Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar 15. nóvember 2024 14:16 Gamlir draugar lifa lengi. Eftir því sem nær dregur kosningum er skýrara að ESB flokkarnir hyggjast endurvekja aðildarviðræður og berjast fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Viljinn við að ganga þar inn snýst aðallega um að krónan sé svo óstöðugur gjaldmiðill. Skoðum það betur. Íslenska króna hefur í rúman áratug verið mjög stöðug mynt, álíka stöðug og evran og styrkst gagnvart henni. Því höfum við náð með markvissri stefnu um að breikka útflutningstsstoðir, bæta skuldastöðu hagkerfisins og að byggja upp stóran gjaldeyrisforða. Við búum einfaldlega nú þegar við töluverðan gengisstöðugleika. Enda vísa talsmenn evrunnar ekki í nýliðinn tíma heldur fara gjarnan áratugi aftur í tímann í leit að sönnun fyrir gengissveiflum krónunnar. En hvað er svona miklu betra í ESB? Eru launin hærri? Aldeilis ekki. Fleiri störf? Þvert á móti, atvinnuleysi ungs fólks á evrusvæðinu er tæplega 15%. Staðreyndin er sú að ESB og evrusvæðið sitja eftir og samkeppnishæfni svæðisins fer dvínandi. Afleiðingin er lítill hagvöxtur. Til samanburðar hefur hagvöxtur á Íslandi verið hátt í þrefalt hraðari frá 2013 eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Hagvöxtur sem hefur skapað störf og leitt til þess að kaupmáttarvöxtur hér er margfalt hraðari en í ESB. Okkar hagsmunamat fyrir Íslendinga er einfalt: Okkur er best borgið utan Evrópusambandsins en áfram í þéttu samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir í EES. Íslendingum hefur farnast vel utan sambandsins og þar eru blikur á lofti með mjög veikum efnahagshorfum. Vandamálið okkar er of hátt vaxtastig, sem er tekið að lækka og mun lækka áfram, líklega í næstu viku. Í því eru engar töfralausnir hvort sem gjaldmiðillinn kallast evra, króna eða tælenskt bat. Þeir sem boða breytingar á sambandi Íslands við ESB segjast vilja dóm kjósenda í málinu. Næsta tækifæri kjósenda er 30. nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki aðild Íslands að ESB. Af þeirri augljósu ástæðu styður flokkurinn ekki að aðildarviðræður við ESB fari af stað að nýju. ESB flokkarnir Samfylking og Viðreisn ætla að setja málið á dagskrá fái þeir til þess umboð. Til að fara í atkvæðagreiðlsu þurfa þeir meirihluta í þinginu og pólitískan vilja til að leiða Ísland í framhaldinu inn í ESB, sé það niðurstaða atkvæðagreiðslunnar. Flokkarnir virðast hafa tapað trú á stöðu, styrk og tækifærum íslensku þjóðarinnar sem frjálsrar, sjálfstæðrar og fullvalda þjóðar. Það hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki gert og mun aldrei gera. Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Íslenska krónan Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Gamlir draugar lifa lengi. Eftir því sem nær dregur kosningum er skýrara að ESB flokkarnir hyggjast endurvekja aðildarviðræður og berjast fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Viljinn við að ganga þar inn snýst aðallega um að krónan sé svo óstöðugur gjaldmiðill. Skoðum það betur. Íslenska króna hefur í rúman áratug verið mjög stöðug mynt, álíka stöðug og evran og styrkst gagnvart henni. Því höfum við náð með markvissri stefnu um að breikka útflutningstsstoðir, bæta skuldastöðu hagkerfisins og að byggja upp stóran gjaldeyrisforða. Við búum einfaldlega nú þegar við töluverðan gengisstöðugleika. Enda vísa talsmenn evrunnar ekki í nýliðinn tíma heldur fara gjarnan áratugi aftur í tímann í leit að sönnun fyrir gengissveiflum krónunnar. En hvað er svona miklu betra í ESB? Eru launin hærri? Aldeilis ekki. Fleiri störf? Þvert á móti, atvinnuleysi ungs fólks á evrusvæðinu er tæplega 15%. Staðreyndin er sú að ESB og evrusvæðið sitja eftir og samkeppnishæfni svæðisins fer dvínandi. Afleiðingin er lítill hagvöxtur. Til samanburðar hefur hagvöxtur á Íslandi verið hátt í þrefalt hraðari frá 2013 eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Hagvöxtur sem hefur skapað störf og leitt til þess að kaupmáttarvöxtur hér er margfalt hraðari en í ESB. Okkar hagsmunamat fyrir Íslendinga er einfalt: Okkur er best borgið utan Evrópusambandsins en áfram í þéttu samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir í EES. Íslendingum hefur farnast vel utan sambandsins og þar eru blikur á lofti með mjög veikum efnahagshorfum. Vandamálið okkar er of hátt vaxtastig, sem er tekið að lækka og mun lækka áfram, líklega í næstu viku. Í því eru engar töfralausnir hvort sem gjaldmiðillinn kallast evra, króna eða tælenskt bat. Þeir sem boða breytingar á sambandi Íslands við ESB segjast vilja dóm kjósenda í málinu. Næsta tækifæri kjósenda er 30. nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki aðild Íslands að ESB. Af þeirri augljósu ástæðu styður flokkurinn ekki að aðildarviðræður við ESB fari af stað að nýju. ESB flokkarnir Samfylking og Viðreisn ætla að setja málið á dagskrá fái þeir til þess umboð. Til að fara í atkvæðagreiðlsu þurfa þeir meirihluta í þinginu og pólitískan vilja til að leiða Ísland í framhaldinu inn í ESB, sé það niðurstaða atkvæðagreiðslunnar. Flokkarnir virðast hafa tapað trú á stöðu, styrk og tækifærum íslensku þjóðarinnar sem frjálsrar, sjálfstæðrar og fullvalda þjóðar. Það hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki gert og mun aldrei gera. Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun