eðlilegt við slíka stjórnarhætti, þeir ganga gegn lýðræðinu og standast tæplega stjórnskipunarlög. Framsóknarmenn sem sitja í starfsstjórn eru ekki einu sinni samþykkir þessum aðförum og eru þeir þó fylgjandi hvalveiðum, þeir vilja bara eins og allir aðrir að lögum sé fylgt og að tímabundin starfsstjórn taki ekki svo umdeildar ákvarðanir. Það sorglega er að það sem virðist okkur öllum vera frekjukast ríkra karla er að hafa áhrif á konur innan Sjálfstæðisflokksins líka, samkvæmt upptökum sem Heimildin komst yfir höfðu Jón Gunnarsson og Bjarni Benediktsson áttað sig á því að þeir sjálfir gætu ekki veitt leyfi til hvalveiða vegna náinna tengsla við Hval hf. En þeir voru búnir að ákveða að utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ætti að taka það að sér að skrifa uppá leyfið. Það væri auðvitað pólitískt sjálfsmorð fyrir konu sem hefur notið trausts og virðingar margra sem almennt ekki styðja Sjálfstæðisflokkinn, og utan landsteinana, að taka þátt í slíku sóðalegu spillingarmáli um málefni sem öll ríki heims (nema Japan og Noregur) eru andvíg. Ég vil trúa því að Þórdís hafi meira bein í nefinu en að gefa undan, hún ætti að sjá að sú vegferð sem Bjarni Benediktsson er á er ekki að skila þeim atkvæðum í þessum kosningum enda flokkurinn aldrei mælst lægri og yfir helmingur þjóðarinnar telur óeðlilegt af BB að veita leyfi til hvalveiða. Hvalavinir voru beðnir af Humane Society International að afhenda forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssyni, undirskriftir rúmlega 2,2 milljón manna sem hafa biðlað til þjóðarinnar að láta af hvalveiðum. Það eru liðnar tvær vikur síðan erindið var sent á forsætisráðherra og aðstoðarmenn hans en forsætisráðherra hefur enn ekki gefið sér tíma til að hitta okkur og taka við undirskriftunum. Lýðræðið er ekki bara til skrauts, til að slengja fram þegar manni hentar, við göngum til kosninga eftir rúmar tvær vikur og við skulum kjósa flokka sem virða lýðræðið og vilja sporna gegn spillingu og frændhygli æðstu manna í ríkisstjórn og í stjórnkerfinu öllu. Þjóðin vill ekki hvalveiðar. Höfundur er talskona Hvalavina.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun