Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2024 15:31 Á árunum 2009 til 2019 hirti Íbúðalánasjóður rúmlega fjögur þúsund íbúðir af viðskiptavinum sínum. Um leið misstu tíu þúsund manns, menn konur og börn heimili sín. Þessi mikli fjöldi lenti í gífurlegum erfiðleikum við að tryggja húsnæði fjölskyldna sinna til framtíðar. Sögur af viðskiptum venjulegs heiðarlegs fólks við Íbúðalánasjóð eru margar hrollvekjandi og ljóst er að aðstöðumunur sjóðsins og viðskiptavinanna var mikill og réttlæti og staðreyndir lágu ekki á lausu. Sögur af framkvæmd uppboða vekja áhyggjur og brýn nauðsyn er að fara nánar yfir hvernig þau fóru fram. Verst er þó að heyra af afleiðingum framgöngu Íbúðalánasjóðs á líf þeirra fjölskyldna og einstaklinga sem í hlut áttu. Ein afleiðing var sú að meðalaldur þeirra sem eru nú á leigumarkaði hefur hækkað vegna þess hóps á miðjum aldri sem hraktist inn á leigumarkað og situr þar fast. Ljóst er að stór hluti þessa hóps á ekki afturkvæmt í eignarhúsnæði. Sumir brotnuðu í þessu gjörningaveðri og leituðu skjóls í eilífðinni. Það er þyngra en tárum taki. Greinarhöfundur hefur lagt töluverða vinnu í að komast til botns í þessu máli og reyna að vekja opinbera umræðu um örlög þessa hóps. Því miður hefur ekki reynst nægilegur áhugi hjá stærstu fjölmiðlum til þess að taka málið til umfjöllunar. Það hefur verið reynt ítrekað m.a. með því að afhenda fjölmiðlum gögn um málið ásamt upplýsingum um einstaklinga sem urðu fyrir skaða. Árangur af þeiri viðleitni er enginn. Mér finnst ekki í boði að hætta afskiptum af máli Íbúðalánasjóðs og viðskiptavina hans sem selt var ofan af. Með lögum skal land byggja. Það hefur verið torf að halda málinu á lofti utan þings. Það er ekki hvað síst þess vegna sem að greinarhöfundur sækist eftir sæti á Alþingi í komandi kosningum. Greinarhöfundur er þess fullviss að til þess að leiða mál þúsundanna til lykta, til þess að þoka málinu í réttlætisátt, til þess að varpa ljósi á framkvæmd uppboða, til þess að komast að raunverulegu söluferli íbúðanna þarfaðkomu Alþingis. Greinarhöfundur bendir því öllum sem eiga um sárt að binda, öllum sem leita svara, öllum sem sækjast eftir réttlæti á að velja þingmenn, sem vilja sinna þessu máli. Til dæmis með því að tryggja Miðflokknum góða kosningu til þess að hægt sé að vinna málinu af afli. Miðflokkurinn mun leggja sig fram. Ég hvet því ykkur öll sem viljið sjá árangur og lyktir í þessu máli að tryggja gott kjör Miðflokksins í komandi kosningum. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Á árunum 2009 til 2019 hirti Íbúðalánasjóður rúmlega fjögur þúsund íbúðir af viðskiptavinum sínum. Um leið misstu tíu þúsund manns, menn konur og börn heimili sín. Þessi mikli fjöldi lenti í gífurlegum erfiðleikum við að tryggja húsnæði fjölskyldna sinna til framtíðar. Sögur af viðskiptum venjulegs heiðarlegs fólks við Íbúðalánasjóð eru margar hrollvekjandi og ljóst er að aðstöðumunur sjóðsins og viðskiptavinanna var mikill og réttlæti og staðreyndir lágu ekki á lausu. Sögur af framkvæmd uppboða vekja áhyggjur og brýn nauðsyn er að fara nánar yfir hvernig þau fóru fram. Verst er þó að heyra af afleiðingum framgöngu Íbúðalánasjóðs á líf þeirra fjölskyldna og einstaklinga sem í hlut áttu. Ein afleiðing var sú að meðalaldur þeirra sem eru nú á leigumarkaði hefur hækkað vegna þess hóps á miðjum aldri sem hraktist inn á leigumarkað og situr þar fast. Ljóst er að stór hluti þessa hóps á ekki afturkvæmt í eignarhúsnæði. Sumir brotnuðu í þessu gjörningaveðri og leituðu skjóls í eilífðinni. Það er þyngra en tárum taki. Greinarhöfundur hefur lagt töluverða vinnu í að komast til botns í þessu máli og reyna að vekja opinbera umræðu um örlög þessa hóps. Því miður hefur ekki reynst nægilegur áhugi hjá stærstu fjölmiðlum til þess að taka málið til umfjöllunar. Það hefur verið reynt ítrekað m.a. með því að afhenda fjölmiðlum gögn um málið ásamt upplýsingum um einstaklinga sem urðu fyrir skaða. Árangur af þeiri viðleitni er enginn. Mér finnst ekki í boði að hætta afskiptum af máli Íbúðalánasjóðs og viðskiptavina hans sem selt var ofan af. Með lögum skal land byggja. Það hefur verið torf að halda málinu á lofti utan þings. Það er ekki hvað síst þess vegna sem að greinarhöfundur sækist eftir sæti á Alþingi í komandi kosningum. Greinarhöfundur er þess fullviss að til þess að leiða mál þúsundanna til lykta, til þess að þoka málinu í réttlætisátt, til þess að varpa ljósi á framkvæmd uppboða, til þess að komast að raunverulegu söluferli íbúðanna þarfaðkomu Alþingis. Greinarhöfundur bendir því öllum sem eiga um sárt að binda, öllum sem leita svara, öllum sem sækjast eftir réttlæti á að velja þingmenn, sem vilja sinna þessu máli. Til dæmis með því að tryggja Miðflokknum góða kosningu til þess að hægt sé að vinna málinu af afli. Miðflokkurinn mun leggja sig fram. Ég hvet því ykkur öll sem viljið sjá árangur og lyktir í þessu máli að tryggja gott kjör Miðflokksins í komandi kosningum. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar