Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2024 21:30 Erlingur Jens Leifsson er orðinn yfirmaður verklegra framkvæmda NunaGreen, félags sem annast orkuframkvæmdir fyrir hönd grænlenskra stjórnvalda. Sigurjón Ólason Íslenskur verkfræðingur, sem leitt hefur gerð þriggja nýrra flugbrauta á Grænlandi, hefur verið ráðinn til að stýra mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Hann segir Grænland verða grænna. Flugvallagerðin telst mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands. Þar hefur Erlingur Leifsson undanfarin fimm og hálft ár gegnt lykilhlutverki; sem yfirmaður þeirra framkvæmda sem snúa að öllu láréttu á flugvöllunum, eins og hann orðar það í frétt Stöðvar 2. „Flugbrautir, flughlöð og akstursbrautir á öllum þremur nýju flugvöllunum sem verið er að byggja á Grænlandi,“ segir Erlingur. Nýja flugbrautin í Nuuk er 2.200 metra löng. Verktakinn, Munck Gruppen, er búinn að skila verkinu frá sér til flugvallafélags Grænlands.Greenland Airports Flugbrautin í Nuuk verður opnuð í fullri lengd þann 28. nóvember, eftir fimmtán daga. Áætlanir gera núna ráð fyrir að hinir tveir flugvellirnir, í Ilulissat og Qaqortoq, verði tilbúnir árið 2026. Erlingur er hins vegar búinn að færa sig yfir í nýtt starf. Hann er orðinn yfirmaður verklegra orkuframkvæmda fyrir hönd grænlenskra stjórnvalda. Virkjunin sunnan Nuuk verður sú stærsta á Grænlandi og mun þjóna höfuðstaðnum. Virkjunin við Diskóflóa mun þjóna tveimur bæjum við sunnanverðan flóann.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson „Ég er náttúrlega bara ánægður með að mér skuli treyst fyrir því að taka þátt í þessu og vera í þeim hópi sem er að leiða þessi verkefni.“ Erlingur mun stýra gerð 76 megavatta stórvirkjunar við Buksefjorden sunnan Nuuk og annarrar minni virkjunar við Diskóflóa fyrir bæina Aasiaat og Qasigiannguit, upp á 21 megavatt. Umfangið við gerð virkjananna verður ekki mikið minna en við flugvellina. Stöðvarhús Buksefjord 2 verður 35 kílómetrum ofan við stöðvarhús Buksefjord 1.NunaGreen/Hjalti Freyr Ragnarsson „Eða stærra. Því að þetta er meira en einn flugvöllur í rauninni, þessar virkjanir. Bara í Buksefjord, hún er töluvert meira heldur en einn flugvöllur,“ segir Erlingur. Buksefjorden eitt er í dag stærsta virkjun Grænlands, 45 megavött. Buksefjorden tvö verður 76 megavött og með sextán kílómetra aðrennslisgöngum. Jökullónið Isortuarsuup Tasia. Sextán kílómetra jarðgöng verða grafin úr lóninu niður í annað fjallavatn sem liggur neðar.Erlingur Leifsson Segja má að sjálfur Grænlandsjökull sé vatnsforðabúrið en vatnið verður leitt úr jökullóni um jarðgöngin í fjallavatn fyrir neðan með stöðvarhúsi á milli. Stefnt er á forval í desember og útboð í mars næstkomandi en raforkan frá Buksefjord mun fyrst og fremst þjóna höfuðstaðnum Nuuk. Hafnarbakkinn við Buksefjord. Engir vegir liggja að virkjunarsvæðinu og því þarf að sigla þangað með öll aðföng.Erlingur Leifsson „Í Nuuk mun hún tryggja það að það þurfi ekki að keyra svona mikið á dísil til að sinna húshitun. Þannig að það verður hægt að nota raforkuna í það. Það sama gerist náttúrlega við bæina Aasiaat og Qasigiannguit. Það eru líka dísilvélar sem eru keyrðar þar. Það verður hægt að skipta þeim út. Það þýðir náttúrlega minni CO2-losun og grænni – grænna Grænland,“ segir Erlingur Jens Leifsson, yfirmaður verklegra framkvæmda NunaGreen, í frétt sem sjá má hér: Grænland Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Danmörk Orkuskipti Loftslagsmál Tækni Tengdar fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 10. nóvember 2024 07:37 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Flugvallagerðin telst mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands. Þar hefur Erlingur Leifsson undanfarin fimm og hálft ár gegnt lykilhlutverki; sem yfirmaður þeirra framkvæmda sem snúa að öllu láréttu á flugvöllunum, eins og hann orðar það í frétt Stöðvar 2. „Flugbrautir, flughlöð og akstursbrautir á öllum þremur nýju flugvöllunum sem verið er að byggja á Grænlandi,“ segir Erlingur. Nýja flugbrautin í Nuuk er 2.200 metra löng. Verktakinn, Munck Gruppen, er búinn að skila verkinu frá sér til flugvallafélags Grænlands.Greenland Airports Flugbrautin í Nuuk verður opnuð í fullri lengd þann 28. nóvember, eftir fimmtán daga. Áætlanir gera núna ráð fyrir að hinir tveir flugvellirnir, í Ilulissat og Qaqortoq, verði tilbúnir árið 2026. Erlingur er hins vegar búinn að færa sig yfir í nýtt starf. Hann er orðinn yfirmaður verklegra orkuframkvæmda fyrir hönd grænlenskra stjórnvalda. Virkjunin sunnan Nuuk verður sú stærsta á Grænlandi og mun þjóna höfuðstaðnum. Virkjunin við Diskóflóa mun þjóna tveimur bæjum við sunnanverðan flóann.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson „Ég er náttúrlega bara ánægður með að mér skuli treyst fyrir því að taka þátt í þessu og vera í þeim hópi sem er að leiða þessi verkefni.“ Erlingur mun stýra gerð 76 megavatta stórvirkjunar við Buksefjorden sunnan Nuuk og annarrar minni virkjunar við Diskóflóa fyrir bæina Aasiaat og Qasigiannguit, upp á 21 megavatt. Umfangið við gerð virkjananna verður ekki mikið minna en við flugvellina. Stöðvarhús Buksefjord 2 verður 35 kílómetrum ofan við stöðvarhús Buksefjord 1.NunaGreen/Hjalti Freyr Ragnarsson „Eða stærra. Því að þetta er meira en einn flugvöllur í rauninni, þessar virkjanir. Bara í Buksefjord, hún er töluvert meira heldur en einn flugvöllur,“ segir Erlingur. Buksefjorden eitt er í dag stærsta virkjun Grænlands, 45 megavött. Buksefjorden tvö verður 76 megavött og með sextán kílómetra aðrennslisgöngum. Jökullónið Isortuarsuup Tasia. Sextán kílómetra jarðgöng verða grafin úr lóninu niður í annað fjallavatn sem liggur neðar.Erlingur Leifsson Segja má að sjálfur Grænlandsjökull sé vatnsforðabúrið en vatnið verður leitt úr jökullóni um jarðgöngin í fjallavatn fyrir neðan með stöðvarhúsi á milli. Stefnt er á forval í desember og útboð í mars næstkomandi en raforkan frá Buksefjord mun fyrst og fremst þjóna höfuðstaðnum Nuuk. Hafnarbakkinn við Buksefjord. Engir vegir liggja að virkjunarsvæðinu og því þarf að sigla þangað með öll aðföng.Erlingur Leifsson „Í Nuuk mun hún tryggja það að það þurfi ekki að keyra svona mikið á dísil til að sinna húshitun. Þannig að það verður hægt að nota raforkuna í það. Það sama gerist náttúrlega við bæina Aasiaat og Qasigiannguit. Það eru líka dísilvélar sem eru keyrðar þar. Það verður hægt að skipta þeim út. Það þýðir náttúrlega minni CO2-losun og grænni – grænna Grænland,“ segir Erlingur Jens Leifsson, yfirmaður verklegra framkvæmda NunaGreen, í frétt sem sjá má hér:
Grænland Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Danmörk Orkuskipti Loftslagsmál Tækni Tengdar fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 10. nóvember 2024 07:37 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 10. nóvember 2024 07:37
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52