Fótbolti

Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stuðningsmenn Maccabi Tel Aviv voru með allskyns læti í Amsterdam og fá ekki að ferðast til Istanbúl né Debrecen.
Stuðningsmenn Maccabi Tel Aviv voru með allskyns læti í Amsterdam og fá ekki að ferðast til Istanbúl né Debrecen. EPA-EFE/ROBIN VAN LONKHUIJSEN

Leikur Besiktas, frá Tyrklandi, og Maccabi Tel Aviv, frá Ísrael, í Evrópudeild karla í knattspyrnu fer fram fyrir luktum dyrum í Ungverjalandi. Ástæðan eru ólætin sem stuðningsmenn Maccabi voru með þegar liðið sótti Ajax heim í síðustu umferð.

Fjallað var um ólætin í Amsterdam hér á Vísi eftir leik Kristians Nökkva Hlynssonar og félaga í Ajax gegn Maccabi. Lokatölur leiksins 5-0 en stuðningsmenn ísraelska liðsins virtust hafa lítinn áhuga á því sem gerðist inn á vellinum.

Í kjölfarið birtust fréttir þess efnis að stuðningsmenn liðsins hefðu einnig verið til vandræða í Aþenu á síðasta ári.

Nú hefur verið greint frá því að sá leikur fari fram í Debrecen í Ungverjalandi fyrir luktum dyrum. Besiktas hafði áður tilkynnt að leikurinn færi ekki fram í Tyrklandi þar sem yfirvöld þar í landi vildu það hreinlega ekki. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, setti sig hins vegar ekki upp á móti því að leikurinn færi fram í Tyrklandi.

Tyrkneska félagið hefur nú staðfest að leikurinn verði spilaður í Ungverjalandi og hefur biðlað til áhorfenda sinna að ferðast ekki til Ungverjalands.

Maccabi hefur ekki enn tjáð sig um breyttan leikstað eða að leikið sé fyrir luktum dyrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×