Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar 14. nóvember 2024 10:01 Lög sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG keyrði í gegnum Alþingi í vor til að gefa afurðastöðvum, sem jafnframt eru stórtækir innflytjendur á kjötvöru, undanþágu frá samkeppnislögum er skýrt dæmi um það þegar sérhagsmunir þeirra sem hafa pólitísk ítök eru teknir fram fyrir hagsmuni almennings og eðlilegar leikreglur heilbrigðs atvinnulífs eru teknar úr sambandi. Samráð gert löglegt Lögin heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér samráð sem er með öllu ólögmætt í öðrum atvinnugreinum. Undanþágan er mun víðtækari en í nágrannalöndum okkar enda gengur hún þvert á grundvallarsjónarmið um samkeppni og neytendavernd og bitnar bæði á neytendum og bændum sem selja til afurðastöðvanna. Kjötafurðastöðvar sem einnig eru í hópi stærstu innflytjenda á kjötvöru hafa þannig fullt sjálfdæmi um verðlagningu til smásala/neytenda og bænda án nokkurs aðhalds og geta átt samráð og sameinast, án nokkurra takmarkana. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að allar afurðastöðvar, þ.e. í kindakjöti, nautakjöti, svínakjöti og kjúklingakjöti, hafi með sér samkeppnishamlandi samstarf eða sameinist. Gegn hagsmunum neytenda og bænda Fyrirkomulagið gengur augljóslega gegn hagsmunum neytenda þar sem samráð í stað samkeppni hefur þau áhrif að hækka verð og minnka vöruúrval. Fyrirkomulagið gagnast bændum heldur ekki, þar sem engar kröfur voru gerðar í lögunum um eignarhald bænda á afurðastöðvunum, ólíkt því sem var í upphaflegu frumvarpi matvælaráðherra, sem stjórnarmeirihlutinn í atvinnuveganefnd endurskrifaði. Þetta sést vel á því að þegar KS keypti Kjarnafæði-Norðlenska eftir að lögin voru sett nýtti félagið sér heimild í hlutafjárlögum til að krefjast innlausnar hlutabréfa þeirra bænda sem ekki vildu selja. Með öðrum orðum snerist löggjöf, sem í upphafi var sögð til að styrkja stöðu bænda, upp í að bændum sem vildu áfram eiga hlut í afurðastöðinni sinni var ýtt út. Samráð einnig mögulegt í innflutningi Allar afurðastöðvar geta nýtt sér undanþáguna frá samkeppnislögum til samráðs. Það á einnig við um stórfyrirtækin í svínakjötsframleiðslu og -innflutningi á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma og forstjórar afurðastöðvanna geta átt samráð bæði um eigin framleiðslu og innflutning eiga aðrir innflytendur á kjöti yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi fyrir sömu hegðun. Það er ekki hægt skálda svona ævintýralega vitleysu. Breytum þessu Íslendingar borga nú þegar næsthæsta matvælaverð í Evrópu meðal annars vegna hárra tolla og fákeppni. Ofan á þetta eru samkeppnislög tekin úr sambandi til þess að örfá fyrirtæki, afurðastöðvar, geti átt samráð um verðlagningu til verslana og þar með alls almennings sem verslar í búðunum. Eins og bæði Samkeppniseftirlitið og Neytendasamtökin hafa bent á eru líklegar afleiðingar verðhækkun á kjötvöru og þar með aukin verðbólga. Þessar kosningar snúast um að ná efnhagslegu jafnvægi til að bæta kjör heimila og fyrirtækja. Til þess þarf flokk sem stendur fyrir viðskiptafrelsi og almennar, heilbrigðar leikreglur til hagsbóta fyrir öll en ekki sérreglur fyrir örfá handvalin. Kjósum Viðreisn og breytum þessu. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Leifsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Fjármál heimilisins Samkeppnismál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Lög sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG keyrði í gegnum Alþingi í vor til að gefa afurðastöðvum, sem jafnframt eru stórtækir innflytjendur á kjötvöru, undanþágu frá samkeppnislögum er skýrt dæmi um það þegar sérhagsmunir þeirra sem hafa pólitísk ítök eru teknir fram fyrir hagsmuni almennings og eðlilegar leikreglur heilbrigðs atvinnulífs eru teknar úr sambandi. Samráð gert löglegt Lögin heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér samráð sem er með öllu ólögmætt í öðrum atvinnugreinum. Undanþágan er mun víðtækari en í nágrannalöndum okkar enda gengur hún þvert á grundvallarsjónarmið um samkeppni og neytendavernd og bitnar bæði á neytendum og bændum sem selja til afurðastöðvanna. Kjötafurðastöðvar sem einnig eru í hópi stærstu innflytjenda á kjötvöru hafa þannig fullt sjálfdæmi um verðlagningu til smásala/neytenda og bænda án nokkurs aðhalds og geta átt samráð og sameinast, án nokkurra takmarkana. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að allar afurðastöðvar, þ.e. í kindakjöti, nautakjöti, svínakjöti og kjúklingakjöti, hafi með sér samkeppnishamlandi samstarf eða sameinist. Gegn hagsmunum neytenda og bænda Fyrirkomulagið gengur augljóslega gegn hagsmunum neytenda þar sem samráð í stað samkeppni hefur þau áhrif að hækka verð og minnka vöruúrval. Fyrirkomulagið gagnast bændum heldur ekki, þar sem engar kröfur voru gerðar í lögunum um eignarhald bænda á afurðastöðvunum, ólíkt því sem var í upphaflegu frumvarpi matvælaráðherra, sem stjórnarmeirihlutinn í atvinnuveganefnd endurskrifaði. Þetta sést vel á því að þegar KS keypti Kjarnafæði-Norðlenska eftir að lögin voru sett nýtti félagið sér heimild í hlutafjárlögum til að krefjast innlausnar hlutabréfa þeirra bænda sem ekki vildu selja. Með öðrum orðum snerist löggjöf, sem í upphafi var sögð til að styrkja stöðu bænda, upp í að bændum sem vildu áfram eiga hlut í afurðastöðinni sinni var ýtt út. Samráð einnig mögulegt í innflutningi Allar afurðastöðvar geta nýtt sér undanþáguna frá samkeppnislögum til samráðs. Það á einnig við um stórfyrirtækin í svínakjötsframleiðslu og -innflutningi á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma og forstjórar afurðastöðvanna geta átt samráð bæði um eigin framleiðslu og innflutning eiga aðrir innflytendur á kjöti yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi fyrir sömu hegðun. Það er ekki hægt skálda svona ævintýralega vitleysu. Breytum þessu Íslendingar borga nú þegar næsthæsta matvælaverð í Evrópu meðal annars vegna hárra tolla og fákeppni. Ofan á þetta eru samkeppnislög tekin úr sambandi til þess að örfá fyrirtæki, afurðastöðvar, geti átt samráð um verðlagningu til verslana og þar með alls almennings sem verslar í búðunum. Eins og bæði Samkeppniseftirlitið og Neytendasamtökin hafa bent á eru líklegar afleiðingar verðhækkun á kjötvöru og þar með aukin verðbólga. Þessar kosningar snúast um að ná efnhagslegu jafnvægi til að bæta kjör heimila og fyrirtækja. Til þess þarf flokk sem stendur fyrir viðskiptafrelsi og almennar, heilbrigðar leikreglur til hagsbóta fyrir öll en ekki sérreglur fyrir örfá handvalin. Kjósum Viðreisn og breytum þessu. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun