Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar 12. nóvember 2024 17:01 Viðbrögð vestrænna leiðtoga og fjölmiðla í eigu milljarðamæringa vegna ofbeldis glæpalýðsins sem fylgdi ísraelska knattspyrnuliðinu Maccabi Tel Aviv til Amsterdam sýnir okkur stöðuna í hnotskurn. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Dick Schoof forsætisráðherra Hollands, Olaf Scholz þýski forsætisráðherrann, Macron Frakklandsforseti og Biden forseti Bandaríkjanna - allir syngja nú einum rómi um „pogroms“, þ.e. gyðingaofsóknir, gyðingahatur sem „endurómuðu dökkar stundir í sögunni þegar gyðingar voru ofsóttir.“ En hvað gerðist í rauninni? Til Amsterdam komu um 2000 fylgjendur ísraelska knattspyrnuliðsins. Þessi stuðningshópur er þekktur fyrir kynþáttahatur og ofbeldi. Þeir hafa margsinnis átt í útistöðum við lögregluna í Ísrael vegna árása á araba og einnig andstæðinga Netanyahus forsætisráðherra Ísraels. Hópurinn samanstendur að mestu af hermönnum, bæði núverandi og fyrrverandi. Menn sem eru aldir upp í hatri á Palestínumönnum og þjálfaðir til að drepa. Hópurinn hóf dvöl sína í Amsterdam með því að rífa niður palestínska fána, eyðileggja leigubíla í eigu Palestínumanna og berja fólk með lurkum. Fjöldi myndbanda sýna þessar aðfarir skrílsins. Síðan gengu þeir um borgina öskrandi sín þekktu slagorð: „Drepum arabana!“, „Á Gaza eru engir skólar því við erum búnir að drepa öll börnin!“ ofl. í þessum dúr. Jazie Veldhuyzen, borgarfulltrúi í Amsterdam, staðfestir að „ísraelskir ofbeldisseggir áttu upptökin.“ Hann bætti við að „Þetta er þjálfað fólk og hugsanlegir stríðsglæpamenn. Munið að þeir réðust á almenna borgara í Aþenu í mars.“ Það eru viðbrögð Amsterdambúa gegn þessu ofbeldi sem eru sagðar vera gyðingaofsóknir byggðar á gyðingahatri í frásögn fjölmiðla og ýmissa stjórnvalda. Mönnum er svo brátt í brók að þeir misbeita sínum eigin skilgreiningum á gyðingahatri. Fjörtíu og þrjú ríki, þ.á.m. Þýskaland, Frakkland, Bretland, Holland og Bandaríkin, hafa tekið upp s.k. IHRA skilgreiningu á gyðingahatri. Þar segir að það sé „gyðingahatur að gera gyðinga sameiginlega ábyrga fyrir gjörðum Ísraelsríkis.“ Þannig er það gyðingahatur skv. IHRA að segja það vera ofsóknir gegn gyðingum þegar menn bregðast við ofbeldi glæpalýðsins frá Ísrael. Francesca Albanese, sérlegur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um réttindi Palestínumanna, sakaði fjölmiðla vestanhafs um að dreifa röngum frásögnum sem hún sagði að hefðu gert lítið úr eða hundsað ögrun stuðningsmanna ísraelska knattspyrnuliðsins. Skýrar línur Línurnar verða æ skýrari. Stjórnvöld Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands ofl. ríkja styðja þjóðarmorð og landþjófnað Ísraelsmanna. Þau styðja barnamorðin – og þegar almenningur í Evrópu snýst til varnar gegn ísraelskum glæpalýð, rasískum síonistum, sem vaða um vestræna borg með ofbeldi og skemmdarverkum hrópandi rasísk slagorð, þá kemur þessi viðbjóðslegi kór vestrænna stjórnmálamanna og ætlar að nota tækifærið til að herða enn atlögurnar að þeim sem styðja málstað Palestínumanna. Það er ekki bara ísraelski herinn sem nýtur friðhelgi við manndrápin, ísraelskur síonistaskríll sem ræðst inn í evrópska borg skal einnig njóta friðhelgi. Sínoniskir glæpamenn eru hin eilífu fórnarlömb. Blóðbaðið á Gaza og Vesturbakkanum, blóðbað er ekki mögulegt nema með stuðningi Macrons, Scholz, Stramers, Bidens ofl., sýnir okkur hvar þetta fólk stendur. Það styður fjöldamorð – með vopnum, fjármunum og pólitískum stuðningi. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð vestrænna leiðtoga og fjölmiðla í eigu milljarðamæringa vegna ofbeldis glæpalýðsins sem fylgdi ísraelska knattspyrnuliðinu Maccabi Tel Aviv til Amsterdam sýnir okkur stöðuna í hnotskurn. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Dick Schoof forsætisráðherra Hollands, Olaf Scholz þýski forsætisráðherrann, Macron Frakklandsforseti og Biden forseti Bandaríkjanna - allir syngja nú einum rómi um „pogroms“, þ.e. gyðingaofsóknir, gyðingahatur sem „endurómuðu dökkar stundir í sögunni þegar gyðingar voru ofsóttir.“ En hvað gerðist í rauninni? Til Amsterdam komu um 2000 fylgjendur ísraelska knattspyrnuliðsins. Þessi stuðningshópur er þekktur fyrir kynþáttahatur og ofbeldi. Þeir hafa margsinnis átt í útistöðum við lögregluna í Ísrael vegna árása á araba og einnig andstæðinga Netanyahus forsætisráðherra Ísraels. Hópurinn samanstendur að mestu af hermönnum, bæði núverandi og fyrrverandi. Menn sem eru aldir upp í hatri á Palestínumönnum og þjálfaðir til að drepa. Hópurinn hóf dvöl sína í Amsterdam með því að rífa niður palestínska fána, eyðileggja leigubíla í eigu Palestínumanna og berja fólk með lurkum. Fjöldi myndbanda sýna þessar aðfarir skrílsins. Síðan gengu þeir um borgina öskrandi sín þekktu slagorð: „Drepum arabana!“, „Á Gaza eru engir skólar því við erum búnir að drepa öll börnin!“ ofl. í þessum dúr. Jazie Veldhuyzen, borgarfulltrúi í Amsterdam, staðfestir að „ísraelskir ofbeldisseggir áttu upptökin.“ Hann bætti við að „Þetta er þjálfað fólk og hugsanlegir stríðsglæpamenn. Munið að þeir réðust á almenna borgara í Aþenu í mars.“ Það eru viðbrögð Amsterdambúa gegn þessu ofbeldi sem eru sagðar vera gyðingaofsóknir byggðar á gyðingahatri í frásögn fjölmiðla og ýmissa stjórnvalda. Mönnum er svo brátt í brók að þeir misbeita sínum eigin skilgreiningum á gyðingahatri. Fjörtíu og þrjú ríki, þ.á.m. Þýskaland, Frakkland, Bretland, Holland og Bandaríkin, hafa tekið upp s.k. IHRA skilgreiningu á gyðingahatri. Þar segir að það sé „gyðingahatur að gera gyðinga sameiginlega ábyrga fyrir gjörðum Ísraelsríkis.“ Þannig er það gyðingahatur skv. IHRA að segja það vera ofsóknir gegn gyðingum þegar menn bregðast við ofbeldi glæpalýðsins frá Ísrael. Francesca Albanese, sérlegur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um réttindi Palestínumanna, sakaði fjölmiðla vestanhafs um að dreifa röngum frásögnum sem hún sagði að hefðu gert lítið úr eða hundsað ögrun stuðningsmanna ísraelska knattspyrnuliðsins. Skýrar línur Línurnar verða æ skýrari. Stjórnvöld Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands ofl. ríkja styðja þjóðarmorð og landþjófnað Ísraelsmanna. Þau styðja barnamorðin – og þegar almenningur í Evrópu snýst til varnar gegn ísraelskum glæpalýð, rasískum síonistum, sem vaða um vestræna borg með ofbeldi og skemmdarverkum hrópandi rasísk slagorð, þá kemur þessi viðbjóðslegi kór vestrænna stjórnmálamanna og ætlar að nota tækifærið til að herða enn atlögurnar að þeim sem styðja málstað Palestínumanna. Það er ekki bara ísraelski herinn sem nýtur friðhelgi við manndrápin, ísraelskur síonistaskríll sem ræðst inn í evrópska borg skal einnig njóta friðhelgi. Sínoniskir glæpamenn eru hin eilífu fórnarlömb. Blóðbaðið á Gaza og Vesturbakkanum, blóðbað er ekki mögulegt nema með stuðningi Macrons, Scholz, Stramers, Bidens ofl., sýnir okkur hvar þetta fólk stendur. Það styður fjöldamorð – með vopnum, fjármunum og pólitískum stuðningi. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar