Dimoke er annar leikmaðurinn sem Hattarmenn semja við í vikunni. Áður var Bandaríkjamaðurinn Justin Roberts kominn í stað Courvoisiers McCauley sem var látinn taka pokann sinn.
Dimoke er 23 ára tæplega tveggja metra hár franskur framherji sem hefur spilað í heimalandinu og í Litáen. Á síðasta tímabili var hann með 13,9 stig, 5,4 fráköst og 1,4 stoðsendingar að meðaltali í leik með Atletas í litháísku B-deildinni.
Karlovic hefur aðeins komið við sögu í tveimur af sex leikjum Hattar í Bónus deildinni og óvíst er hvenær hann verður leikfær á ný. Hattarmenn sömdu því við Dimoke til að fylla skarð Króatans.
Höttur tapaði fyrir Stjörnunni, 87-80, í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í 6. umferð Bónus deildarinnar í gær.
Hattarmenn eru í 8. sæti Bónus deildarinnar með sex stig. Næsti leikur þeirra er gegn KR-ingum eftir landsleikjahlé, 29. nóvember.