Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. nóvember 2024 09:33 Kristján og Matthías Guðmundssyni verða samþjálfarar hjá kvennaliði Vals í fótbolta næsta sumar. Vísir/Stöð 2 Nýir þjálfarar kvennaliðs Vals í fótbolta eru spenntir fyrir komandi samstarfi. Þeir endurnýja kynnin en voru síðast saman á Hlíðarenda fyrir rúmum áratug. Þeir Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við sem þjálfarar Vals á dögunum. Kristján þjálfaði síðast Stjörnuna í Bestu deild kvenna en hætti þar störfum á miðju síðasta tímabili. Matthías var þjálfari Gróttu í 1. deildinni sem rétt missti af sæti á meðal þeirra bestu síðasta sumar. Matthías er uppalinn Valsari og var um tveggja ára skeið í þjálfarateymi liðsins undir stjórn Péturs Péturssonar sem hætti á dögunum. Kristján snýr aftur á Hlíðarenda tólf árum eftir að hafa stýrt karlaliði félagsins. Aðspurður hvort aðstæður séu mikið breyttar segir Kristján: „Það hefur merkilega lítið breyst. Húsakynnin eru ennþá eins og skrifstofurnar. Það var sami texti í samningnum og fyrir tólf árum síðan, þannig að það hefur nánast ekkert breyst.“ „Man ég var langbestur“ Þegar Kristján stýrði Valsliðinu árin 2010 til 2012 fékk hann Matthías, sem var þá leikmaður, til félagsins. „Hann var mjög ljúfur og mjög auðvelt að segja honum til. Ég held við höfum sótt hann í FH á sínum tíma aftur í Val. Það var eitt af því sem við lögðum mikla áherslu á, að fá hann til baka, til að spila framherja. Það var mjög gaman,“ segir Kristján um samþjálfara sinn. Matthías þekkir Kristján því sem þjálfara og hafði það mikið að segja upp á samstarfið sem fram undan er. „Alveg klárt mál. Ég man mér líkaði ofboðslega vel undir stjórn Kristjáns. Hann var eiginlega fyrstur með einhverjar nýjar pælingar, sem hreif mig vel. Maður var kominn á smá aldur þarna, en ég man ég var samt langbestur,“ segir Matthías og uppsker hlátur Kristjáns. Kristján (t.v.) fékk Matthías sem leikmann til Vals og sá síðarnefndi lék undir hans stjórn frá 2010 til 2012.Vísir/Samsett Báðir verða titlaðir aðalþjálfarar félagsins, en hvernig gengur það fyrir sig? „Við lítum á þetta bara sem teymisvinnu, eins og fótbolti er orðinn. Við þurfum að rökræða um hitt og þetta og komast að niðurstöðu. Þetta verður flott, segir Matthías. Þeir séu þá að leggja línur hvað verkaskiptingu varðar. „Við erum byrjaðir á þeirri vinnu. Verkaskiptingin verður alveg skýr, hver verður með hvað og hver tekur ákvörðun á hvaða stað. Því verður haldið innanbúða hjá okkur. Við gefum það ekkert út sérstaklega,“ segir Kristján. Fleira kemur fram í viðtalinu við þá Kristján og Matthías sem má sjá í heild sinni að neðan. Valur Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Þeir Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við sem þjálfarar Vals á dögunum. Kristján þjálfaði síðast Stjörnuna í Bestu deild kvenna en hætti þar störfum á miðju síðasta tímabili. Matthías var þjálfari Gróttu í 1. deildinni sem rétt missti af sæti á meðal þeirra bestu síðasta sumar. Matthías er uppalinn Valsari og var um tveggja ára skeið í þjálfarateymi liðsins undir stjórn Péturs Péturssonar sem hætti á dögunum. Kristján snýr aftur á Hlíðarenda tólf árum eftir að hafa stýrt karlaliði félagsins. Aðspurður hvort aðstæður séu mikið breyttar segir Kristján: „Það hefur merkilega lítið breyst. Húsakynnin eru ennþá eins og skrifstofurnar. Það var sami texti í samningnum og fyrir tólf árum síðan, þannig að það hefur nánast ekkert breyst.“ „Man ég var langbestur“ Þegar Kristján stýrði Valsliðinu árin 2010 til 2012 fékk hann Matthías, sem var þá leikmaður, til félagsins. „Hann var mjög ljúfur og mjög auðvelt að segja honum til. Ég held við höfum sótt hann í FH á sínum tíma aftur í Val. Það var eitt af því sem við lögðum mikla áherslu á, að fá hann til baka, til að spila framherja. Það var mjög gaman,“ segir Kristján um samþjálfara sinn. Matthías þekkir Kristján því sem þjálfara og hafði það mikið að segja upp á samstarfið sem fram undan er. „Alveg klárt mál. Ég man mér líkaði ofboðslega vel undir stjórn Kristjáns. Hann var eiginlega fyrstur með einhverjar nýjar pælingar, sem hreif mig vel. Maður var kominn á smá aldur þarna, en ég man ég var samt langbestur,“ segir Matthías og uppsker hlátur Kristjáns. Kristján (t.v.) fékk Matthías sem leikmann til Vals og sá síðarnefndi lék undir hans stjórn frá 2010 til 2012.Vísir/Samsett Báðir verða titlaðir aðalþjálfarar félagsins, en hvernig gengur það fyrir sig? „Við lítum á þetta bara sem teymisvinnu, eins og fótbolti er orðinn. Við þurfum að rökræða um hitt og þetta og komast að niðurstöðu. Þetta verður flott, segir Matthías. Þeir séu þá að leggja línur hvað verkaskiptingu varðar. „Við erum byrjaðir á þeirri vinnu. Verkaskiptingin verður alveg skýr, hver verður með hvað og hver tekur ákvörðun á hvaða stað. Því verður haldið innanbúða hjá okkur. Við gefum það ekkert út sérstaklega,“ segir Kristján. Fleira kemur fram í viðtalinu við þá Kristján og Matthías sem má sjá í heild sinni að neðan.
Valur Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn