Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2024 14:12 Vetrartíð gerði á Norðurlandi í byrjun júní. Bændur supu seyðið af henni. Vísir/Vilhelm Tjón af völdum óvenjulegrar kuldatíðar í vor og sumar hefur verið skráð á fjórða hundrað búa, fyrst og fremst á Norðurlandi. Starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar á að fara yfir tjón bænda og leggja fram tillögur um stuðning við þá. Kuldi gerði bændum á norðanverðu landinu lífið leitt í vor og sumar. Í byrjun júní gerði vetrartíð með snjókomu og gulum og appelsínugulum veðurviðvörunum. Tjón varð á búfénaði í kuldakastinu, sáning spilltist vegna mikillar bleytu og foks og kaltjón varð á túnum. Þá er óvenjufáar sólskilsstundir sagðar hafa leitt til hærri raforkukostnaðar hjá garðyrkjubændum. Tjón var skráð á 375 búum vegna búfénaðs, uppskeru, afurðataps og kostnaðar við endursáningu. Þá hafa Bjargráðasjóði borist 123 umsóknir um stuðning vegna kaltjóns allt frá Strandabyggð til Múlaþings. Ríkisstjórnin samþykkti að skipa starfshóp til að fara yfir tjón bænda vegna kuldatíðarinnar á fundi sínum á föstudag. Hann á að gera tillögur um útfærslur og umfangs stuðningsaðgerða, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Hópurinn á að skila matvælaráðherra tillögum í næsta mánuði. Gert er ráð fyrir að um 300 milljónum króna verði varið til stuðnings til bænda vegna kaltjónsins. Bjargráðasjóður afgreiðir umsóknir um þann stuðning. Sjóðurinn greiddi út 442 milljónir króna vegna kal- og girðingartjóns sem varð veturinn 2019 til 2020. Þá er áætlað að fjörutíu milljónir króna vanti upp á að fjárheimildir til niðurgreiðslu flutnings og dreifingar raforku til garðyrkjubænda dugi til að ná 95 prósent niðurgreiðsluhlutfalli sem er gert ráð fyrir í samningi ríkisins og Bændasamtakanna. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum forsætis-, matvæla- og fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Landbúnaður Veður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Matvælaframleiðsla Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Sjá meira
Kuldi gerði bændum á norðanverðu landinu lífið leitt í vor og sumar. Í byrjun júní gerði vetrartíð með snjókomu og gulum og appelsínugulum veðurviðvörunum. Tjón varð á búfénaði í kuldakastinu, sáning spilltist vegna mikillar bleytu og foks og kaltjón varð á túnum. Þá er óvenjufáar sólskilsstundir sagðar hafa leitt til hærri raforkukostnaðar hjá garðyrkjubændum. Tjón var skráð á 375 búum vegna búfénaðs, uppskeru, afurðataps og kostnaðar við endursáningu. Þá hafa Bjargráðasjóði borist 123 umsóknir um stuðning vegna kaltjóns allt frá Strandabyggð til Múlaþings. Ríkisstjórnin samþykkti að skipa starfshóp til að fara yfir tjón bænda vegna kuldatíðarinnar á fundi sínum á föstudag. Hann á að gera tillögur um útfærslur og umfangs stuðningsaðgerða, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Hópurinn á að skila matvælaráðherra tillögum í næsta mánuði. Gert er ráð fyrir að um 300 milljónum króna verði varið til stuðnings til bænda vegna kaltjónsins. Bjargráðasjóður afgreiðir umsóknir um þann stuðning. Sjóðurinn greiddi út 442 milljónir króna vegna kal- og girðingartjóns sem varð veturinn 2019 til 2020. Þá er áætlað að fjörutíu milljónir króna vanti upp á að fjárheimildir til niðurgreiðslu flutnings og dreifingar raforku til garðyrkjubænda dugi til að ná 95 prósent niðurgreiðsluhlutfalli sem er gert ráð fyrir í samningi ríkisins og Bændasamtakanna. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum forsætis-, matvæla- og fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Landbúnaður Veður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Matvælaframleiðsla Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Sjá meira
Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21