„Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2024 08:31 Michael Schumacher og Damon Hill öttu kappi í Formúlu 1 á 10. áratug síðustu aldar. getty/Pascal Rondeau Þrátt fyrir að vel til vina utan akstursbrautarinnar voru þeir Michael Schumacher og Damon Hill svarnir fjendur þegar keppni stóð yfir. Schumacher og Hill börðust um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 þrjú ár í röð á miðjum 10. áratug síðustu aldar. Schumacher varð heimsmeistari 1994 og 1995 en Hill 1996. Frægasta rimma þeirra var í lokakeppni tímabilsins 1994. Þeir lentu þá í árekstri og þurftu báðir að hætta keppni. Schumacher gat þó leyft sér að fagna eftir kappaksturinn því hann varð heimsmeistari, einu stigi á undan Hill. Englendingurinn segist hafa kunnað vel við Þjóðverjann utan brautarinnar en á meðan keppni stóð fauk vinskapurinn út um gluggann. „Okkur Michael kom vel saman en á brautinni hötuðum við hvorn annan. Það var ekkert annað í boði ef þú ætlaðir að verða heimsmeistari. Það var ekkert pláss fyrir vinahót,“ sagði Hill við BILD. „Þú verður að nýta þér alla veikleika andstæðingsins og hamra á því. Michael var sérfræðingur í sálfræðistríðinu. Hann lét mér líða eins og ég væri gagnslaus og hæfileikalaus. Hann sagði fjölmiðlum það líka. Og vegna þess að hann vann margar keppnir var engin ástæða til annars en að trúa honum.“ Hill keppti í Formúlu 1 á árunum 1992-99. Hann varð meistari með Williams 1996 og vann alls 22 keppnir á ferli sínum í Formúlu 1. Akstursíþróttir Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Schumacher og Hill börðust um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 þrjú ár í röð á miðjum 10. áratug síðustu aldar. Schumacher varð heimsmeistari 1994 og 1995 en Hill 1996. Frægasta rimma þeirra var í lokakeppni tímabilsins 1994. Þeir lentu þá í árekstri og þurftu báðir að hætta keppni. Schumacher gat þó leyft sér að fagna eftir kappaksturinn því hann varð heimsmeistari, einu stigi á undan Hill. Englendingurinn segist hafa kunnað vel við Þjóðverjann utan brautarinnar en á meðan keppni stóð fauk vinskapurinn út um gluggann. „Okkur Michael kom vel saman en á brautinni hötuðum við hvorn annan. Það var ekkert annað í boði ef þú ætlaðir að verða heimsmeistari. Það var ekkert pláss fyrir vinahót,“ sagði Hill við BILD. „Þú verður að nýta þér alla veikleika andstæðingsins og hamra á því. Michael var sérfræðingur í sálfræðistríðinu. Hann lét mér líða eins og ég væri gagnslaus og hæfileikalaus. Hann sagði fjölmiðlum það líka. Og vegna þess að hann vann margar keppnir var engin ástæða til annars en að trúa honum.“ Hill keppti í Formúlu 1 á árunum 1992-99. Hann varð meistari með Williams 1996 og vann alls 22 keppnir á ferli sínum í Formúlu 1.
Akstursíþróttir Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira