Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar 14. nóvember 2024 10:01 Lög sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG keyrði í gegnum Alþingi í vor til að gefa afurðastöðvum, sem jafnframt eru stórtækir innflytjendur á kjötvöru, undanþágu frá samkeppnislögum er skýrt dæmi um það þegar sérhagsmunir þeirra sem hafa pólitísk ítök eru teknir fram fyrir hagsmuni almennings og eðlilegar leikreglur heilbrigðs atvinnulífs eru teknar úr sambandi. Samráð gert löglegt Lögin heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér samráð sem er með öllu ólögmætt í öðrum atvinnugreinum. Undanþágan er mun víðtækari en í nágrannalöndum okkar enda gengur hún þvert á grundvallarsjónarmið um samkeppni og neytendavernd og bitnar bæði á neytendum og bændum sem selja til afurðastöðvanna. Kjötafurðastöðvar sem einnig eru í hópi stærstu innflytjenda á kjötvöru hafa þannig fullt sjálfdæmi um verðlagningu til smásala/neytenda og bænda án nokkurs aðhalds og geta átt samráð og sameinast, án nokkurra takmarkana. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að allar afurðastöðvar, þ.e. í kindakjöti, nautakjöti, svínakjöti og kjúklingakjöti, hafi með sér samkeppnishamlandi samstarf eða sameinist. Gegn hagsmunum neytenda og bænda Fyrirkomulagið gengur augljóslega gegn hagsmunum neytenda þar sem samráð í stað samkeppni hefur þau áhrif að hækka verð og minnka vöruúrval. Fyrirkomulagið gagnast bændum heldur ekki, þar sem engar kröfur voru gerðar í lögunum um eignarhald bænda á afurðastöðvunum, ólíkt því sem var í upphaflegu frumvarpi matvælaráðherra, sem stjórnarmeirihlutinn í atvinnuveganefnd endurskrifaði. Þetta sést vel á því að þegar KS keypti Kjarnafæði-Norðlenska eftir að lögin voru sett nýtti félagið sér heimild í hlutafjárlögum til að krefjast innlausnar hlutabréfa þeirra bænda sem ekki vildu selja. Með öðrum orðum snerist löggjöf, sem í upphafi var sögð til að styrkja stöðu bænda, upp í að bændum sem vildu áfram eiga hlut í afurðastöðinni sinni var ýtt út. Samráð einnig mögulegt í innflutningi Allar afurðastöðvar geta nýtt sér undanþáguna frá samkeppnislögum til samráðs. Það á einnig við um stórfyrirtækin í svínakjötsframleiðslu og -innflutningi á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma og forstjórar afurðastöðvanna geta átt samráð bæði um eigin framleiðslu og innflutning eiga aðrir innflytendur á kjöti yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi fyrir sömu hegðun. Það er ekki hægt skálda svona ævintýralega vitleysu. Breytum þessu Íslendingar borga nú þegar næsthæsta matvælaverð í Evrópu meðal annars vegna hárra tolla og fákeppni. Ofan á þetta eru samkeppnislög tekin úr sambandi til þess að örfá fyrirtæki, afurðastöðvar, geti átt samráð um verðlagningu til verslana og þar með alls almennings sem verslar í búðunum. Eins og bæði Samkeppniseftirlitið og Neytendasamtökin hafa bent á eru líklegar afleiðingar verðhækkun á kjötvöru og þar með aukin verðbólga. Þessar kosningar snúast um að ná efnhagslegu jafnvægi til að bæta kjör heimila og fyrirtækja. Til þess þarf flokk sem stendur fyrir viðskiptafrelsi og almennar, heilbrigðar leikreglur til hagsbóta fyrir öll en ekki sérreglur fyrir örfá handvalin. Kjósum Viðreisn og breytum þessu. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Leifsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Fjármál heimilisins Samkeppnismál Mest lesið Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Lög sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG keyrði í gegnum Alþingi í vor til að gefa afurðastöðvum, sem jafnframt eru stórtækir innflytjendur á kjötvöru, undanþágu frá samkeppnislögum er skýrt dæmi um það þegar sérhagsmunir þeirra sem hafa pólitísk ítök eru teknir fram fyrir hagsmuni almennings og eðlilegar leikreglur heilbrigðs atvinnulífs eru teknar úr sambandi. Samráð gert löglegt Lögin heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér samráð sem er með öllu ólögmætt í öðrum atvinnugreinum. Undanþágan er mun víðtækari en í nágrannalöndum okkar enda gengur hún þvert á grundvallarsjónarmið um samkeppni og neytendavernd og bitnar bæði á neytendum og bændum sem selja til afurðastöðvanna. Kjötafurðastöðvar sem einnig eru í hópi stærstu innflytjenda á kjötvöru hafa þannig fullt sjálfdæmi um verðlagningu til smásala/neytenda og bænda án nokkurs aðhalds og geta átt samráð og sameinast, án nokkurra takmarkana. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að allar afurðastöðvar, þ.e. í kindakjöti, nautakjöti, svínakjöti og kjúklingakjöti, hafi með sér samkeppnishamlandi samstarf eða sameinist. Gegn hagsmunum neytenda og bænda Fyrirkomulagið gengur augljóslega gegn hagsmunum neytenda þar sem samráð í stað samkeppni hefur þau áhrif að hækka verð og minnka vöruúrval. Fyrirkomulagið gagnast bændum heldur ekki, þar sem engar kröfur voru gerðar í lögunum um eignarhald bænda á afurðastöðvunum, ólíkt því sem var í upphaflegu frumvarpi matvælaráðherra, sem stjórnarmeirihlutinn í atvinnuveganefnd endurskrifaði. Þetta sést vel á því að þegar KS keypti Kjarnafæði-Norðlenska eftir að lögin voru sett nýtti félagið sér heimild í hlutafjárlögum til að krefjast innlausnar hlutabréfa þeirra bænda sem ekki vildu selja. Með öðrum orðum snerist löggjöf, sem í upphafi var sögð til að styrkja stöðu bænda, upp í að bændum sem vildu áfram eiga hlut í afurðastöðinni sinni var ýtt út. Samráð einnig mögulegt í innflutningi Allar afurðastöðvar geta nýtt sér undanþáguna frá samkeppnislögum til samráðs. Það á einnig við um stórfyrirtækin í svínakjötsframleiðslu og -innflutningi á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma og forstjórar afurðastöðvanna geta átt samráð bæði um eigin framleiðslu og innflutning eiga aðrir innflytendur á kjöti yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi fyrir sömu hegðun. Það er ekki hægt skálda svona ævintýralega vitleysu. Breytum þessu Íslendingar borga nú þegar næsthæsta matvælaverð í Evrópu meðal annars vegna hárra tolla og fákeppni. Ofan á þetta eru samkeppnislög tekin úr sambandi til þess að örfá fyrirtæki, afurðastöðvar, geti átt samráð um verðlagningu til verslana og þar með alls almennings sem verslar í búðunum. Eins og bæði Samkeppniseftirlitið og Neytendasamtökin hafa bent á eru líklegar afleiðingar verðhækkun á kjötvöru og þar með aukin verðbólga. Þessar kosningar snúast um að ná efnhagslegu jafnvægi til að bæta kjör heimila og fyrirtækja. Til þess þarf flokk sem stendur fyrir viðskiptafrelsi og almennar, heilbrigðar leikreglur til hagsbóta fyrir öll en ekki sérreglur fyrir örfá handvalin. Kjósum Viðreisn og breytum þessu. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar