Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2024 12:15 Ragna þekkti sinn mann og fékk mynd af sér með honum. Einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir Fred again er staddur á landinu. Hann spókaði sig um í Melabúðinni í vesturbæ Reykjavíkur í gær þar sem hann hitti engan annan en Rögnu Sigurðardóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar. Ragna tók mynd af sér með kappanum og birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Fred again heitir réttu nafni Frederick John Phillip Gibson er 31 árs og frá Bretlandi. Undanfarna mánuði hefur hann verið á tónleikaferðalagi um Evrópu og meðal annars komið fram í Kaupmannahöfn og Berlín. Eitt af hans vinsælustu lögum er lagið Marea (we've lost dancing) sem kom út árið 2020. Lagið öðlaðist miklar vinsældir eftir að því brá fyrir í verðlaunamyndinni Triangle of Sadness. Bestu vinirnir með tónleika annað kvöld Athygli vekur að bestu vinir hans í DJ-tvíeykinu Joy anonymous spila annað kvöld á tónleikum í Hvalasafninu. Skipuleggjendur segja að meðal þeirra muni koma fram sérlegir vinir þeirra. Alls ekki er staðfest að þar sé um að ræða Fred again þó ýmsir hafi spurt sig að því. Joy Anonymous og Fred again hafa oft sameinað krafta sína og gefið út nokkra danssmelli á borð við lagið peace u need svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum eru þeir félagar í Joy anonymous miklir hvalavinir og var því ákveðið að halda tónleikana þar. Þá mun allur ágóði af tónleikunum renna til góðgerðarmála, nánar tiltekið til hvalavinasamtakanna Icelandic Orca Project. Miðar fóru á sölu í morgun og seldist upp á skotstundu. Fari svo að Fred again komi fram á Hvalasafninu annað kvöld teldist það til mikilla tíðinda en hann hefur aldrei áður troðið upp á Íslandi. Hann virðist hrifinn af íslenskri hönnun en kappinn hefur oft sést klæddur í 66 norður. View this post on Instagram A post shared by LP (@liveproject.is) Tónlist Tónleikar á Íslandi Íslandsvinir Reykjavík Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Sjá meira
Ragna tók mynd af sér með kappanum og birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Fred again heitir réttu nafni Frederick John Phillip Gibson er 31 árs og frá Bretlandi. Undanfarna mánuði hefur hann verið á tónleikaferðalagi um Evrópu og meðal annars komið fram í Kaupmannahöfn og Berlín. Eitt af hans vinsælustu lögum er lagið Marea (we've lost dancing) sem kom út árið 2020. Lagið öðlaðist miklar vinsældir eftir að því brá fyrir í verðlaunamyndinni Triangle of Sadness. Bestu vinirnir með tónleika annað kvöld Athygli vekur að bestu vinir hans í DJ-tvíeykinu Joy anonymous spila annað kvöld á tónleikum í Hvalasafninu. Skipuleggjendur segja að meðal þeirra muni koma fram sérlegir vinir þeirra. Alls ekki er staðfest að þar sé um að ræða Fred again þó ýmsir hafi spurt sig að því. Joy Anonymous og Fred again hafa oft sameinað krafta sína og gefið út nokkra danssmelli á borð við lagið peace u need svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum eru þeir félagar í Joy anonymous miklir hvalavinir og var því ákveðið að halda tónleikana þar. Þá mun allur ágóði af tónleikunum renna til góðgerðarmála, nánar tiltekið til hvalavinasamtakanna Icelandic Orca Project. Miðar fóru á sölu í morgun og seldist upp á skotstundu. Fari svo að Fred again komi fram á Hvalasafninu annað kvöld teldist það til mikilla tíðinda en hann hefur aldrei áður troðið upp á Íslandi. Hann virðist hrifinn af íslenskri hönnun en kappinn hefur oft sést klæddur í 66 norður. View this post on Instagram A post shared by LP (@liveproject.is)
Tónlist Tónleikar á Íslandi Íslandsvinir Reykjavík Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Sjá meira