Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2024 06:52 Tilnefningar Trump hafa vakið nokkurn ugg vestanhafs um næstu fjögur ár. Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. Samkvæmt CNN er Hegseth fyrrverandi hermaður en skortir þá áratugareynslu af hermálum sem forsetar hafa venjulega horft til við útnefningar sínar í mikilvæg embætti. Trump greindi einnig frá því í gær að Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta yrði ráðherra öryggismála innanlands en Noem hefur enga reynslu á þessu sviði. Hún hefur hins vegar verið ötull stuðnignsmaður Trump og nýtur mikilla vinsælda innan MAGA-hreyfingarinnar. Þá verður Mike Huckabee sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael en ríkisstjórinn fyrrverandi lét eitt sinn þau orð falla að það væri ekkert til sem héti „Palestínumaður“. Musk settur í að minnka báknið Sú ákvörðun Trump sem hefur vakið mesta athygli er þó án efa útnefning hans á athafnamanninum Elon Musk sem sérstaks ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Musk og Vivek Ramaswamy, annar litríkur efnamaður, munu fara fyrir fyrirbæri sem Trump hefur kosið að kalla „Department of Government Efficiency“ en athygli vekur að ekki verður um opinbera stofnun að ræða og Musk og Ramaswamy því ekki þurfa að hlíta reglum um opinbera starfsmenn. Ákvörðunin hefur vakið áhyggjur af því að Musk muni nýta stöðu sína til að brjóta niður það regluverk sem hefur verið sett upp í kringum ýmsa starfsemi sem hann og aðrir tæknijöfrar reka og draga stórlega úr eftirliti. Elon Musk on D.O.G.E: We'll drain many swamps and be very transparent about it.“We're going to be very open and transparent and be very clear about this is what we're doing [with the Department of Government Efficiency], here are the issues, this is the math for what's being… pic.twitter.com/bmqqwrZkZX— ELON DOCS (@elon_docs) November 13, 2024 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Elon Musk Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Samkvæmt CNN er Hegseth fyrrverandi hermaður en skortir þá áratugareynslu af hermálum sem forsetar hafa venjulega horft til við útnefningar sínar í mikilvæg embætti. Trump greindi einnig frá því í gær að Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta yrði ráðherra öryggismála innanlands en Noem hefur enga reynslu á þessu sviði. Hún hefur hins vegar verið ötull stuðnignsmaður Trump og nýtur mikilla vinsælda innan MAGA-hreyfingarinnar. Þá verður Mike Huckabee sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael en ríkisstjórinn fyrrverandi lét eitt sinn þau orð falla að það væri ekkert til sem héti „Palestínumaður“. Musk settur í að minnka báknið Sú ákvörðun Trump sem hefur vakið mesta athygli er þó án efa útnefning hans á athafnamanninum Elon Musk sem sérstaks ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Musk og Vivek Ramaswamy, annar litríkur efnamaður, munu fara fyrir fyrirbæri sem Trump hefur kosið að kalla „Department of Government Efficiency“ en athygli vekur að ekki verður um opinbera stofnun að ræða og Musk og Ramaswamy því ekki þurfa að hlíta reglum um opinbera starfsmenn. Ákvörðunin hefur vakið áhyggjur af því að Musk muni nýta stöðu sína til að brjóta niður það regluverk sem hefur verið sett upp í kringum ýmsa starfsemi sem hann og aðrir tæknijöfrar reka og draga stórlega úr eftirliti. Elon Musk on D.O.G.E: We'll drain many swamps and be very transparent about it.“We're going to be very open and transparent and be very clear about this is what we're doing [with the Department of Government Efficiency], here are the issues, this is the math for what's being… pic.twitter.com/bmqqwrZkZX— ELON DOCS (@elon_docs) November 13, 2024
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Elon Musk Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira