Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar 15. nóvember 2024 17:33 Mörg hjónabönd enda með skilnaði sem leiðir til margra úrlausnarefna. Oft er sátt um hvernig leysa eigi úr þeim. Sum málanna, ekki síst forsjá barna, fara hins vegar fyrir dómstóla. Þar telja feður sem í þessu lenda að þeir eigi mjög undir högg að sækja. Það orð fer af að mæðurnar vinni einfaldlega öll forræðismál. Mér er tjáð að fyrir allnokkrum árum hafi komið fram í umræðum á Alþingi að eitt ár hafi mæðurnar haft vinninginn í 53 af 54 málum. Ekki fylgdi fréttinni í hve mörgum málum hefði verið fallist á sameiginlegt forræði eða hvort þetta hefði átt sér stað áður en þau lög tóku gildi. Skýringin er væntanlega sú að lög um meðferð dómsmála eru miðuð við þjóðfélagið eins og það var á árunum 1950-1970. Dómskerfið álítur það ennþá vera þannig. Á þessum árum var það næstum algild regla að móðirin sá um heimilið og þar með börnin en faðirinn um tekjuöflunina. Hann þekkti þess vegna almennt séð miklu minna til barnauppeldis, þarfa barna og heimilisstörf heldur en móðirin. Hugsunarhátturinn var allt annar. Allt var í fastari skorðum, fjölskyldan miðlægari, hraði breytinga lítill miðað við nútímann, gamla fólkið kunni á allt eins vel og þeir sem yngri voru, tækifærin færri, útvarpið aðal fréttamiðillinn, sendibréf aðal samskiptamiðillinn, gagnfræðapróf markmið flestra annarra en þá helst yfirstéttarbarna sem mörg fóru í menntaskóla, háskólanám var bara draumur flestra, osfrv. Nú er þjóðfélagið orðið allt annað og flóknara. Yfirleitt eru bæði hjónin í að afla tekna fyrir heimilið sem hefur orðið til þess að faðirinn hefur tekið miklu meiri þátt í heimilisstörfum og uppeldi barnanna. Hraði breytinga er orðinn það mikill að mörgu eldra fólki finnst það ekki geta fylgt þróuninni eftir og þarf aðstoð þeirra sem yngri eru til þess að geta tekið fullan þátt í þjóðfélaginu. Þjóðfélagið sem var við lýði árin1950 – 1970 er ekki lengur til í huga almennings en virðist eftir sem áður megin viðmið dómskerfisins. Ennþá virðist vera dæmt eins og þjóðfélagið sé eins og það var um það leyti. Ástæðan gæti verið sú að í dómsúrskurðum er mikið farið eftir þeim dómum sem áður hafa fallið sem höfðu farið eftir þeim dómum sem þá höfðu fallið og svo framvegis. Ekkert er í lögum um að dómar eigi að fylgja þjóðfélagsþróuninni og mér vitandi ekkert afl sem í raun stuðlar að því. Ekkert er heldur í lögum um að réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi eigi að vera til staðar í dómum. Af ofangreindum ástæðum er dómskerfið í raun læst inni í eigin gildru vegna þess að það „situr bara og horfir í eigin barm og forðast að horfa í kringum sig“ og þegir alla gagnrýni í hel. Það lætur, eftir minni bestu vitneskju, hvorki Alþingi né ráðherra vita um vaxandi veikleika í dómskerfinu á mörgum sviðum sem sýnir mikið andvaraleysi. Bókstaflega verður að vera einhver aðili í dómskerfinu sem hefur eftirlit með og yfirsýn yfir þróunina í þjóðfélaginu og hvernig svokallaðar sannanir eru að breytast eða hafa breyst með tímanum. Um gæti verið að ræða nefnd eða stofnun sem gæti verið í tengslum við dómara á landinu og umboðsmann Alþingis eða einhvers aðila sem ætti að gæta hagsmuna almennings. Þurfi að breyta lögum ætti hún einnig að vera í tengslum við nefnd á Alþingi sem myndi leggja mat á málið og undirbúa framsetningu þess þar.Hvað sem líður ofangreindu þá er niðurstaðan að miklu skárra væri að kasta upp um hana að teknu tilliti til réttlætis, sanngirnis og heilbrigðar skynsemi en að dómararnir dæmi. Athuga þarf að þetta er fimmta greinin sem ég hef ritað og birst hefur hér á Vísi á rúmum tveimur vikum sem allar hafa fjallað um tegundir dómsmála þar sem nánast alger einstefna er í dómum. Hinn sterki hefur vinninginn.Svindlari hefur vinninginn.Nauðgari hefur vinninginn.Móðirin hefur vinninginn í forsjármáli. Það sem að er að fyrir einstefnunni eru ekki minnstu rök sé litið til réttlætis sanngirnis og heilbrigðrar skynsemi. Í öllum greinunum hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að miklu skárra hefði verið að kasta upp um niðurstöðuna en dómarar dæmi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Mörg hjónabönd enda með skilnaði sem leiðir til margra úrlausnarefna. Oft er sátt um hvernig leysa eigi úr þeim. Sum málanna, ekki síst forsjá barna, fara hins vegar fyrir dómstóla. Þar telja feður sem í þessu lenda að þeir eigi mjög undir högg að sækja. Það orð fer af að mæðurnar vinni einfaldlega öll forræðismál. Mér er tjáð að fyrir allnokkrum árum hafi komið fram í umræðum á Alþingi að eitt ár hafi mæðurnar haft vinninginn í 53 af 54 málum. Ekki fylgdi fréttinni í hve mörgum málum hefði verið fallist á sameiginlegt forræði eða hvort þetta hefði átt sér stað áður en þau lög tóku gildi. Skýringin er væntanlega sú að lög um meðferð dómsmála eru miðuð við þjóðfélagið eins og það var á árunum 1950-1970. Dómskerfið álítur það ennþá vera þannig. Á þessum árum var það næstum algild regla að móðirin sá um heimilið og þar með börnin en faðirinn um tekjuöflunina. Hann þekkti þess vegna almennt séð miklu minna til barnauppeldis, þarfa barna og heimilisstörf heldur en móðirin. Hugsunarhátturinn var allt annar. Allt var í fastari skorðum, fjölskyldan miðlægari, hraði breytinga lítill miðað við nútímann, gamla fólkið kunni á allt eins vel og þeir sem yngri voru, tækifærin færri, útvarpið aðal fréttamiðillinn, sendibréf aðal samskiptamiðillinn, gagnfræðapróf markmið flestra annarra en þá helst yfirstéttarbarna sem mörg fóru í menntaskóla, háskólanám var bara draumur flestra, osfrv. Nú er þjóðfélagið orðið allt annað og flóknara. Yfirleitt eru bæði hjónin í að afla tekna fyrir heimilið sem hefur orðið til þess að faðirinn hefur tekið miklu meiri þátt í heimilisstörfum og uppeldi barnanna. Hraði breytinga er orðinn það mikill að mörgu eldra fólki finnst það ekki geta fylgt þróuninni eftir og þarf aðstoð þeirra sem yngri eru til þess að geta tekið fullan þátt í þjóðfélaginu. Þjóðfélagið sem var við lýði árin1950 – 1970 er ekki lengur til í huga almennings en virðist eftir sem áður megin viðmið dómskerfisins. Ennþá virðist vera dæmt eins og þjóðfélagið sé eins og það var um það leyti. Ástæðan gæti verið sú að í dómsúrskurðum er mikið farið eftir þeim dómum sem áður hafa fallið sem höfðu farið eftir þeim dómum sem þá höfðu fallið og svo framvegis. Ekkert er í lögum um að dómar eigi að fylgja þjóðfélagsþróuninni og mér vitandi ekkert afl sem í raun stuðlar að því. Ekkert er heldur í lögum um að réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi eigi að vera til staðar í dómum. Af ofangreindum ástæðum er dómskerfið í raun læst inni í eigin gildru vegna þess að það „situr bara og horfir í eigin barm og forðast að horfa í kringum sig“ og þegir alla gagnrýni í hel. Það lætur, eftir minni bestu vitneskju, hvorki Alþingi né ráðherra vita um vaxandi veikleika í dómskerfinu á mörgum sviðum sem sýnir mikið andvaraleysi. Bókstaflega verður að vera einhver aðili í dómskerfinu sem hefur eftirlit með og yfirsýn yfir þróunina í þjóðfélaginu og hvernig svokallaðar sannanir eru að breytast eða hafa breyst með tímanum. Um gæti verið að ræða nefnd eða stofnun sem gæti verið í tengslum við dómara á landinu og umboðsmann Alþingis eða einhvers aðila sem ætti að gæta hagsmuna almennings. Þurfi að breyta lögum ætti hún einnig að vera í tengslum við nefnd á Alþingi sem myndi leggja mat á málið og undirbúa framsetningu þess þar.Hvað sem líður ofangreindu þá er niðurstaðan að miklu skárra væri að kasta upp um hana að teknu tilliti til réttlætis, sanngirnis og heilbrigðar skynsemi en að dómararnir dæmi. Athuga þarf að þetta er fimmta greinin sem ég hef ritað og birst hefur hér á Vísi á rúmum tveimur vikum sem allar hafa fjallað um tegundir dómsmála þar sem nánast alger einstefna er í dómum. Hinn sterki hefur vinninginn.Svindlari hefur vinninginn.Nauðgari hefur vinninginn.Móðirin hefur vinninginn í forsjármáli. Það sem að er að fyrir einstefnunni eru ekki minnstu rök sé litið til réttlætis sanngirnis og heilbrigðrar skynsemi. Í öllum greinunum hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að miklu skárra hefði verið að kasta upp um niðurstöðuna en dómarar dæmi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun