Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Árni Sæberg skrifar 16. nóvember 2024 07:01 Daníel Örn huldi andlit sitt þegar hann kom í Héraðsdóm Reykjaness í morgun. Hann óskaði eftir því að fá að yfirgefa dóminn þegar hann hafði gefið skýrslu. Vísir/Vilhelm Þrítugur karlmaður sem er ákærður fyrir að reyna að bana lækni í Lundi í Kópavogi í sumar, segist ekki hafa haft neinn ásetning til þess að stinga lækninn. Hann hafi gripið til hnífs og sveiflað í átt að lækninum í sjálfsvörn. Hann hafi verið með hníf sem hann keypti í Kolaportinu í vasanum af því að honum þætti hann „töff“. Daníel Örn Unnarsson sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játar verknaðinn en hafnar því að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Atvik málsins urðu föstudagskvöld í júní þegar læknirinn var á göngu ásamt eiginkonu sinni og vinahjónum þeirra. Var að horfa á fótbolta Daníel Örn gaf skýrslu fyrstur þegar aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun. Hann lýsti atvikum svo að hann hefði verið heima hjá sér að horfa á fótboltaleik, nánar tiltekið leik á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu sem fram fór í sumar. Hann hafi fengið sér tvo bjóra yfir leiknum. Að leik loknum hafi hann ákveðið fara heim til vinar síns og taka með sér hníf sem hann hefði nýverið keypt sér í Kolaportinu. Honum hafi þótt hnífurinn „töff“ og hann talið að vinurinn myndi vilja sjá hann. Fólkið hafi tekið yfir allan göngustíginn Daníel Örn sagðist hafa farið heim til vinar síns á eigin rafhlaupahjóli. Á leiðinni hafi hann mætt tvennum hjónum, sem hafi gengið hlið við hlið og þannig lagt undir sig allan göngustíginn. Hann hafi hægt á sér og reynt að fara fram hjá hópnum hægra megin en rekist utan í annan manninn og fallið í jörðina við það. Eftir það hafi þeir farið að munnhöggvast, maðurinn hafi verið mjög æstur og sagt honum að hann ætti ekki að vera á rafhlaupahjóli á göngustíg heldur ætti hann að vera á hjólastíg. Ekki stoltur af því sem hann kallaði konuna Konurnar tvær hafi reynt að róa manninn niður og gengið með hann frá honum. Þá hafi önnur konan sagt eitthvað við hann sem hafi móðgað hann. Hann hafi þá svarað konunni einhverju sem hann sé ekki stoltur af. Vitni hafa borið um að Daníel Örn hafi kallað konuna „kerlingartussu“. Þá hafi læknirinn, sem hafi fram að þessu verið pollrólegur og staðið rétt fyrir framan hann, slegið hann bylmingshöggi í gagnaugað með þeim afleiðingum að fossblæddi. Læknirinn tók alfarið fyrir það að hann hefði lamið Daníel Örn þegar hann bar vitni. Hann hafi þá tekið upp hnífinn úr vinstri vasa, opnað hann með því að ýta á takka, og sveiflað honum á meðan hann hörfaði undan. Hann hafi ekki haft neinn ásetning til þess að stinga lækninn. Með alls konar greiningar og varð hræddur Daníel Örn sagðist gera sér grein fyrir því núna að hann hafi stungið lækninn, eftir að hafa verið sagt af því eftir á. Á verknaðarstundu hafi hann ekki gert sér grein fyrir því að hann hefði sært lækninn. Hann hafi orðið mjög hræddur enda glími hann við mikinn kvíða, hann sé raunar með „alls konar greiningar“. „Ég sveiflaði bara hnífnum og hljóp í burtu. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en lögreglan sagði mér frá þessu.“ Vinurinn stökk upp á hlaupahjólið og fór á eftir árásarmanninum Daníel Örn lýsti því svo að hann hefði hlaupið á brott, aðspurður sagðist hann hafa verið að flýja það sem hann taldi yfirvofandi árás frekar en að láta sig hverfa af vettvangi glæps. Á hlaupunum hafi hann tekið eftir því að vinur læknisins, sá sem hann hefði upphaflega munnhoggist við, væri á eftir honum á rafhlaupahjólinu hans. Hann hefði skilið það eftir í óðagoti. Vinurinn hafi náð honum, tekið hann hálstaki og loks haft hann undir í einhvers konar hengingartaki. Þá hafi lögreglu borið að og hann verið handtekinn. Í aðalmeðferðinni kom fram að vinur mannsins er með réttarstöðu sakbornings vegna þessara átaka, sem fóru fram í sjávarmálinu við Sæbólsbraut í Kópavogi. Lögreglurannsókn á þeim anga málsins sé enn opin. Kópavogur Lögreglumál Dómsmál Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33 Hnífamaðurinn í Lundi áfram bak við lás og slá Þrítugur íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi í lok júní. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 26. júlí 2024 13:38 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Sjá meira
Daníel Örn Unnarsson sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játar verknaðinn en hafnar því að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Atvik málsins urðu föstudagskvöld í júní þegar læknirinn var á göngu ásamt eiginkonu sinni og vinahjónum þeirra. Var að horfa á fótbolta Daníel Örn gaf skýrslu fyrstur þegar aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun. Hann lýsti atvikum svo að hann hefði verið heima hjá sér að horfa á fótboltaleik, nánar tiltekið leik á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu sem fram fór í sumar. Hann hafi fengið sér tvo bjóra yfir leiknum. Að leik loknum hafi hann ákveðið fara heim til vinar síns og taka með sér hníf sem hann hefði nýverið keypt sér í Kolaportinu. Honum hafi þótt hnífurinn „töff“ og hann talið að vinurinn myndi vilja sjá hann. Fólkið hafi tekið yfir allan göngustíginn Daníel Örn sagðist hafa farið heim til vinar síns á eigin rafhlaupahjóli. Á leiðinni hafi hann mætt tvennum hjónum, sem hafi gengið hlið við hlið og þannig lagt undir sig allan göngustíginn. Hann hafi hægt á sér og reynt að fara fram hjá hópnum hægra megin en rekist utan í annan manninn og fallið í jörðina við það. Eftir það hafi þeir farið að munnhöggvast, maðurinn hafi verið mjög æstur og sagt honum að hann ætti ekki að vera á rafhlaupahjóli á göngustíg heldur ætti hann að vera á hjólastíg. Ekki stoltur af því sem hann kallaði konuna Konurnar tvær hafi reynt að róa manninn niður og gengið með hann frá honum. Þá hafi önnur konan sagt eitthvað við hann sem hafi móðgað hann. Hann hafi þá svarað konunni einhverju sem hann sé ekki stoltur af. Vitni hafa borið um að Daníel Örn hafi kallað konuna „kerlingartussu“. Þá hafi læknirinn, sem hafi fram að þessu verið pollrólegur og staðið rétt fyrir framan hann, slegið hann bylmingshöggi í gagnaugað með þeim afleiðingum að fossblæddi. Læknirinn tók alfarið fyrir það að hann hefði lamið Daníel Örn þegar hann bar vitni. Hann hafi þá tekið upp hnífinn úr vinstri vasa, opnað hann með því að ýta á takka, og sveiflað honum á meðan hann hörfaði undan. Hann hafi ekki haft neinn ásetning til þess að stinga lækninn. Með alls konar greiningar og varð hræddur Daníel Örn sagðist gera sér grein fyrir því núna að hann hafi stungið lækninn, eftir að hafa verið sagt af því eftir á. Á verknaðarstundu hafi hann ekki gert sér grein fyrir því að hann hefði sært lækninn. Hann hafi orðið mjög hræddur enda glími hann við mikinn kvíða, hann sé raunar með „alls konar greiningar“. „Ég sveiflaði bara hnífnum og hljóp í burtu. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en lögreglan sagði mér frá þessu.“ Vinurinn stökk upp á hlaupahjólið og fór á eftir árásarmanninum Daníel Örn lýsti því svo að hann hefði hlaupið á brott, aðspurður sagðist hann hafa verið að flýja það sem hann taldi yfirvofandi árás frekar en að láta sig hverfa af vettvangi glæps. Á hlaupunum hafi hann tekið eftir því að vinur læknisins, sá sem hann hefði upphaflega munnhoggist við, væri á eftir honum á rafhlaupahjólinu hans. Hann hefði skilið það eftir í óðagoti. Vinurinn hafi náð honum, tekið hann hálstaki og loks haft hann undir í einhvers konar hengingartaki. Þá hafi lögreglu borið að og hann verið handtekinn. Í aðalmeðferðinni kom fram að vinur mannsins er með réttarstöðu sakbornings vegna þessara átaka, sem fóru fram í sjávarmálinu við Sæbólsbraut í Kópavogi. Lögreglurannsókn á þeim anga málsins sé enn opin.
Kópavogur Lögreglumál Dómsmál Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33 Hnífamaðurinn í Lundi áfram bak við lás og slá Þrítugur íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi í lok júní. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 26. júlí 2024 13:38 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Sjá meira
Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33
Hnífamaðurinn í Lundi áfram bak við lás og slá Þrítugur íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi í lok júní. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 26. júlí 2024 13:38
Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56
Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05