Ragna tók mynd af sér með kappanum og birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Fred again heitir réttu nafni Frederick John Phillip Gibson er 31 árs og frá Bretlandi. Undanfarna mánuði hefur hann verið á tónleikaferðalagi um Evrópu og meðal annars komið fram í Kaupmannahöfn og Berlín.
Eitt af hans vinsælustu lögum er lagið Marea (we've lost dancing) sem kom út árið 2020. Lagið öðlaðist miklar vinsældir eftir að því brá fyrir í verðlaunamyndinni Triangle of Sadness.
Bestu vinirnir með tónleika annað kvöld
Athygli vekur að bestu vinir hans í DJ-tvíeykinu Joy anonymous spila annað kvöld á tónleikum í Hvalasafninu. Skipuleggjendur segja að meðal þeirra muni koma fram sérlegir vinir þeirra. Alls ekki er staðfest að þar sé um að ræða Fred again þó ýmsir hafi spurt sig að því.
Joy Anonymous og Fred again hafa oft sameinað krafta sína og gefið út nokkra danssmelli á borð við lagið peace u need svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum eru þeir félagar í Joy anonymous miklir hvalavinir og var því ákveðið að halda tónleikana þar.
Þá mun allur ágóði af tónleikunum renna til góðgerðarmála, nánar tiltekið til hvalavinasamtakanna Icelandic Orca Project. Miðar fóru á sölu í morgun og seldist upp á skotstundu.
Fari svo að Fred again komi fram á Hvalasafninu annað kvöld teldist það til mikilla tíðinda en hann hefur aldrei áður troðið upp á Íslandi. Hann virðist hrifinn af íslenskri hönnun en kappinn hefur oft sést klæddur í 66 norður.